Þegar græðgin glepur.

" Samkvæmt starfslokasamningnum átti Baldur að fá greiddar 50 þúsund evrur á mánuði eða 1.200 þúsund evrur. Það svarar til 213,3 milljóna króna miðað við gengi evrunnar í dag. Þegar samningurinn var gerður voru mánaðalaun Baldurs 3,5 milljónir króna."

Sýnishorn af því hvað menn voru orðnir blindir af glórulausri græðgi og fyrirhyggjuleysi. Eimskip, óskabarn þjóðarinnar sem það var löngum kallað varð fórnarlamb þeirra stórkostlega blindu einstaklinga sem töldu sér alla vegi færa.

Nú hefur komið í ljós að þessir menn kunnu ekkert fyrir sér í rekstri og byggðu velgengni sína á ótakmörkuðum aðgangi að lánsfé. Að ætla síðan að sækja ofurlaun árum saman í fyrirtækið sem var slátrað lýsir blindunni hvað best.

En nú er þetta liðið... held ég en það veldur manni samt verulegum áhyggjum hinn eindregnir svindl og brotavilji sem við höfum séð í ýmsum málum. Gjaldeyrisbrask, svört vinna, kvótasvind, sjálftaka úr atvinnuleysistryggingasjóði með svindli... og fleira.

Það tekur tíma að koma siðgæðisvitund á rétt ról hér á landi þar sem allt mátti og eftirliti var ábótavant en það kemur. Mikill meirihluti þjóðarinnar er heiðarlegt fólk sem ekki má vamm sitt vita og því svíður hvað hinum hefur tekist að skaða mikið.


mbl.is Eimskip sýknað af kröfu Baldurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Veiztu, Jón Ingi, ég er svei mér þá ekki viss um að hér hafi brotavilji verið fyrir hendi. Miklu frekar ótrúleg siðblinda og skortur á sómatilfinningu. Svona fólki er ekki sjálfrátt og það er þjóðfélaginu hálfu hættulegra þegar svona menn gera sér ekki einu sinni grein fyrir því að þeir séu að gera eitthvað rangt eða séu að misbjóða réttlætiskennd almennings.

Ekki að sé að fullyrða að svona sé í pottinn búið, ég einfaldlega óttast að svo sé.

Emil Örn Kristjánsson, 3.7.2009 kl. 15:18

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Já.. sennilega er það rétt bara... en sorglegt samt

Jón Ingi Cæsarsson, 3.7.2009 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 818143

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband