Sjálfstæðisflokkurinn ber höfuðábyrgð.

Sjálfstæðisflokkurinn einkavæddi bankana og afhenti þá vinum sínum, flokksbundnum og flokkstryggum. Hækjan, Framsóknarflokkurinn fékk Búnaðarbankann í laun fyrir hjálpsemina og hann afhenti sauðtryggum félögum þann banka og þá hófst æðið.

Fyrst voru eftirlitsstofnarnir veiktar gríðarlega þegar bankaeftirlit og Seðlabanki rugluðu sama reitum sínum. Þar voru sauðtryggir Sjálfstæðismenn við stjórnvölinn.

Að þessu loknu gat hafist auðsöfnun bankanna á kostnað innlendra og innlendra sparifjáreigenda. Til að búa til ofsagróða í bókhaldinu fóru eigendur að selja hver öðrum milljarða í formi bréfsnifsa sem kölluð voru hlutabréf í bönkum. Þannig varð til ofsagróði sem rann óskiptur í vasa eigenda, ( góðvinanna sem framsókn og sjallar afhentu bankana )

Svo hrundi spilaborgin og sýndarveruleikinn opinberaðist. Þá kom í ljós að eigendur bankanna og stjórnvöld á þeim tíma höfðu komið málum svo fyrir að íslenska þjóðin bæri á þessu ábyrgð. Það bara gleymdist að segja henni frá því.

Formenn þessa flokka sem bjuggu til þessar hörmungar fara nú hamförum og mér er til efs að annar eins froðusnakkur og formaður Framsókarflokksins hafi á þing stigið. Bjarni er hógværari og er líklega meðvitaðri um siðferði þess sem sagt er.

Nú standa spjótin á þeim sem reyna að lenda þessu hörmungarmáli svo allt fari ekki í endanlegt strand hér á landi. Það er eins og formenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks vilji láta reyna á gullfiskaminni þjóðarinnar og halda fram hlutum sem ekki standast.

Nú reynir á hvort það tekst.


mbl.is Líkt og við höfum tapað málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sigurður... þú veist náttúrulega að þú ert að bulla.. leysa það upp !! þvílíkt endalaust þvaður.... einhver verður að axla ábyrgð að lausn mála... ekki gera þeir seku það.. 

 Skaðinn verður óbætanlegur og óviðráðanlegur ef við notum aðferðir strútsins... sem þú leggur líklega til og vilt hlaupast frá ábyrð sem við höfum undirgengist í alþjóðasamingum eins og aðrar þjóðir.

Jón Ingi Cæsarsson, 2.7.2009 kl. 14:15

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þegar þessi stjórn ákvað að setja gamlan komma úr alþýðubandalaginu yfir nefndina OG án samráðs við stjórnarandstöðuna var það alveg ljóst að þessi vondi samningur er alfarið á ábyrgð VG og SF

SJS sagði að aðeins væru könnunarviðræður í gangi - 2 dögum var búið að semja -

Helgi Áss Grétarsson lögfræðingur fór vel yfir þennan samning í þætti Ingva Hrafns á INN á fimmtudagskvöldið - NIÐURSTAÐAN var - við getum EKKI greitt þetta -

Nei við verðum að fella þennan samning - fá fagmenn í þetta og gera nýjan samning

Ég geri ráð fyrir því að alþingi samþykki EKKI þennan samning -
EF svo fer axlar Steingrímur JOÐ pólitíska ábyrgð - ríkisstjórnin fallin -

Loks Jón vil ég hvetja þig til að fara inn á www.kjosa.is og skrá þig.

Óðinn Þórisson, 2.7.2009 kl. 14:55

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þessi samningur er verulega betri en sá sem ráðherrar Sjálfstæðiflokkins voru búnir að undirrita... en þetta verður aldrei gott mál... skaðinn er skeður.

Jón Ingi Cæsarsson, 2.7.2009 kl. 15:06

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Óðinn bæti aðeins við.... gaman að sjá að þú tekur þátt í þeim poppulisma að skora á forsetann... sem þú hefur haft svo mikla trú á.... þvílík andskotans skinhelgi... 

Jón Ingi Cæsarsson, 2.7.2009 kl. 15:08

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón ef svo illa fer að þessi vondi samningur verður samþykkur á alþingi þá verð ég að treysta á að forsetinn taki velferð þjóðarinnar fram yfir þá ríkisstjórn sem margir vilja meina að hann sé " guðfaðirinn " af

Óðinn Þórisson, 2.7.2009 kl. 15:17

6 Smámynd: Haraldur Hansson

Við vitum að Sjálfstæðisflokkur ber höfuðábyrgð. Við vitum að Framsókn er skítug á höndunum líka. Við vitum að sá samningur sem nú liggur fyrir er skárri en drög frá því í haust. Við vitum að ráðherra bankamála, þegar hrunið varð, kom úr Samfylkingunni. Þetta er allt partur af sögunni.

Ekkert af þessu lagar þá skelfilegu stöðu sem nú er við að fást.

Það gagnast engum að leita að sökudólgum eða benda á aðra. Verkefni dagsins í dag er að ákveða hvort ríkisábyrgð verði veitt vegna fyrirliggjandi samnings eða ekki. Ef útilokað er að standa við hann, eða ef líkur benda til verulegrar réttaróvissu, er eðlilegt að þingmenn segi nei. Ef sannfæring þeirra segir þeim annað, þá segja þeir já.

Ég held að sú hræðsla sem spilað er á í þessu sé óþörf. Að minnst kosti ýkt.

Það er ekki eins og eigi að refsa okkur fyrir að framleiða efnavopn. Það er siðaðra manna háttur að ræða álitamál og leita niðurstöðu. Leita sátta. Ég trúi ekki á Breta og ESB að þeir ætli að láta það viðgangast í siðmenntuðum, vestrænum réttarríkjum sem hnefarétturinn látinn ráða. Ef útkoman á Alþingi er "nei" þá er komin upp ný staða sem þarf að vinna úr. Það á ekki að stilla málinu þannig upp að Bretar, Hollendingar séu að leita hefnda en ekki réttlætis. 

Eigum við ekki bara að anda rólega. Skoða samninginn frá öllum hliðum, setja hann á vogarskálarnar, sjá hver greiðslugeta þjóðarinnar er, reyna að finna sanngirni og réttlæti og taka svo ákvörðun?

Haraldur Hansson, 2.7.2009 kl. 15:47

7 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hvaða flokkur var með viðskiptaráðuneytið nær allan þann tíma sem Icesave-reikningarnir voru starfræktir? Rétt, Samfylkingin! Sjálfstæðisflokkurinn ber enga ábyrgð á Björgvini G. Sigurðssyni, gerðum hans eða aðgerðaleysi. Þá ábyrgð berið þið í Samfylkingunni.

Hjörtur J. Guðmundsson, 3.7.2009 kl. 16:05

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ráðherra viðskiptamála axlaði ábyrgð og sagði af sér.. en það gerðu ekki forstjóri fjármálaeftirlits.. seðlabankastjóri og fjármálaráðherra og forsætisráðherra sem báru fulla ábyrgð líka.. Hver ætli fari með málefni Seðlabanka ?? Hjörtur... þetta comment þitt átti að virka með tilliti til gullfiskaminnis fólks..

Jón Ingi Cæsarsson, 3.7.2009 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband