Fjöldi í afneitun.

Það er ljóst eftir lestur bloggsíðna og með að hlusta á umræður stjórnmálamanna undafarna daga að stórir hópar eru í afneitun þessa dagana.

Hrun íslensks efnhagslífs var algjört og við ætlum okkur að ná vopnum okkar þá erum við háð því að fá aðstoð vinaþjóða við það.

Vinaþjóðir skilyrtu aðstoð sína og þar með ljóst að við vorum algjörlega háð þeim skilyrðum að fara að því sem þeir leggja fyrir þjóðina.

Það er enginn leið út úr þessum ógöngum nema feta þá slóð sem okkur er skömmtuð. Við getum ekki barið okkur á brjóst og boðið heiminum í slag.... þann slag getum við ekki unnið og verðum því að kyngja stoltinu um hríð meðan við náum okkur á strik.

En enn eru margir sem virðast ekki átta sig á að leiðin sem við eigum er bara ein og sú leið er vörðuð af vinaþjóðum okkar sem skilyrða sína aðstoð.


mbl.is Norðurlönd settu skilyrðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Mikið er ég sammála enda hvaða lausn felst í að neita að borga skuldir okkar

Jón Rúnar Ipsen, 2.7.2009 kl. 11:13

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Þetta er rétt, en ég heyri þó æ fleiri segja að þeir séu sammála IceSave samningnum en finnst vextirnir aðeins of háir. Og eru jafnvel þaðeins þess vegna á móti samningnum eins og hann er.

Jón Halldór Guðmundsson, 2.7.2009 kl. 11:51

3 identicon

Sett voru 7.7% í byrjun sem vaxtarskilyrði. Þetta eru auðvitað nauðasamningar.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 12:10

4 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Notum lánin frá Norðurlöndunum og greiðum strax inn á höfuðstól IceSave skuldbindinga. Helsti skuldaklafinn eru vextirnir.  Þarna er vaxtamunur á milli lánasamninga sem hljóta að vera okkur hagstæðari. Höfuðstóll Breta og Hollendinga minnar stórlega og því minni vaxtabyrði.

Síðan er betra að endursemja við Norðurlöndin um framlengingar á þeirra lánum, heldur en við Breta og Hollendinga.

Eggert Guðmundsson, 2.7.2009 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 818122

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband