Samgöngumiðstöð ekki einkamál Reykjavíkur.

Samgöngumiðstöð í Reykjavík er brýnt mál. Sá hundakofi sem farþegum í innanlandsflugi er boðið upp á er ekki mönnum bjóðandi og er reyndar til skammar. Hversu oft hefur maður ekki kúldrast þarna í yfirfullu húsi, skítugu og sjúskuðu... nei samgöngumiðstöð höfuðborgar Íslands er ekki einkamál borgarfulltrúa í Reykjavík. Það er sameiginlegt hagsmunamál þeirra sem til borgarinnar eiga erindi og þeirra borgarbúa sem eiga erindi út á land.

Ég hreinlega skil ekki umræðuna í borgarstjórn Reykjavíkur þegar að þessu máli kemur... því það virðist vera í sama fasa og Sundabraut sem enn er á byrjunarreit af því borgarstjórn Reykjavíkur hefur ekki dug til að koma því máli af stað og ákveða leiðir.

Reykjavík er höfðuðborg Íslands og hefur skyldur sem slík en það virðast borgarfulltrúar Reykjavíkur hafa takmarkaðan skilning á.

Meðan þessi sundrung ríkir í borginni varðandi samgöngumál við landsbyggðina gerist ekki neitt og við búum enn við sama ástand og var fyrir 50 árum í þessum málaflokki höfðuborgarsvæðisins.


mbl.is Miðstöðin „löguð að“ breyttu umhverfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Er það ekki borgin sem borgar brúsann?

Þá hlýtur það að vera ákvörðun borgarinnar hvernig að þessu er staðið. Persónulega finnst mér ekki forgangsmál að byggja marmarahöll undir komu- og brottfararfarþega.

Heiða B. Heiðars, 1.7.2009 kl. 11:30

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Reykjavík borgar ekki brúsann... Heiða.. þetta er ríkisframkvæmd eða einkaframkvæmd... en ef Reykjavík vill afsala sér höfuðborgarhlutverkinu býst ég fastlega við að td Reykjanesbær eða Akureyri vilji taka það að sér að vera höfuðstaður Íslands með tilheyrandi flutningi stofnana þangað..

Marmarahöll hver talar um það... hefur þú komið í 60 ára gömlu trékassana á Reykjavíkurflugvelli sem ég efast stórlega um að standist lög um öryggi...

Jón Ingi Cæsarsson, 1.7.2009 kl. 11:38

3 Smámynd: Björn Finnbogason

Flytja innanlandsflugið til Keflavíkur, og hætta þessu rugli í Reykjavíkurflugvelli.

Björn Finnbogason, 1.7.2009 kl. 11:38

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

mæltu manna heilastur Björn.. burt með þennan flugvöll

Óskar Þorkelsson, 1.7.2009 kl. 11:41

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ok...ég hélt að borgin borgaði.

En já...sammála því að flugvöllurinn á náttúrulega ekkert að vera þar sem hann er

Heiða B. Heiðars, 1.7.2009 kl. 12:23

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sammála Jón samgöngumiðstöð er brýnt mál og auðvitað á Reykjavíkurflugvöllur að vera áfram þar sem hann er í dag.

Óðinn Þórisson, 1.7.2009 kl. 13:22

7 identicon

Ég held þið séuð að gleyma einu: fyrir margt löngu var tekin meðvituð ákvörðun, sem á rætur sínar m.a. hjá Jóni Sigurðssyni frelsishetju, um að öll opinber þjónusta ætti heima á höfuðborgarsvæðinu. Þar með þurfa allir aðrir að sækja þessa þjónustu til Reykjavíkur með ærnum tilkostnaði og það jafnvel þó að flugvöllurinn sé í Vatnsmýri.

Annað í þessu, og það mikilvægasta, er að hátæknisjúkrahúsin eru í Reykjavík. Þannig er nálægð vallarins við þau grundvallaratriði í sjúkraflutningum frá landsbyggð til sérhæfðra og tækjavæddra sjúkrahúsa. Bíltúr frá Reykjanesbæ til Reykjavíkur með illa slasaðan eða veikan einstakling er því til að auka gífurlega á þá hættu að hann hafi það ekki af á leiðinni til meðferðar.

Væri völlurinn fluttur til Reykjanesbæjar myndi það líka lengja ferðatíma talsvert, jafnvel þannig að það er varla farið að borga sig að fljúga, auk þess sem kostnaðurinn myndi hækka.

Þannig eru rök með því að völlurinn fari bara pjatt, það er búið að telja fólki trú um að það sé best að völlurinn flytji, en til hvers? Hvað er unnið með flutningi hans?

Akureyri myndi örugglega græða því þar væri fínt að reisa samgöngumiðstöð og safna saman flugleiðum frá landsbyggð til Akureyrar sem býr svo stórkostlega vel að hafa flugvöll við bæjardyrnar - kostur sem allar höfuðborgir heimsins - nema ein, myndu taka opnum örmum. Ég veit líka að Akureyringar tækju aðkomufólki opnum örmum og væru til í að bjóða þeim grunnþjónustu með bros á vör, enda afar atvinnuskapandi en því virðast margir Reykvíkingar hafa gleymt.

Svavar Þór Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 13:33

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

enn koma gömlu úreltu rökin fram..

ef maður er illa slasaður er hann fluttur með þyrlu !! hún lendir á lóð borgarspítalans í fossvogi..  case closed.. og flugvöllin burt úr miðbæ reykjavíkur.

Óskar Þorkelsson, 1.7.2009 kl. 13:41

9 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það verður ekki byggt í Vatnsmýrinni næstu áratugi.. og þjóðin hefur ekki efni á eyða milljörðum í flutning flugvallar úr Reykjavík burséð frá vitleysunni.

Jón Ingi Cæsarsson, 1.7.2009 kl. 14:01

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

.. og í framhaldi af þessum orðum þínum Jón.. eigum við þá ekki bara að blása af samgöngumiðstöðina ?

Óskar Þorkelsson, 1.7.2009 kl. 14:53

11 Smámynd: Víðir Benediktsson

Flugvöllurinn í Reykjavík er ekki fyrir neinum. Skil ekki þessa þælu sem sumir eru búnir að láta hafa sig út í og eru allt í einu á móti flugvellinum. Þetta er múgæsing sem myndaðist kringum Ingibjörgu Sólrúnu á sínum tíma og nú hefur Dagur B. tekið við keflinu og heldur uppi bullinu. Þar til fyrir örfáum árum var enginn að spá í þennan flugvöll fyrr en Samfylkingin fékk þá "snilldarhugmynd" að gera þetta að kosningamáli.

Víðir Benediktsson, 1.7.2009 kl. 20:38

12 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Síðast þegar ég vissi var meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Reykjavík og hefur verið það lengst af á þessu kjörtímabili sem nú er að enda Víðir. Stjórnar Samfylkingin kannski bak við tjöldin í þeim meirihluta .. ?? maður bara spyr sig.

Óskar... flugvöllurinn er þarna... Umferðamiðstöðin er þarna..bæði húsin löngu úrelt og standast ekki nútímakröfur um samgöngumiðstöðvar ... en ef þið höfuðborgarbúar viljið ekki framkvæmdir er nóg með þessa aura að gera annarsstaðar... maður getur látið sig hafa það næstu árin að fara í gegnum þessa hundakofa eins og síðustu áratugina.

Jón Ingi Cæsarsson, 1.7.2009 kl. 21:13

13 Smámynd: Víðir Benediktsson

Nei Jón, vonandi ræður Samfylkingin engu. Ég var bara að benda á það að það var engin umræða um þennan blessaða flugvöll fyrr en Ingibjörg Sólrún, illu heilli gerði hann að einhverju bitbeini. Dagur hefur sannarlega tekið við þeim kyndli innan Samfylkingarinnar og hefur gefið það út oftar en hollt er fyrir jafn lítinn mann og hann er að flugvöllurinn eigi að fara úr Vatnsmýrinni.

Víðir Benediktsson, 1.7.2009 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband