Icesave...ætla þingmenn að svíkja heiðursmannayfirlýsingu ?

 

 Eftirfarandi texti er fenginn á láni frá Visir.is en Mbl.is virðst sneiða hjá að fjalla um málin frá þeim vinkli sem þar er gert.

Eftirfarandi er texti um atburðarás þá sem varð upphaf að icesavesamingum og ekki fer á milli mála að þar er afgerandi heiðursmannasamkomulag gert til að þoka málum áfram til fjármögnunar gjaldeyrisvarasjóðs og uppbyggingu efnahagslífs.

"Nokkrum dögum áður en skrifað var undir samning um lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til Íslands var gerð breyting á viljayfirlýsingu íslenskra stjórnvalda til sjóðsins og sérstaklega hnykkt á því að Íslendingar hétu að standa við allar skuldbindingar sínar á grundvelli innistæðutryggingasjóðsins.

Davíð Oddsson og Árni M. Mathiesen undirrituðu uppfærðu viljayfirlýsinguna 19. nóvember, sama dag og lánið var samþykkt, eins og þá fyrri 3. nóvember.

Eftirfarandi setningu var bætt inn í 9. lið uppfærðu yfirlýsingarinnar: „Ísland hefur heitið því að virða skuldbindingar á grundvelli innstæðutrygginga­kerfisins gagnvart öllum tryggðum innlánshöfum."

Nauðsynlegt var að herða á orðalaginu til að samningar næðust um lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, samkvæmt heimildum blaðsins (visir.is) "

Þáverandi fjármálaráðherra og seðlabankastjóri undirrituðu þetta fyrir Íslands hönd. Það er ljóst að ef Alþingi samþykkir ekki þá samninga sem fyrir liggja er Ísland að svíkja þá heiðursmannaskuldbindingu sem þarna var gerð.

Slíkt mun alltaf rýra álit okkar og varla á bætandi. Það er því í höndum Alþingismanna hvort þeir vilja gera Ísland að enn meiri svikahröppum í augum alþjóðasamfélagsins en þegar er.

Það er mikil ábyrgð að samþykkja icesavesaminga en það er enn meiri áhætta og ábyrgð að samþykkja þá ekki.


mbl.is Borgarafundur um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Takk fyrir þetta Jón Ingi !

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.6.2009 kl. 17:58

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Jón minn, ef þú gramsar í pappírum Samfylkingarinnar á Akureyri ættir þú að finna heiðursmannasamkomulag sem bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar á Akureyri undirrituðu fyrir hönd Samfylkingarinnar eftir síðustu bæjarstjórnarkosningar en sviku við fyrsta tækifæri.

Víðir Benediktsson, 29.6.2009 kl. 18:12

3 identicon

Hvaða samkomulag var það, Víðir? Við hvern, um hvað?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 11:47

4 Smámynd: Víðir Benediktsson

Gísli minn, þetta hlýtur að vera til í skjalasafni Samfylkingarinnar svo það eru hæg heimatökin fyrir ykkur. Þetta snérist um meirihlutaviðræður. Þrjú framboð skrifuðu upp á. Eitt sveik.

Víðir Benediktsson, 30.6.2009 kl. 17:22

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Víðir minn... nú er ég hræddur um að þú sért kominn út fyrir efnið.... ef þú ert að tala um meirihlutaviðræður árið 2006 slitnaði upp úr þeim af ástæðum sem þú ættir að vita eins og aðrir.... það var ekki skrifað upp á að mynda meirihluta um hvað sem væri.....og því miður var ekki hægt að mynda þann meirihluta sem þig dreymdi um af mörgum ástæðum sem ég vil ekki tíunda .. hvorki hér né annarstaðar.... og það þekkir þú vel.

Jón Ingi Cæsarsson, 30.6.2009 kl. 17:55

6 Smámynd: Víðir Benediktsson

Jón Ingi, Það var skrifað upp á ákveðið heiðursmannasamkomulag og ef það hefur farið fram hjá þér hefur þú ekki verið rétt upplýstur. Á sjálfur afrit af þessu og reikna með að það sé til í ykkar herbúðum líka nema því hafi verið stungið undir stól. Auk þess er það alveg sársaukalaust af minni hálfu þó þú tíundir hér hvers vegna ekki var hægt að mynda meirihluta með neinum nema  Sjálfsstæðisflokknum.

Víðir Benediktsson, 30.6.2009 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband