Fylgjandi kvótkerfinu og vinur LÍÚ ?

Merkileg staða í ríkisstjórn. Hún hefur lýst sig fylgjandi að endurskoða sjávarútvegsmálin og sérstaklega kvótkerfið og veiðiúthlutanir. Þar hefur fyrningarleiðin verið sett á blað.

En nú situr í stóli sjávarútvegsráðherra Jón Bjarnason Vinstri grænn sem þekktur er af sérkennilegum skoðunum í ýmsum málum. En í málefnum fiskveiða virðst sem skoðanir hans falli sem flís við rass að skoðunum stórútgerðanna og er það merkilegt í ljósi stöðunnnar.

Í dv.is er eftirfarandi texti sem dregur þessa stöðu nokkuð vel saman.

" Þrátt fyrir að LÍÚ-forkólfum og mörgum útgerðarmönnum lítist bölvanlega á fyrningarleiðina sem stjórnvöld hafa boðað geta þau huggað sig við að eiga skoðanabróður í sumum málum í hlutverki sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Jón Bjarnason hefur lýst sig andvígan aðildarumsókn að ESB, sem hefur verið eitur í beinum LÍÚ, auk þess sem hann hefur sagt að ekki verði ráðist í breytingar á fiskveiðistjórnuninni nema í sátt við þá sem eiga hagsmuna að gæta í greininni."

Það er hentugt að eiga skoðanabróður í þessu ráðuneyti ef verja þarf sértæka hagmuni stórútgerðanna. Ekki veit ég hvort menn verða bara svona þegar þeir setjast í þennan stól til að gera sér lífið auveldara eða hvort þeir sjá LÍÚ - ljósið ? Á því átta ég mig ekki alveg en man samt ekki eftir því að Jón Bjarnason hafi talað á þessum nótum áður hvað varðar fiskveiðistjórnunina...en þetta með ESB var ljóst því Jón Bjarnason er einn eindrægnasti einangrunarsinninn á þingi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Er nema von að þú sért hissa. Ingibjörg Sólrún henti fyrningarleiðinni fyrir björg eftir að hafa verið heiðursgestur á aðalfundi LÍÚ og lýsti því hátíðlega yfir að engar breytingar yrðu gerðar á stjórn fiskveiða í náinni framtíð. LÍÚ á víða skoðanbræður og systur.

Víðir Benediktsson, 28.6.2009 kl. 14:27

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Víðir... þú kannski tókst ekki eftir því... en það kom ný ríkisstjórn, nýr stjórnarsáttmáli og Ingibjörg er hætt. Fyrningarleiðin var ekki á dagskrá í ríkissstjórn Geirs Haarde svo ég muni.

Jón Ingi Cæsarsson, 28.6.2009 kl. 23:14

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Minnir að fyrningaleiðin hafi áður verið nefnd hjá Samfylkingunni en gleymst jafnharðan. Samfylkingin er sú sama þó Ingibjörg sé hætt.

Víðir Benediktsson, 28.6.2009 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband