28.6.2009 | 09:42
Fylgjandi kvótkerfinu og vinur LÍÚ ?
Merkileg staða í ríkisstjórn. Hún hefur lýst sig fylgjandi að endurskoða sjávarútvegsmálin og sérstaklega kvótkerfið og veiðiúthlutanir. Þar hefur fyrningarleiðin verið sett á blað.
En nú situr í stóli sjávarútvegsráðherra Jón Bjarnason Vinstri grænn sem þekktur er af sérkennilegum skoðunum í ýmsum málum. En í málefnum fiskveiða virðst sem skoðanir hans falli sem flís við rass að skoðunum stórútgerðanna og er það merkilegt í ljósi stöðunnnar.
Í dv.is er eftirfarandi texti sem dregur þessa stöðu nokkuð vel saman.
" Þrátt fyrir að LÍÚ-forkólfum og mörgum útgerðarmönnum lítist bölvanlega á fyrningarleiðina sem stjórnvöld hafa boðað geta þau huggað sig við að eiga skoðanabróður í sumum málum í hlutverki sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Jón Bjarnason hefur lýst sig andvígan aðildarumsókn að ESB, sem hefur verið eitur í beinum LÍÚ, auk þess sem hann hefur sagt að ekki verði ráðist í breytingar á fiskveiðistjórnuninni nema í sátt við þá sem eiga hagsmuna að gæta í greininni."
Það er hentugt að eiga skoðanabróður í þessu ráðuneyti ef verja þarf sértæka hagmuni stórútgerðanna. Ekki veit ég hvort menn verða bara svona þegar þeir setjast í þennan stól til að gera sér lífið auveldara eða hvort þeir sjá LÍÚ - ljósið ? Á því átta ég mig ekki alveg en man samt ekki eftir því að Jón Bjarnason hafi talað á þessum nótum áður hvað varðar fiskveiðistjórnunina...en þetta með ESB var ljóst því Jón Bjarnason er einn eindrægnasti einangrunarsinninn á þingi.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er nema von að þú sért hissa. Ingibjörg Sólrún henti fyrningarleiðinni fyrir björg eftir að hafa verið heiðursgestur á aðalfundi LÍÚ og lýsti því hátíðlega yfir að engar breytingar yrðu gerðar á stjórn fiskveiða í náinni framtíð. LÍÚ á víða skoðanbræður og systur.
Víðir Benediktsson, 28.6.2009 kl. 14:27
Víðir... þú kannski tókst ekki eftir því... en það kom ný ríkisstjórn, nýr stjórnarsáttmáli og Ingibjörg er hætt. Fyrningarleiðin var ekki á dagskrá í ríkissstjórn Geirs Haarde svo ég muni.
Jón Ingi Cæsarsson, 28.6.2009 kl. 23:14
Minnir að fyrningaleiðin hafi áður verið nefnd hjá Samfylkingunni en gleymst jafnharðan. Samfylkingin er sú sama þó Ingibjörg sé hætt.
Víðir Benediktsson, 28.6.2009 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.