Ekki ný tíðindi að farþegar skemmtiferðaskipa skili litlu.

Grundfirðingar þurfa ekki að láta það koma sér á óvart að lítið komi út úr farþegum skemmtiferðaskipa. Hér á Akureyri hefur það verið áhyggjuefni alla tíð hversu fáir ferðamenn af þeim fjölda skipa sem til Akureyrar koma eiga viðkomu í bænum sjálfum. Það er þó alltaf einhver smá hluti þeirra sem fara ekki í skipulagðar rútuferðir í Mývatnssveit eða annað en það er örugglega mikill minnihluti.

Þeir sem mest hafa upp úr skemmtiferðaskipakomum eru rútufyrirtæki og hafnarsjóðir... annað er takmarkað, eða í það minnsta verulega minna en það ætti að vera miðað við þann fjölda sem kemur með skipunum.

Ferðamanni á skemmtiferðaskipi er smalað um borð í langferðabíla eins og hverju öðru sauðfé og flutt á staði sem löngu er ákveðnir í skipulagi ferðanna... td fara flestir ferðamenn sem koma með skipum til Akureyrar td í Dimmuborgir og að Goðafossi þar sem þeir geta litlu sem engu eytt..

Leitt ef Grundfirðingar verða af því sem þeir ættu svo sannarlega skilið að njóta við komur skemmtiferðaskipa.


mbl.is Komu ekkert við í bænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Æ nú fæ ég virkilega slæma samvisku yfir því að ég er vanur að stoppa í Baulu á leið minni á Strandir en alveg láðst að láta Hreðavatn njóta góðs af ferðalögum mínum.

Gvuð veri mér syndugum líknsamur...

Jón Bragi Sigurðsson, 25.6.2009 kl. 20:26

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Stór hluti farþega skipa sem koma til Akureyrar fer ekki úr bænum og höfnin hefur stundum gripið til þess ráðs að vera með strætóferðir milli skips og miðbæjar auk þess sem áhafnir þessara skipa fara hvergi nema upp í bæ og sumar verslanir gera út á þetta fólk. Goðafoss, Dimmuborgir og Mýtvatn eru ekki óvinir í þessum skilningi heldur hitt að það er nálægð þeirra sem gerir Akureyri svo eftirsóknarvert sem viðkomustað skipanna svo við skulum bara þakka fyrir það en það má vissulega gera betur til að bærinn njóti hverrar skipakomu betur en það þarf bara að fást leyfi til þess.

Víðir Benediktsson, 25.6.2009 kl. 21:19

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Komur farþegaskipa skila miklu í hafnarsjóð viðkomandi hafnar, en litlu þess utan. 

Með veikingu krónunnar er Ísland orðið kjörinn staður fyrir Evrópubúa til að skreppa hingað versla og skemmta sér.

Þess vegna væri bara meiri háttar að ná hluta af fluginu frá Evrópu beint til Egilsstaða eða Akureyrar. 

Jón Halldór Guðmundsson, 25.6.2009 kl. 21:24

4 identicon

Það er nú ekki rétt hjá þér Jón Ingi að það séu rútufyrirtæki sem græði mest á komum skipa hingað til lands því skipafyrirtækin eru með umboðsfyrirtæki hér sem sjá um allt fyrir þessi skip hér á landi þar á meðal að ráða rútufyrirtæki í vinnu og það veit ég að það mætti hækka taxtann verulega ef rútufyrirtækin ættu að græða á þessum ferðum sem þeir keyra úr skemmtiferðaskipum.

Hlynur Finnbogason (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 22:18

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Víðir.. það hefur lagast með það að fólk stansi á Akureyri en samt fer stærstur hluti farþega í skipulagðar ferðir út úr bænum því miður og kannski höfum við ekki verið nægilega dugleg að markaðssetja bæinn en það er að lagast mikið.

Hlynur... það er verra ef rétt er að rútufyrirtækin eru ekki á græða á þessu... þá er illa komið þeirri miklu fjárfestingu í þeim geira til að mæta þessum toppum á sumrin sem m.a. eru vegna þessara ferðamanna. Það er ekki skynsamlegt að selja þjónustu á undirverði sem skila ekki nægu í fjárfestinguna.

Ég hef sjálfur farið með ferðamenn af skemmtiferðaskipi í skoðunarferð hér á Akureyri og kring því þeir vildu ekki nota pakkann sem þeim var seldur í ferðinni, vildu frekar skoða Akureyri. Í bæklingi sem þau voru með var kynnt Mývatnssveit...hvalaskoðun og fleira og tekið fram sérstaklega að fátt áhugavert væri að sjá í sjálfum bænum Akureyri

Jón Ingi Cæsarsson, 25.6.2009 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband