Þingmenn undir hæl miðstjórnar.

"Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins, sem haldinn var í dag, skorar á þingmenn flokksins að greiða ekki atkvæði með samningi um uppgjör vegna ICESAVE skuldbindinga Landsbankans, á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga."

Berlegar verður ekki opinberað ósjálfstæði og þvinganir þær sem þingmenn Framsóknar búa við. Mann rekur í rogastans að sjá flokk opinbera miðstýringu sína með jafn afgerandi hætti og sjá má í þessari áskorun.

Þingmenn Framsóknarflokksins eiga samúð allra að búa við slíkt.


mbl.is Miðstjórn Framsóknar: Þingmenn styðji ekki Icesave samninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Framsóknarmenn vilja að þóðin ráði , þeir tala um að þjóðin ráði það eru ekki þvinganir

SVEINBJÖRN (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 22:13

2 identicon

Sæll Jón Ingi.

Í guðanna bænum, ertu ekki í stjórnmálaflokki. Hvað er gert á fundum í þínum flokki. Spilaður manni, eða hvað. Ef ég á að taka þig alvarlega, bjóddu upp á bitastæðra blogg.

Ég hef enga samúð með þingmönnum Samfylkingarinnar. Þeir hafa að fúsum og frjálsum vilja ákveðið að ná kjöri sem fulltrúar fyrir stefnu sem er ákveðin á flokksfundum, kjördæmafundum, miðstjórnarfundum og landsfundum eða hvað þeir heita nú allir þessir fundir. Ég var sjáfur eitt sinn í Alþýðuflokknum og síðar Samfylkingunni og veit alveg hvernig kaupin ganga á eyrinni.

En hafðu það nú gott um helgina.

Kv. JAT

Jón Tynes (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 22:18

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

JAT.... þingmönnum Samfylkingarinnar eru ekki sendar svona kveðjur... sá er munurinn.

Jón Ingi Cæsarsson, 14.6.2009 kl. 00:26

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Og hvernig er það með almenna félaga í Samfylkingunni kyngja þeir þessum Icesave samningum?

Það er sama hvert maður fer maður finnur varla nokkurn mann sem þorir að mæla þessu bót.

Sigurður Þórðarson, 14.6.2009 kl. 02:52

5 identicon

Í fyrsta lagi er þetta gömul hefði í Frfl. -- svokölluð handjárn sem banna þingmönnum að ganga gegn samþykktum miðstjórnar (áhugavert í ljósi þess að "nýja framsókn" talar hátt um að leggja af stjórnmál fyrri tíma). Í öðru lagi er þetta gott dæmi um ómerkilegan pópulisma. Þeir segjast engin gögn hafa, en hverjum meðalskynsömum Íslendingi er það ljóst að Icesafe samningarnir eru (a) óumflýjanlegir, (b) það skásta sem okkur stendur til boða (ágæt greining í Rvkbréfi Mogga í dag). Framsókn reiknar málið aftur á móti þannig að líklega verði samningarnir samþykktir (það verður erfitt fyrir Sjálfstfl. að vera á móti því) og þeir verða aldrei vinsælir -- ef allt fer á besta veg munu allir vera búnir að gleyma þeim eftir sjö ár, en ef allt fer illa munu þeir berja sér á brjóst og segja "we told you so". Þeir telja sig því ekki græða neitt á því að styðja samningnana og þykjast vissir um að fá fullt af atkvæðum út á að vera "harðir" og standa gegn þeim sem "vilja selja landið í ánauð". Það sem er sorglegast við þetta er þó það að þegar upp er staðið mun þessi strategía sjálfsagt ganga upp, því að flokkar græða gjarnan á því að elta vindinn í stað þess að sinna skyldu sinni og leiða þjóðina á erfiðum tímum. En pópúlistum er sama um það. Þeir vilja fylgi og hlaupa hiklaust í þá átt sem þeim sýnist helst skila þeim stuðningi í hvert eitt sinn, jafnvel þótt að þeir hlaupi beint inn í blindgötu.

G (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 08:04

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ég á ekki von á því að nokkur þingmaður Framsóknarflokksins eða Sjálfstæðisflokksins greiði atkvæði með IceSlave samningnum.
Það yrði eitthvað sérstakt ef þingmenn Borgarahreyfinarinnar myndu styðja þetta -


Væri ekki bara rétt að leyfa þjóðinni að kjósa um þennan stóra samning ?

Óðinn Þórisson, 14.6.2009 kl. 09:34

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sjálfstæðismenn og Framsókn taka sem sagt undir með Davíð Oddssyni..ekki borga...

Það sem gerist er að Landsbankinn verður látinn skila því sem hann stal af almenningi í Bretlandi og Hollandi... eru menn sem sagt á móti því ??

Jón Ingi Cæsarsson, 14.6.2009 kl. 10:06

8 Smámynd: Víðir Benediktsson

Röng greining Jón. Það er ætlast til að almenningur á Íslandi borgi það sem Landsbankinn stal af fólki í Bretlandi og Hollandi. Ég er á móti því já. Almenningur á nóg með sig þó hann taki ekki á sig skuldir óreiðumanna. Skil ekki undirlægjuháttinn í þessu máli.

Víðir Benediktsson, 14.6.2009 kl. 12:17

9 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Víðir... ég legg til að þú hlustir á það sem er sagt við þig. Eignasafn Landsbankans verður notað til að greiða þetta vonandi að mestu varlegar greiningar á því gera ráð fyrir að það dugi fyrir 75-95% af þessari skuld. Verðmæti þess eru 700 milljarðar og þegar liggja 70 milljarðar inni á reikingi í Englandsbanka þegar losnar um málið við samninga. Það eru afborgarnir af þessu eignasafni sem hafa haldið árfram þrátt fyrir hryðjuverkalög og lokun Breta.

Ég átta mig ekki á hvort þú veist þetta ekki eða er bara í blinda framsóknarupphrópunargírnum. Ef við semjum ekki er úti með aðstoð og stuðning allra okkar vinaþjóða og við sitjum ein í súpunni. Kannski þú viljir snúa þér að samstarfi við Norður Kóreu og Kúbu í efnahagsmálum framtíðarinnar... það sýnist mér.

Jón Ingi Cæsarsson, 14.6.2009 kl. 12:45

10 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Mitt mat er að við eigum tvo kosti í Icesave deilunni.

Annar er að samþykkja það sem búið er að leggja á borðið. Þá geur endurreisn íslansks samfélags haldið áfram. Leiðin liggur upp.

Hinn er að hafna samningnum. Þá verða öll efnahagsleg samskipti við önnur lönd erfiðari. Ég sé ekki hvernig getum haldið áfram að vera í samningnum um Evrópskt efnahagssvæði. Ég sé ekki tilganginn með að vera aðilar að loftlagssamningum eða hvalveiðamál. Við getum eins hundsað ákvæði þeirra. En hvað þýðir allt þetta fyrir okkar útflutning og milliríkjaviðskipti?

Jón Halldór Guðmundsson, 14.6.2009 kl. 12:53

11 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ég er búinn að heyra allar þessar tölur og aðrar verri. Ég heyrði líka rétt fyrir bankahrun að hér væri allt í lukkunnarvelstandi og það frá sjálfum þáverandi viðskiptaráðherra. Hér hefði átt að fara dómstólaleiðina og láta reyna á. Allar siðmentaðar þjóðir  sætta sig við niðurstöðu viðurkenndra dómsstóla svo það ætti ekki að vera áhyggjuefni upp á framtíðina. Svo er það hitt að ég sé ekki hvað það kemur Framsókn við þó maður hafi ekki áhuga á að láta taka sig í þurrt en vissulega er Samfó skíthrædd við Framsóknarflokkinn en það er önnur saga og kemur þessu máli ekki við.

Víðir Benediktsson, 14.6.2009 kl. 16:18

12 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Dómstólaleiðin er ófær... það er margbúið að útskýra það þannig að ég nenni ekki að tyggja það hér.

Skíthrædd við Framsóknarflokkinn ???? ertu í grínstuði núna

Jón Ingi Cæsarsson, 14.6.2009 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818824

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband