Svartnættis-Simmi kallar á þingi

Unnið er hörðum höndum um allt þjóðfélagið að bjarga því sem bjargað verður og koma þjóðinni á beinu brautina á ný. Það er erfitt og tímafrekt starf að reisa við þjóðfélag sem hrundi eftir gengdarlausa einkavinavæðingu Framsóknarflokksins sem hann á skuldlaust ásamt Sjálfstæðisflokki.

En mitt í rústabjörgun þar sem allir hafa hlutverki að gegna predikar svartnættispredikarinn á þingi, Sigmundur Davíð dauða og djöful og hrun til næstu áratuga. Vill að ríkisstjórnin fari frá, líklega svo þeir sem bjuggu til aðstæðurnar fyrir hrunið komist til valda á ný. Sigmundur... menn muna Framsókn..

Ég legg til að formaður Framsóknarflokksins fari að temja sér meiri jákvæðni og bjartsýni því ég hef ekki heyrt hann segja eitt einasta jákvætt orð síðan hann settist á þing. Bjarsýnispillur, gleðinámskeið...bara eitthvað til að draga úr þessum heiftarlegu svartnættiseinkennum.

Ef hann heldur áfram á þessari braut mun festast við hann eitthvað viðurnefni í anda þess sem menn sjá og heyra. Svartnættis - Simmi, Dómsdags - Davíð eða eitthvað í þessum dúr. LoL


mbl.is Hærri skuldbindingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sigmundur Davíð fær engin bjartsýnisverðlaun með þessu áframhaldi:)

Hlynur Hallsson, 11.6.2009 kl. 12:42

2 identicon

Var einmitt að hugsa það sama í morgun. Þarf ekki drengstaulinn að fara komast í frí? Ómögulegt að láta sér líða svona illa dag eftir dag eftir ...

alla (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 12:51

3 identicon

Svartnættis-Simmi, frábært .

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 13:41

4 identicon

Menn eiga sem sagt bara brosa og gera ráð fyrir því að allt sé í himnalagi við endurreisn og stjórn ríkisins, þ.á.m. við samningagerð um stærstu fjárhagslegu skuldbindingu sem íslenska ríkið hefur gengist undir?

Raunsæi og gagnrýnin hugsun eru íslensku þjóðinni nauðsynleg sem ætíð fyrr. Hjarðeðli og foringjahollusta má aldrei gera lítið úr því.

Bjarni Þór Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 16:02

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það er stór munur á raunsærri umræðu og endalausum og rakalausum dómsdagsspám.

Jón Ingi Cæsarsson, 11.6.2009 kl. 18:03

6 identicon

Eitthvað hefur nú komið af svartnættisrausinu síðustu daga frá Svartnættis-Sigmundi Erni ef grannt er skoðað.

Ágúst Jónatansson (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 19:19

7 identicon

Jón Ingi, ef þú hefur ekki fundið skynsamar efasemdir um Icesave-samninginn og rök gegn undirritun hans, er mér ljúft og skylt að benda þér á þetta til að byrja á:

Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórmálafræðingur og forstöðumaður Evrópufræðasetursins á Bifröst, um málið: http://mogginnminn.is/mm/frettir/innlent/2009/06/07/oskiljanleg_akvordun_stjornvalda/

Grein eftir Ágúst Þórhallsson, hdl., um tækifæri og ógnanir samningsins: http://www.amx.is/pistlar/7655/

Ítarleg greinagerð Jóns Helga Egilssonar, doktorsnema í hagfræði: http://pressan.is/Pressupennar/Lesagrein/ellefu-firrur-um-icesave/

Kjarnyrtur punktur Jónasar Kristjánssonar, frv. ritstjóra: http://www.jonas.is/leidarar/greininp.lasso?id=11819

Og loks bloggskrif Sigmundar Davíðs: http://sigmundurdavid.eyjan.is/

Bjarni Þór Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 23:36

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Er einhver ánægður með þetta Icesavemál Bjarni Þór... ekki ég ekki þú ekki nokkur maður.

En ég er að skrifa um svartnættisrausið i Sigmundi Davíð.. ekki bara í þessu máli heldur öllum... þá meina ég öllum þeim málum og umræðum sem hafa verið á dagskrá... þú mættir linka inn á mig einhverju jákvæðu sem hann hefur sagt eða framkvæmt síðan hann settist á þing.

Jón Ingi Cæsarsson, 12.6.2009 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband