Ósvífin, óábyrg fullyrðing.

"Sagði Þór að þessi skuld myndi væntanlega leggjast með fullum þunga á Íslendinga vegna þess að svokallaðar eignir Landsbankans í Bretlandi væru sennilega ekki til."

Það bætir ekki stöðu mála að þingmenn geri sér leik að því að bera á borð þvílíkan þvætting. Heldur maðurinn virkilega að engar eignir séu til í Bretlandi eða er hann vísvitandi að sá fræjum í pólitískum tilgangi.

Það hafa hundruð sérfræðinga komið að þessu máli og það er óboðlegt að menn sem vilja láta kalla sig ábyrga þingmenn haldi fram þvílíkum þvættingi.

Þetta er lítilsvirðandi fyrir alla þá sem lagt hafa nótt við dag í marga mánuði í þessum máli. Mér fyndist við hæfi að maðurinn bæði það fólk afsökunar á þvílíkum aðdróttunum sem í þessum málflutningi felast. Þar á ég sérstaklega við alla þá sérfræðinga sem kallaðir hafa verið til leiks og ráðgjafar.


mbl.is Samið af sér með skammarlegum hætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

http://velstyran.blog.is/blog/velstyran/entry/892372/#comment2451072

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.6.2009 kl. 17:32

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þú hlýtur að vera grínast Jón Ingi. Það er ekki boðlegt að Samfylkingarfólk reyni að verja þessar gjörðir eins og þú gerir.

Guðmundur St Ragnarsson, 8.6.2009 kl. 17:46

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég ekki að verja neitt... ég er að gagnrýna fullyrðingu um að

 " eignir Landsbankans í Bretlandi væru sennilega ekki til."

Það þvæla sem ekki er boðleg og móðgun við þá embættismenn og sérfræðinga sem að þessu hafa unnið.

Jón Ingi Cæsarsson, 8.6.2009 kl. 18:14

4 identicon

Hann segir "sennilega ekki til" og ég er sammála honum. Getur þú t.d. nefnt fsteign eða fyrirtæki í Bretlandi sem er í eigu Landbankans? Eignir Landsbankans í Bretlandi eru "sennilega" verðlausir pappírar með veði í öðrum verðlausum pappírum. Akkúrat eins og það á að vera. Bíddu bara rólegur!!!

Embættismenn og sérfræðingar sem hafa verið að í átta mánuði án niðurstöðu. Halló...... Það er dýr spaug að vera auðtrúa.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 18:27

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hlustið hér....

Mokið ykkar flór



 ...ekki ráðast á fólkið sem "mokar flórinn"?

...og spyr hvort ekki eigi að mótmæla á öðrum stað?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.6.2009 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 818170

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband