Óþolandi bull í stjórnarandstöðuþingmönnum.

Guðlaugur Þór byrjar að blaðra um að Þjóðverjar hafi verið að hóta Íslendingum og spinnur upp eihverskonar lygaþvælu. Samsæriskenningar virðast fjöldaframleiddar á stjórnarandstöðuheimilinu og allt gert til að skapa óróa og tortryggni.

Af hverju formaður viðskiptanefndar ákveður síðan að slást í för með Gróu á Leiti og tekur undir málflutninginn. Það væri ráð að stjórnarþingmenn, svo ekki sé talað um formann nefndar að þeir tali saman og láti ekki stjónarandstöðuna leiða sig á villigötur í umræðunni.

Mér sýnist að þarna sé á ferðinni enn ein tilraun Sjálfstæðismanna við að sá eitri og tortryggini í huga landsmanna. Þeir hafa verið æði duglegir við það að undanförnu og það ber að taka með varúð því sem þingmenn þeirra eru að bera á borð fyrir fjölmiðla...

Þetta er leitt og óábyrgt þegar við þurfum á samstöðu og eindrægni að halda.


mbl.is Þjóðverjar hafa ekki hótað Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar

Varaformaður viðskipanefndar Magnús Orri sagði í útvarpsviðtali að það væri mjög mikið að gera hjá viðskiptanefnd. Það kom örum nefndarmönnumá óvart vegna þess að nefndin hafði ekki verið kölluð saman. Það sem þú kallar að stjórnarandstaðan sé að spinna upp lygavef er því ekki rétt , heldur eru ráðherrar og þingmenn stjórnarflokkanna trekk í trekk að vera uppvísir að vera með yfirlýsingar sem ekki standast og hafa þurft að draga þær til baka. Tökum nokkur dæmi: Jóhanna Sig" Við munum slá skjaldborg um heimilin" Steingrímur J ; Þjóðin á vona á stókostlegri niðurstöðu í Icesavemálinu; Gylfi M. ; Vexir munu lækka hratt ; Steingrímur J ; Ég á von á verulegri vaxtalækkun í júní; svo eitthvað sé nefnt. Vanhæf ríkisstjórn

Ingvar

Ingvar, 1.6.2009 kl. 23:47

2 Smámynd: Hörður Einarsson

Formaður viðskiptanefndar þekkir væntanlega samstarfsflokkinn, og treystir honum ekki betur en þetta, ég skil ekki af hverju pósturinn/bréfið er ekki gert opinbert til að taka allann vafa, nema eitthvað gruggugt sé á ferðinni.

Hörður Einarsson, 1.6.2009 kl. 23:48

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Getur varla verið mikið mál að birta þetta fjandans bréf og taka af allan vafa. Allt pukur er tortryggilegt ekki síst nú á tímum þega allt á að vera uppi á borði. Sé engan mun á þessari stjórnarandstöðu og öðrum sem ég man eftir.

Víðir Benediktsson, 2.6.2009 kl. 00:27

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Það er allt uppi á borði hjá þessari ríkisstjórn Víðir, borðið finnst bara ekki.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 2.6.2009 kl. 02:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 818122

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband