Reynir að tefja málið og drepa á dreif.

Geðvondur formaður Sjálfstæðisflokksins mætir í pontu og kvartar. Þetta er formaður flokksins sem snérist í hringi í þessu máli og ekki var hægt að mjaka tommu í síðustu ríkisstjórn. Illa undirbúin segir hann. Þetta er málflutningur sem hæfir ekki Bjarna því hann veit betur.

Markmið og vinna við þessi mál verður flókin og mun taka nokkuð langan tíma, vonandi þó ekki of langan. Allt það sem Bjarni og Sjálfstæðisflokkurinn vill láta ræða og festa í erindið í málaflækjum og vinnu sem mun fara fram í sérfræðiteimi sem falið verður að vinna þetta mál.

Það er algjör óþarfi að þvæla málið inni á þinginu og láta misvitra þingmenn fjalla um sérfræðiatriði. Þeirra er að koma málinu af stað... fela það sérfræðingum og taka svo við því til umræðu þegar drög og skilgreiningar liggja fyrir. Með fullri virðingu fyrir Bjarna og félögum veit ég að hann og þeir hafa afar takmarkaða þekkingu og möguleika að takast á við efnisatriði þessa ferlis.

Bjarni hefur verið sorglegur frá því hann varð formaður Sjálfstæðisflokksins. Geðvondur, illa ígrundaður og talar aldrei eins og hann beri þjóðarhag fyrir brjósti... hann er starfsmaður flokksins og aktar sem slíkur. Þessi málflutningur hans er því fyrst og fremst flokkshagmunatengdur en ekki verið að hugsa um þjóðarhag.


mbl.is Óskiljanlegt og illa undirbúið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Björn

Alltaf gaman þegar Samfófólk talar um að aðrir flokkar snúist í hringi með málfefnin.  Grátbrosleg satt að segja. 

Er það þjóðarhagur að ganga í ESB?  Er það ekki bara einhliða ákvörðun villuráfandi Samfófólks, að svo sé?

Þú talar svo um að Bjarni sé sorglegur.  Líttu nú á eigin flokk fyrst áður en þú segir svona hluti.

Guðmundur Björn, 28.5.2009 kl. 12:54

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Svo voru kvikindin að hækka gjald á bensín og olíu. Rétt einsog það sé það sem heimilin í landinu þurfa á að halda.

Víðir Benediktsson, 28.5.2009 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband