Flokkshagsmunakeyrsla íhaldsflokkanna.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur leggja mikla vinnu í að vinna flokkshagsmunum sínum gagn. Máflutningur þeirra er afar óábyrgur og snýst fyrst og fremst að því að gera aðgerðir og vinnu ríkisstjórnarinnar erfiðari. Þar eru þessir flokkar fyrst og fremst að þjóna flokkslegum hagsmunum sínum og er slétt sama þó þeir séu að tefja og drepa á dreif því sem er að gerast á þinginu.

Mér finnst þetta eiginlega svolítið sorglegt og þjóðin fær þarna að sjá hvernig þessir flokkar hugsa og vinna. Það eina sem skiptir máli er að þjóna lund og stefnu flokkanna. Þeim er slétt sama um þjóðarhag og ég held að þeir myndu frekar reyna að trufla og tefja þjóðþrifamál og aðgerðir frekar en vera ábyrgir og róa með ríkisstjórninni fram veginn.

Ef þessir flokkar ná saman um einhverja tillögu sem eingöngu er ætlað að rugla og tefja mál þá sést sem aldrei fyrr hversu flokkshagsmunir ráða ferð hjá þessum grátlegu valdaflokkum.

Áherslur þeirra í ESB málum er afar ólík og ef þeir ná saman um eitthvað er það samkomulag um flokkshagsmuni en ekki þjóðarheill.

Ef þeir halda að þetta verði til þess að einhverjir þingmenn VG hlaupi til og styðji tillögu þeirra er heimskuleg hugsun. Dettur einhverjum manni í hug að einhver þingmaður VG væri svo skyni skroppinn að styðja gömlu hægri valdaflokkanna. Slíkur stuðningur þingmanna VG steindræpi þann sama þingmann, pólitískt, samstundis og hann þyrfti örugglega að leita sér að nýrri vinnu næst er kosið yrði.

Líklega hjálpar þessi meinta tillögusmíð okkur sem viljum að þjóðin fái tækifæri til að segja sína skoðun á þessu þjóðþrifamáli.


mbl.is Sameiginleg ESB-tillaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hrellir

"Nýja Framsókn" minnir óneitanlega á forvera sinn. Til hvers voru þeir eiginlega að samþykkja stuðning við aðildarviðræður á flokksþinginu í janúar? Sigmundur Davíð skorar hátt á vonbrigðalistanum enda gömul Framsóknarsál í sauðargæru.

Sigurður Hrellir, 27.5.2009 kl. 21:00

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Á ekki bara að setja lög í landinu sem banna öllum öðrum en Samfylkingunni að tjá sig? þetta lýðræði virðist hvort eð er bara vesen.

Víðir Benediktsson, 27.5.2009 kl. 23:27

3 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Hér sannast hið rétta eðli SF. Það er auðvitað algjört bull að þjóðin fái á lýðræðislegan hátt að kjósa um hvort við sækjum um aðild eða ekki. Þetta er laukrétt hjá Víði. Það er bara lýðræði samfylkingarinnar sem á að gilda fyrir okkur öll.

Sigurður Sveinsson, 28.5.2009 kl. 07:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 818187

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband