Barbabrella ??

Ég er ekki mikill hagfræðingur þegar kemur að hinum flóknari hlutum þeirrar greinar. Þó finnst mér að umræða um handvirkar lausnir einhvernveginn í barbabrellustíl sem séu svona í ætt við að pissa í skó sinn.

Í gamla daga var það vinsælt efnahagsúrræði að fella gengið handvirkt. Stundum um tugi prósenta. Það voru svona handvirkar barbabrellur sem skiluðu augnabliksávinningi en engu til lengri tíma. Voru jafnvel til stórtjóns.  Ég er svolítið hræddur um að svona aðgerð sé svipaðs eðlis.

Allir sem vilja viðurkenna það vita að krónan er búin að vera. Við verðum ekki með íslenska krónu lengur en þarf. Hún mun alltaf verða okkur fjötur um fót, sama hvað þjóðernissinnar í stjórnmálunum segja. Við verðum að hefja aðgerðir strax sem miða að því að gjaldmiðill Íslands verði evra. Annað er óraunhæft og utan sjónmáls.

Þangað til verðum við víst að sitja í þessari súpu. Hvort menn þora svo að bragðbæta þessa súpu með skammtímalausnum og barbabrellum er síðan önnur saga og þarf verða að vera með í ráðum menn sem hafa vit á því sem þeir eru að gera. Þetta er ekki flokkspólitískt mál, þetta er ekki mál verkalýðshreyfingarinnar, þetta er mál hæfustu sérfræðinga sem hafa vit á því sem þarna verður gert til að það leiði ekki til skaða þegar upp verður staðið.


mbl.is Ekki raunhæft að festa gengið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Jón Ingi, hvar hefur þú alið manninn að undanförnu ? Flestir eru sammála um (jafnvel sannir EU-sinnar), að EVRAN (ofmetnasta mynt í heiminum) sé fyrst í sjónmáli eftir 8-10 ár ! Ætlar þú að taka Evruna upp í trássi við Brussel-auðvaldið ? Mér þykir þú svalur kall !

Með kveðju frá Siglufirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 27.5.2009 kl. 11:30

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Að hluta til ert þú með réttan skilning Jón Ingi. Seðlabankinn er verkfæri "torgreindrar peningastefnu (discretionary monetary policy) og hann gefur út sýndar-pening (fiat money). Barbabrellur seðlabankanna er ég vanur að nefna hókus-pókus og niðurstaðan er alltaf gengisfall og verðbólga.

Lausn okkar er ekki fólgin í Evrunni, sem er bara annar sýndar-peningurinn, þótt myntsvæði hans sé stærra og hugsanlega stöðugra en Krónunnar. Okkar lausn er fólgin í "fastgengi undir stjórn Myntráðs", sem gefur okkur 100% stöðugleika.

Sjá meira hér: http://altice.blog.is/blog/altice/entry/885488/

Loftur Altice Þorsteinsson, 27.5.2009 kl. 14:08

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Nei Kristján... upptaka evru kemur í kjölfar inngöngu í ESB ... aðild að myntbandalaginu fylgir þegar við erum hæf og tilbúin til að taka upp aðra mynt. Loftur... fastgengi er hókus pókus eins og þú kallar það...

Jón Ingi Cæsarsson, 27.5.2009 kl. 17:45

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Nú ert þú ekki alveg nógu nákvæmur í orðalagi Jón Ingi. Fastgengi undir stjórn myntráðs er ekki hókus-pókus, það er hins vegar það sem seðlabankar nefndu í gamla daga "fastgengi", en fræðimenn nefna í dag "tyllingu".

Við höfum enga ástæðu til að bíða eftir ESB til að taka upp "fastgengi undir stjórn myntráðs". Þetta getum við gert strax og komið þannig á efnahagslegum stöðugleika og leyst mörg önnur vandamál nær samstundis.

Ekki láta pólitíska rétthugsun villa þér sýn, Jón Ingi. Leysum viðfangsefnin eftir röð, þau mikilvægu fyrst. Evrópusambandið getum við skoðað eftir 100 ár.

Loftur Altice Þorsteinsson, 27.5.2009 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 818220

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband