Þingmenn allra flokka í sóló.

 Merkilegt að fylgjast með þingmönnum þessa dagana. Hver um annan þveran eru þeir að tjá sig þvert á stefnu og ákvarðanir flokkana. Það eru uppi ýmsar stefnur og skoðanir á þinginu þessa dagana og hver þingmaður stefnir sína leið enda ekki bundnir af neinu nema skoðun sinni.

"Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins í suðurkjördæmi, lét hafa eftir sér á fundi Heimssýnar, félags sjálfstæðissinna í Evrópumálum, á Selfossi í gær að þingmenn Framsóknarflokksins gætu ekki stutt þingsályktunartillögu um að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið sem stendur. Hún væri ekki byggð á þeim skilyrðum sem Framsóknarflokkurinn setti fyrir aðildarviðræðum. Frá þessu er greint á Pressan.is."

Einn af nýju þingmönnum er tuktaður af varaformanni Framsóknarflokksins í dag. Hann er minntur á að hann muni fylgja stefnu flokksins eins og Birkir Jón varaformaður segir orðrétt á mbl.is. Þingmenn og ráðherrar VG keppast við að sýna hvað þeir eru töff og engum háðir. Blekið er ekki þornað á ríkisstjórnarsamkomulaginu en þeir fara að tala hver með sínu nefi... enda ekki bundnir af neinu nema sannfæringu sinni.

Ég hef einhvernvegin á tilfinningunni að þetta verði erfitt þing og þingmenn eigi erfiðara með það en oft áður að fylgja flokkslínum.


mbl.is „Munum fylgja stefnu flokksins"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 818078

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband