Barátta gegn framþróun.

Sá mynd frá þessum fundi í sjónvarpsfréttum í gær. Meðalaldur sýndist mér vera nærri 80 ára og þarna voru saman komnir frægir úrtölumenn og nöldrarar eins og Ragnar Arnalds.

Þarna virtust hafa náð saman fáeinir ( fundurinn var afar fámennur ) andstæðingar ESB, fólk sem hefur ekki hugmynd um það sem það er að fjalla um. Það veit enginn hvað er í boði og það sem stjórnvöld ætla að gera núna er að fara af stað og kanna það hvort grundvöllur er fyrir samningi.

Þessi hópur, Heimsýn, virðist hafa það á stefnuskrá sinni að koma í veg fyrir að kannað sé hvort hagkvæmt sé fyrir Íslendinga að ganga þarna inn og til liðs við næstum 30 aðrar Evrópuþjóðir Síðan færi sá samningur ef næst í þjóðaratkvæði.

Þessu ætla þessir menn að berjast gegn og fátt annað um það að segja en það lýsir þröngsýni, afturhaldi, andlýðræðislegri hugsun og hugleysi.

Það fer vel á því að Eyþór Arnalds ( skyldi hann vera skyldur Ragnari Arnalds ) leiði þennan úrtölu og kverúlantahóp.


mbl.is Heimssýn opnar útibú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Það er rétt . Eyþór Arnalds er bróðursonur Ragnars Arnalds...

Sævar Helgason, 21.5.2009 kl. 14:13

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Fordómar margra gegn þeim sem efast um ágæti ESB aðildar koma ágætlega fram í þessari færslu.

Axel Þór Kolbeinsson, 21.5.2009 kl. 14:24

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það þjónar ekki hagsmunum Íslands að gangi í ESB - Og vona ég að þingmenn segi NEI við þingsálykturartillögunni um að ganga til viðræða við ESB -

Óðinn Þórisson, 21.5.2009 kl. 14:51

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Axel... ég veit ekkert um hvað við getum fengið við aðildarviðræður og ætla mér ekki að dæma það fyrirfram af tilfinningaástæðum... þess vegna vil ég viðræður.

Þeir sem vilja ekki kynna sér mál og ákveða fyrirfram að eitthvað sé ómögulegt eru ekki skynsamir.

Jón Ingi Cæsarsson, 21.5.2009 kl. 14:53

5 Smámynd: Víðir Benediktsson

"Vitum ekki hvað við fáum" eru að verða ansi lúin rök. ESB eru engin leynisamtök og það sem okkur verður boðið upp á er copy paste af þeim samningum sem aðrar þjóðir hafa gert. Þeir sem vita ekki hvað við fáum ættu því bara að lesa þá samninga. Engar undanþágur, engin frávik sagði Olli Rehn á dögunum og bætti við að íslendingar yrðu að gangast undir sjávarútvegsstefnu ESB. Þetta er ekki svo flókið auk þess sem ég persónulega myndi ekki láta út úr mér að Ragnar Arnalds viti ekki sínu viti. Býsna glúrinn karl.

Víðir Benediktsson, 21.5.2009 kl. 18:59

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Samfylkingin sem er greinlega ekki læs á erlendar tungur  eða með yfirmeðalgreint fólk á sínum vegum, ætti að gera sér grein fyrir því að yfirstéttin í EU: ES eru engir aukvisar. Íslendingar eru búnir að fórna of miklu í þetta einokunarsamband. 80% af öllum innflutningi kemur frá EU. Dýrustu útflutnings efnahagsheild á jörðunni.  Stór hlut þjóðarinnar er búin að kynna sér þessi mál. Nefndin í Brussel er bundin af þeim verklagsreglum og lögum sem komin eru fram í undangengnum samningum nú síðast Lissabon.

Fyrir utan Íslensku ES:EU innflutnings [og útflutnings] fjölskyldurnar hafa Íslendingar afar litla sameiginlega efnahagslega hagsmuni  með ES og þeirri stéttaskiptingu sem þar ríkir. Við erum með einhæfan hráefnisútflutning meðan EU bíður upp á dýrustu fullvinnsluna.

Júlíus Björnsson, 22.5.2009 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 818146

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband