Hreinar meyjar á fjóshaug fortíðar.

Það er fyndið í aðra röndina að heyra formann Framsóknarflokksins tala eins og Sigmundur gerði í gærkvöldi. Hann var eiginlega að lýsa Framsóknarflokknum eins og hann hefur alltaf verið.

Framsóknarflokkurinn er eimitt valdsækinn smáflokkur og ráðherrar hans svo sannarlega söfnuðu völdum á eigin hendur.  Það þarf ekki að fara langt aftur til að skoða söguna þegar upp dúkka gjörningar Halldórs Ásgrímssonar í málefnum Írak og kvótamálum. Margt annað má nefna og líklega yrði sá listi langur ef saman væri tekinn. En það þarf í sjálfu sér ekki... menn muna Framsókn.

Sigmundur hefur valið sér það hlutverk að tala eins og hrein meyja í pólitík. Hann datt af himnum hreinn og óspjallaður... gallinn við það fall að hann magalenti á fjóshaug íslenskra stjórnmála og þegar það gerist er vandi á höndum. Jafnvel hreinustu meyjar útatast við að lenda á fjóshaug fortíðar.


mbl.is Valdsækin ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 819350

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband