Sjálfstæðisflokkurinn mun verða á móti.

Það er bjarföst skoðun mín að Sjálfstæðisflokkurinn mun verða á móti þessu máli hvað sem tautar og raular. Það er líka skoðun mín að þeir Sjálfstæðismenn sem eru þessi fylgjandi fái ekki að greiða atkvæði með tillögu um viðræður vegna flokksaga.

Flokkurinn telur það samrýmast hagmunum flokksins að vera á móti og þá er þeim slétt sama um það hvort þjóðin fær að segja álit sitt á samningsdrögum, hagmunir flokksins verða ætíð þeim efst í huga.

Það er þá alveg álitamál hvort tekur því nokkuð að reyna að nálgast þennan flokk með málið því það muni ekki hafa tilgang.

Svo er það bara verkefni að fylgjast með því hvernig þingmenn þeirra sem eru fylgjandi verða beygðir. Munu þeir sitja hjá eða vera fjarverandi...trúlega blanda af þessu tvennu.

Flokkur framar þjóð er móttó þeirra og þess vegna ættu menn að fylgjast vel með hvað þeir gera og hvernig....

Kannski er einhver þeirra nógu óþægur og sjálfstæður til að styðja aðildarviðræður.... nei annars.. þetta var óraunhæf hugmynd. Errm


mbl.is Það er lengra til sjálfstæðismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Tek undir þessa greiningu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.5.2009 kl. 07:24

2 identicon

Það er skylda sjálfstæðismanna að standa vörð um sjálfstæði þjóðarinnar, láta aumingjagang samfylkingarinnar koma okkur undir stjórn Brussels.

óskar (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 08:12

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Einhverjir hafa verið að velta því fyrir sér hvort Sjálfstæðisflokkurinn kunni að styðja þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um að sótt verði um inngöngu í Evrópusambandið. Skemmst er frá því að segja að forysta Sjálfstæðisflokksins hefur ekki heimild frá landsfundi flokksins til þess að styðja slíka tillögu jafnvel þó hún sjálf væri því fylgjandi auk þess sem stefna hans er skýr, innganga í sambandið þjónar ekki hagsmunum Íslendinga. Í fyrstu drögunum að ályktun um Evrópumál sem lögð voru fyrir landsfundinn í marz sl. var kveðið á um slíka heimild til handa forystunni en henni var hafnað. Þess utan er forysta Sjálfstæðisflokksins bundin af þeirri kröfu landsfundar að ef hreyft verði við Evrópumálunum af öðrum flokkum og tekin ákvörðun um að sækja um inngöngu í Evrópusambandið skuli það borið undir þjóðaratkvæði hvort það skuli gert.

Hliðstæða sögu er reyndar að segja af forystu Framsóknarflokksins. Hún getur ekki stutt umsókn um inngöngu í Evrópusambandið nema þau skilyrði sem flokksþing flokksins setti vegna inngöngu í sambandið verði lögð til grundvallar í viðræðum við ráðamenn í Brussel. Fyrir þessu þarf forysta flokksins að fá einhverja tryggingu sem hún í raun getur ekki fengið nema að vera aðili að ríkisstjórninni. Það er hins vegar ekki í boði og framsóknarmenn hafa ekki beinlínis góða reynslu af því að veita vinstriflokkunum umboð til þess að halda utan um mál án tryggingar um að það verði farið að kröfum þeirra.

Hjörtur J. Guðmundsson, 15.5.2009 kl. 08:45

4 identicon

Athyglisverð greining og ummæli Hjartar. Hjörtur veit auðvitað að ekki er fari nákvæmlega að samþykktum landsfundar. Þær eru stefnumótandi. Einfallt mál væri að kalla til miðstjórnarfundar sem er æðsta val milli landsfundar. Nefni hér til gamans og fróðleiks eina landsfundarályktun sem samþykkt var samhljóða á sunnudagsmorgni: -"Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkir að ekki sé heimilt að efna til rafrænna kosninga í tengslum við alþingis- eða sveitarstjórnarkosningar. Þá verði rafrænar upplýsingasíður að vera takmarkaðar.-" Var þetta ekki 1996, Hjörtur?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 09:18

5 Smámynd: Haraldur Hansson

En hvað með þá Samfylkingarmenn sem eru í hjarta sínu á móti því að fara þessa leið? Fá þeir að greiða atkvæði á móti, eða kemur flokksaginn til skjalanna? Flokkur framar þjóð.

Þó að Samfylkingarmenn séu á einu máli um aðild að ESB þarf enginn að segja mér að allir þeir 20 sem náðu kjöri séu fullkomlega sannfærðir um að úrslit kosninganna 25. apríl gefi stjórnvöldum óskorað umboð frá þjóðinni til að sækja um aðild. Í hópi þeirra hljóta að vera menn sem telja réttara að fara lýðræðislegri leið að markinu í máli sem er jafn risavaxið og þetta. 

Haraldur Hansson, 15.5.2009 kl. 09:48

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Allir þingmenn Samfylkingarinnar styðja aðildarviðræður Haraldur.

Hjörtur..Sjálfstæðisflokkurinn segir... þjónar ekki hagsmunum þjóðarinnar.... hvaðan hefur Sjálfstæðsflokkurinn þá greiningu... ? ekkert hefur verið kannað með þetta hjá ESB

Þessi setning þýðir einfaldlega það sem ég sagði... þarna ætti að standa... þjónar ekki hagsmunum Sjálfstæðisflokksins enda hefur hann ekki heimild til að kveða á um hvað þjóni hagsmunum þjóðarinnar.... það gerir hún sjálf í þjóðaratkvæði... eitthvað sem þig skiljið ekki.

Jón Ingi Cæsarsson, 15.5.2009 kl. 15:39

7 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Er lýðræðislegt að segja að Evrópumálið sé ekki á dagskrá? Er ekki lýðræðislegt að leggja til að Alþingi samþykki að leyfa ríkisstjórninni eða nefnd á hennar vegum að kanna hvað í hugsanlegri aðlid Íslands felst?

Ég tel akkúrat ekkert lýðræðislegt við það að hafa kosti Íslands ekki upp á borðinu.

Jón Halldór Guðmundsson, 15.5.2009 kl. 16:21

8 Smámynd: Víðir Benediktsson

Hvað er í gangi eiginlega? Er bannað að hafa þá skoðun að aðild að ESB þjóni ekki hagmunum Íslendinga? Af hverju er ekki sótt líka um aðild að bandaríkjum norður Ameríku. Það mætti með sömu rökum og Samfylkingin notar í dag segja að það sé ólýðræðislegt að gefa þjóðinni ekki kost á að tjá sig um það. En það er eins og vanalega, menn túlka lýðræði eins og þeim hentar. Það var til dæmis ekki lýðræðislegt samkvæmt greiningu Samfylkingarinnar að leyfa þjóðinni að kjósa um hvort við færum í aðildarviðræður yfirleitt. Það er greinilega ekki sama lýðræði og lýðræði.

Víðir Benediktsson, 15.5.2009 kl. 16:58

9 Smámynd: Haraldur Hansson

Jón Ingi: Ég veit að allir þingmenn S vilja sækja um aðild að ESB og tók það fram í athugasemdinni. Enda var það ekki spurningin sem ég var að velta upp.

Haraldur Hansson, 15.5.2009 kl. 17:08

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Hjörtur er varðhundur flokksræðisins.

Óskar Þorkelsson, 15.5.2009 kl. 18:18

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ég bloggaði um þetta í morgun og ég vona að niðursaðan verði sú að meirihluti þingmanna segi NEI - það verður fylgst alveg sérstaklega með því hvernig þingmenn vg greiða atkvæði -

Óðinn Þórisson, 15.5.2009 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818229

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband