Sjálfstæðisflokkurinn rak slæma kosningabaráttu.

Það var merkilegt að fylgjast með kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins. Ég er vanur því í gegnum árin að þeir hafi rekið vandaða og dýra kosningabaráttu og kynnt flokk og stefnu.

Nú bregður svo við og maður lítur um öxl að kosningabarátta þessa fyrrum stóra flokks var í molum. Stefnuleysi og uppgjöf endurspeglaði það sem þjóðin sá. Frambjóðendur voru lítt sýnilegir enda fengu þeir heldur kuldalegar kveðjur frá kjósendum. Ég skil vel að þeir hafi vilja fela sig inni á kosningaskrifstofum.

Það sem mér þótti ömurlegast var að inn um lúgur landsmanna og í auglýsingum blasti við skítkast og ragnfærslur þar sem lítið var gert úr andstæðingunum en minna fór fyrir þeirra stefnumálum.

Þeir mislásu landslagið.

Þetta skítkast virkaði öfugt á kjósendur og sennilega hafa þeir aukið á eigin refsingu með þessu frekar en hitt. Ég er eiginlega að spá í að safna þessum neikvæða áróðri fyrrum stóra flokksins og eiga það mér til yndisauka. Þetta er sennilega sýnishorn af aumustu kosingabaráttu sem nokkur flokkur hefur rekið... og verður trúlega ágætis safn þegar komið er saman á einn stað.


mbl.is Úrslitin ekki sigur fyrir ESB-sinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband