Að tala kjarkinn úr þjóðinni.

Mér finnst nýr formaður Framsóknarflokksins ekki trúverðugur og ekki líklegur til afreka. Mér finnst hann vera taugastrekkur, svartsýnn og úrræðalítill.

En það er auðvitað mjög skiljanlegt. Hann skortir alla reynslu í stjórnmálum og hefur aldrei fengist við pólitík, efnahagsmál, stjórn landsins, aldrei unnið við stjórnsýslu og svo mætti endalaust telja.

Hann er vafalaust fær í sínum fræðum en þau nýtast honum ekki sem formanni Framsóknarflokksins og stjórnmálamanni sem þyrfti að takast á við stærstu verkefni Íslandssögunnar.

Ég legg til að Sigmundur Davíð hafi hljótt um sig ef hann hefur ekkert fram að færa annað en telja kjarkinn úr þjóðinni.... það er ábyrgðarhluti á þessum viðsjárverðu tímum og svona segir maður ekki nema maður hafi allt á hreinu.

Ég held að Sigmundur Davíð... nýgræðingur í pólitík, hafi vonda ráðgjafa...


mbl.is Sigmundur Davíð spáir öðru hruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Kannski er hann sá eini sem þorir að segja sannleikann. Viljum við ekki heyra hann Jón Ingi? Ef þetta er rétt þá er Jóhanna hin heilaga og Steingrímur að fegra hlutina þangað til eftir kosningar. Vilja kjósendur ekki hafa allt upp á borðinu?

Guðmundur St Ragnarsson, 23.4.2009 kl. 23:42

2 identicon

Ég er ekki stuðningsmaður Framsóknar, en það er dónaskapur að gera lítið úr Sigmundi Davíð því miður hefur hann lög að mæla. Leyndarhjúpur Samfylkingarinnar hylur þetta mál, þar á bæ hafa forystumenn tamið sér að segja almenningi ósatt. Því hvet ég alla til að greiða Samfylkingunni ekki atkvæði sitt.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 00:08

3 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Já, af hverju má aldrei UPPLÝSA þjóðina um SANNLEIKANN?  Bara sú staðreynd að ennþá er verið að "ljúga að okkur & halda leyndum skýrslum" leiðir til skorts á trausti og maður fær í raun bara kuldahroll að hlusta á þessa "atvinnulygara sem eru í stjórnmálum".  Nú á að reyna að "tala upp þjóðarskútuna - alveg eins og reynt var að tala upp svikamyllur bankanna".  Ég frábið mér að vera þátttakandi í slíkum blekkingar leik!  Hélt að nóg væri komið að "sýndarveruleika & lygum", en ég sé að gera á aðra tilraun til að hafa okkur (þjóðina) að bjánum...!  Hingað og ekki lengra, við biðjum um sannleikann, ekki "endarlaust froðusnak..."  Truth will set yOu free..!

Gleðilegt sumar - kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 24.4.2009 kl. 00:11

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég skrifaði þetta blogg bara svona til að athuga hvað ég væri vel vaktaður af flokksmönnum framsóknar... svona af því ég var á listanum yfir bloggara sem væru vondir við Framsókn.

Strákar... ég verð að hæla ykkur... þið standið vaktina.

Jón Ingi Cæsarsson, 24.4.2009 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband