8.4.2009 | 10:39
Eru það draumórar að hér verði byggð fleiri álver ?
Þetta eru iskyggilegar fréttir fyrir okkur hér á landi. Við höfum verið dugleg við að raða eggjunum í sömu körfu og eigum á hættu að hér geti orðið áfall vegna mikils samdráttar í áliðnaði.
En mitt í þessum fréttum öllum eru stjórnmálaflokkar hér sem enn telja byggingu álvera vera lausnina í atvinnumálum. Samkvæmt þessu fréttum sem byggja á heimsfréttum um stöðu mála í greininni eru það í besta falli draumórar að hér verði byggð álver á næstu árum.
Samt er þetta enn á forgangslista td. Framsóknarflokksins að hér verði byggð álver... Helguvík og Bakka.
Sennilega er skynsamlegra að fara að horfa til annarrar stóriðju en álframleiðslu og mér lýst vel á þær pælingar sem þegar eru í gangi með nýtingu orku frá Þeistareykum, og mér skilst að séu í gangi á bakvið tjöldin. Samkvæmt þessari frétt er langt í að byggt verði álver á Bakka... því miður.
Fréttaskýring: Áliðnaðurinn á í vök að verjast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
af hverju "því miður"?
viltu fleiri egg í sömu körfu?
Baldvin Kristjánsson, 8.4.2009 kl. 10:47
Það er heimskreppa og á meðan hún varir verða erfiðleikar í öllum atvinnugreinum sem byggja á útflutningi. Nægir etv. að benda á birgðasöfnun hjá fiskútflytjendum. Uppbygging í áliðnaði hefst aftur þegar rofar til.
Skúli Víkingsson, 8.4.2009 kl. 10:48
Því miður fyrir Húsvíkinga og Þingeyinga
Jón Ingi Cæsarsson, 8.4.2009 kl. 10:53
Nei, Jón, sem BETUR FER fyrir Húsvíkinga og Þingeyinga. Nú opnast möguleiki á að fara að skoða fleiri lausnir í atvinnumálum, t.d. kísilflöguverksmiðju, ef meirihlutinn í Norðurþingi með sveitarstjórann í broddi fylkingar og kratana trítlandi á eftir sér, lætur sér segjast og hættir þessu álbulli.
Björgvin R. Leifsson, 8.4.2009 kl. 12:06
Ég hef heyrt mann sem er virtur kall við virta stofnun tala um að ekki megi leggja öll eggin í sömu körfuna. Það er sjálfsagt rétt hjá honum. En hann sagði líka að lán væru í raun tekjur. Efnahagurinn ekki lengur tengdur framleiðslu "í skítugum djobbum" og að í dag létu menn boltann rúlla á lánum á lágum vöxtum.
Fyrir 3 árum heyrði ég hann segja þetta og hugsaði "Yeah right!"
Með blaðrinu sínu hefur þessi kall tekið þátt í að leggja öll lánsbréfin í eggjakörfuna og hjálpað til við að knésetja efnahag Íslands. Eggin í hreiðrinu sjást ekki fyrir lánsbréfunum sem eru í hrúgu ofan á þeim.
Nú spyr ég bara: Nú höfum við eiginlega tvenns konar egg: Álegg og fiskegg. Eru menn með hugmyndir um annars konar egg sem skilað geta arði? Ekki verður listin útflutningsvara, og túrisminn heldur nú ekki byggðarlögunum gangandi nema að einhverju leyti.
Ólafur Þórðarson, 8.4.2009 kl. 14:37
þó við byggjum eitt stykki álver er ekki þar með sagt að aðrar atvinnugreinar séu út í kuldanum. Álver skapar nokkur hundruð störf en við erum óvart 300.000 Talandi um öll eggin í sömu körfu er gamall VG áróður. Við eru með sjávarútveg, landbúnað, ferðamennsku, járnblendi o.s.frv. það minnist enginn á þessa körfu þegar talað er um að auka ferðamannaþjónustu. Ótrúlegt hvað menn eru tilbúnir að finna áliðnaði allt til foráttu. Sé áliðnaður í vanda er það vegna þess að annar iðnaður er í vanda s.s. bílaiðnaður. það verður ekkert leyst með því að fara í einhvern annan iðnað. Það gilda sömu lögmál. Líka varðandi kísilflögur.
Víðir Benediktsson, 8.4.2009 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.