Formaður með lítinn stuðning.

Það hefur verið fyrir því hefð að formenn Sjálfstæðisflokksins fá afgerandi kosningu. Nú bregður svo við að nýr formaður, Bjarni Benediktsson, nær ekki 60% sem eru tíðindi. Ég held að nýjum formanni hefði líkað það betur að fá meira en aðeins 58% atkvæða.

Ég þekki ekki vel til Sjálfstæðisflokksins en mér þætti fróðlegt að fá það upplýst hvort og þá hvenær formaður Sjálfstæðisflokksins hafi fengið jafn lítinn stuðning og Bjarni Benediktsson fékk í dag.


mbl.is Bjarni kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Er þetta nokkuð óeðlileg niðurstaða þegar fleiri en einn er í framboði? Hvað fékk Ingibjörg mörg prósent umfram Össur á sínum tíma?

Víðir Benediktsson, 29.3.2009 kl. 19:28

2 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Fólk fékk allavega að velja úr fólki til formanns.  Annað en var hjá flokkum sem kenna sig við jafnaðarmennsku

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 29.3.2009 kl. 19:31

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég var nú bara að spyrja hvenær formaður Sjálfstæðisflokksins hefði verið kosinn með jafn litlu fylgi ?? Vitið þið það nokkuð ? Gísli... þú sennilega veist það ekki en það eru allir í kjöri ... þannig að valið stóð um 20.000 manns svona tækinlega séð

Víðir... ég man það ekki þó nokkur 6 og eitthvað.... og enn meiri þegar Össur vann Tryggva.

Jón Ingi Cæsarsson, 29.3.2009 kl. 19:39

4 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þetta hefur ekki gerst síðan Davíð vann Þorstein. Var Það ekki 49-51 eitthvað svoleiðis? Hefur nokkuð verið bardagi um þetta sæti síðan? Þorsteinn vann Friðrik nokkuð örugglega á sínum tíma, man ekki með hvaða tölum.

Víðir Benediktsson, 29.3.2009 kl. 19:50

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þetta er einfaldlega rugl.  Síðasti formaður Sjálfstæðisflokksins sem var kjörinn með svipað eða minna fylgi en Bjarni er kjörinn nú, er Davíð Oddsson, þegar hann hafði nauman sigur á Þorsteini Pálssyni.  Síðan þá hefur ekki verið kosið á milli tveggja sterkra einstaklinga sem hafa boðið sig fram til að gegna formannsstöðu í Sjálfstæðisflokknum.

Það er því ekkert nýtt að formaður í stjórnmálaflokki hafi í kringum 60% fylgi.  Það gildir auðvitað annað þegar aðeins einn er í framboði, rétt eins og Jóhanna nú.

G. Tómas Gunnarsson, 29.3.2009 kl. 19:54

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Rétt Víðir enda bauð Davíð sig fram gegn sitjandi formanni sem voru stórtíðindi og fátíð þarna ef ekki einstök. G Tómas... ég aftur á móti leyfi mér að efast um fullyrðingu um að Geir Haarde hafi fengið jafn lítið fylgi og Bjarni.. hann var jú varaformaður að taka við af Davíð sem var að hætta. Ég man ekki eftir mótframboði þá en má vel vera að svo hafi verið. Annars er þetta ekki langur listi því formenn Sjálfstæðisflokksins hafa gjarna setið lengi.

LeaderFromTo
Jón Þorláksson29 May 19292 October 1934
Ólafur Thors2 October 193422 October 1961
Bjarni Benediktsson22 October 196110 July 1970
Jóhann Hafstein10 July 197012 October 1973
Geir Hallgrímsson12 October 19736 November 1983
Þorsteinn Pálsson6 November 198310 March 1991
Davíð Oddsson10 March 199116 October 2005
Geir Haarde16 October 200529 March 2009
Bjarni Benediktsson29 March 2009Present

Jón Ingi Cæsarsson, 29.3.2009 kl. 20:03

7 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Getur Jón Ingi upplýst af hverju enginn fór fram á móti Jóhönnu?  Ef ég man rétt þá vildi Jóhanna ekki fara í jobbið?  Hún var neydd í þetta.  Mjög jafnaðarmannalegt

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 29.3.2009 kl. 23:26

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Auðvitað er það umhugsunarefni að menn eins og Dagur og Árni Páll hafi hvorugur treyst sér í formanssframboð í sf.

Óðinn Þórisson, 30.3.2009 kl. 16:01

9 identicon

Nafni minn Gísli og Óðinn hafa áhyggjur af forystumálum Jafnaðarmannaflokks Íslands. Nú get ég fullvissað þá að þær áhyggjur eru tilefnislausar. Getið þið ekki fundið eitthvað annað s.s. fjallræða frelsarans?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband