22.3.2009 | 20:07
Til atlögu við ættarveldið... spái 60% 40% fyrir Bjarna.
Kristján Þór er brattur. Hann kýlir á það og leggur til atlögu við ættarveldi og valdstjórn Sjálfstæðisflokksins. Hann fór í Þorgerði til varaformanns og uppskar 30% að mig minnir.
Hann hefur engu að tapa... er ekki inn hjá foringjaklíkunni fyrir sunnan og hefur aðeins fengið léttvæg verkefni og kom ekki til greina sem ráðherra í síðustu ríkisstjórn.
Kristján er ekki brattur að ástæðulausu. Hann á undir högg að sækja í kjördæminu og Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að mælast afspyrnu illa. Ólöf Nordal flúði suður því henni var ljóst að þriðja sætið í NA var í alvarlegu uppnámi.
Það er því nauðsynlegt fyrir Kristján Þór að skora á einhverjum vettvangi og þarna er tækifæri fyrir hann.
Ég hef að vísu enga trú á að hann vinni og spái 40-60 fyrir Bjarna Ben með alla flokks og ættarklíkuna á bak við sig.... en þetta er hugrekki hjá Kristjáni og ef hann tapar er þetta líklega síðasta kjörtímabil hans á þingi.
Kristján Þór í formannskjör | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kristján er knár og brattur
kýlir á bratta völ.
Ránfuglinn reittur, fattur
flokksins er pína og kvöl.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 21:19
Sæll Jón Ingi
Ég er þess fullviss að þetta verður ekki svona öruggt hjá Bjarna. Ég tel að Kristján eigi meira en raunhæfan möguleika. Það er alveg ljóst að margir vilja að flokkurinn breyti um ímynd og verði alþýðlegri og mannlegri. Ég tel að kosningarnar muni ekki að öllu leiti snúast um persónurnar sjálfar heldur fyrir það hvað þessir menn standa fyrir. Ég tel að Bjarni eigi eftir að tapa á því að koma úr forminu og vera þar að auki nánast mini me af Geir Haarde. Auk þess má ekki gleyma því að Kristján Þór hefur margfalt meiri reynslu af stjórnmálum en Bjarni. Bjarni er vænsti maður og framtíðar forustumaður en hans tími er ekki kominn. Við landsbyggðarfólkið verðu að hætta að líta svo upp til höfuðborgarsvæðisins að við teljum að þaðan þurfi allt gott að koma.
Kveðja ÞL
Þráinn Lárusson (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 22:30
Gísli Baldvin, það er ljóðstafavilla í seinni hluta vísunnar hjá þér.
Emil Örn Kristjánsson, 22.3.2009 kl. 23:11
Einar Örn. Þetta er svokölluð Gísl-henda, sjá annað dæmi:
Gísli er býsna góður,
glettinn og fróður
Bloggar eins og óður
- Samfylkingafóður.
Benedikt V. Warén, 23.3.2009 kl. 09:06
Emil Örn...... átti að standa hér fyrir ofan - afsakaðu!
Benedikt V. Warén, 23.3.2009 kl. 09:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.