Grjótkast úr glerhúsi.

Hinn nýji formaður Framsóknarflokksins viriðst halda að til hafi orðið nýr flokkur þegar hann tók við. Fortíð Framsóknarflokksins er þyrnum stráð. Þetta er flokkurinn sem mætti í kosningar með yfirborðs og sýndalausnir og hékk með því á völdum í 12 ár samfleytt. Afrekaskráin og afleiðingar þeirra grunnhyggnislegu yfirboða er bankahrun, hrikaleg skuldasöfnun heimiila og fyrirtækja eins og fram kom í gær.

Margt þessa er beint afsprengi hugmyndafræði og spillingar Framsóknarflokksins. Skuldsöfun sú er leitt hefur okkur að þeirri stöðu sem er í dag hófst af fullum krafti á árunum um 2003 þegar Framsóknarflokkurinn hafði í gegn stefnu sína um að gefa vildarvinum helmingaskiptastjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks bankana.

Og enn heldur Framsókn áfram og býður nú öllum flatan niðurskurð á skuldum sem flestir sérfræðingar, innlendir sem erlendir hafa afgreitt sem fáránlegar og óréttlátar.

Þó Sigmundur telji það vænlegt til árangurs að ráðast að Samfylkingunni og skjalla VG reikna ég varla með að kjósendur séu búnir að gleyma Framsókn og það glamrar í glerhúsi þeirra við orðagjálfur formannsins.

Kannski hefur hreinlega gleymst að upplýsa formann Framsóknar um söguna og ábyrgð flokksins á hremmingum íslenskrar þjóðar.


mbl.is Samfylkingin „loftbóluflokkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þar skeit nú beljan sem ekkert rassgatið hafði! Þetta var það fyrsta sem kom í huga mér þegar ég las þessa frétt. Ég trúi ekki að Sigmundur sé týpískur framsóknarmaður því ég er ekki vanur svona framkomu frá þeim framsóknarmönnum sem ég þekki og umgengst. Ég ætla líka rétt að vona að stjórnmálin séu ekki að fara snúast upp í svona ómálefnanlegan flutning og rógburð eins og Björgvin lenti t.d. í. Skil ekkert í fullorðnu fólki að láta sér detta í hug að bera út lygasögur um náungann. Munið að það sem þið sendið frá ykkur kemur til ykkar aftur og oftast margfalt.

Burkni (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 07:46

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Hvar er "Fagra Ísland" sem fleytti Samfylkingunni áfram í síðustu kosningum og hvernig fóru þið með ykkar fólk sem stóð fyrir grænu ímyndinni í flokknum. Hvernig komu Dofri, Þórunn og Mörður undan "vetri" í forvalinu. 

"Fagra Ísland" er skólabókadæmi um loftbólu, sem núna er sprunginn og var aldrei nein innistæða fyrir.

Fyrirtæki og einstaklingar, sem eru búin að drulla upp á bak, grípa gjarnan til þess ráðs að skipta um kennitölu og halda þar með að fortíðin sé útstrikuð og allur skíturinn kominn undir græna torfu.  Þetta gerðu Allaballar og Kratar með því að stofna Samfylkinguna.

Framsóknarmenn eiga sína fortíð og lifa með henni.  Þar er ýmislegt, sem ekki er eins og best verður á kosið á meðan annað er mjög gott, eins og t.d. að byggja upp og styrkja Akureyri.

Benedikt V. Warén, 19.3.2009 kl. 08:51

3 identicon

Hvaða atvinnustyrkingu kom frúin á Lómatjörn með, Benedikt?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 13:42

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Gísli. Þú mannst það auðvitað ekki, vegna þess að það var ekki í skjóli Vaðlaheiðarinnar. 

Kárahnjúkavirkjun og álver í Reyðarfirði átti Valgerður meiri heiður af en aðrir stjórmálamenn.  Í því máli var ein stefna í gildi hjá Framsókn, en ekki eins og hjá Samfylkingunni, stefnan að vera á móti virkjunum í Reykjavík en með virkjunum á Austurlandi.

Benedikt V. Warén, 19.3.2009 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband