Að skilja sinn vitjunartíma.

Það er gott að Jón Baldvin sé hættur þessu brölti. Það er eiginlega undarlegt hversu mikinn áhuga fjölmiðlar hafa haft á kokhreysti félaga míns. Jón Baldvin átti sinn tíma. Það var fyrir 15-25 árum þegar hann var frumkvöðull og mikill baráttujaxl fyrir nýrri hugsun og sýn.

En pólitísk endurlífgun er ekki það sem þjóðin þarf nú. Hún þarf nýja kynslóð stjórnmálamanna sem taka við kyndlinum til framtíðar. Jón Baldvin er "grand old man" sem nýjir leiðtogar eiga að hafa til ráðgjafar og aðstoðar. Jóhanna mun ljúka því verkefni sem hún hefur tekið að sér en síðan bíða nýjir menn og nýjir tímar handan hornsins.

Ég skynja það að svona undir niðri hafi Jón Baldvin haft gaman af áhuga fjölmiðla og hefur örugglega glott út í annað að þeir tryðu því raunverulega að hann ætlaði í formannskjör og væri tilbúinn í raun og veru að leiða Samfylkinguna næsta áratug eða svo.

Mér þykir líklegast að þetta hafi verið nokkuð vel heppnaður hrekkur hjá gamla Alþýðuflokksformanninum og ætlað sérstaklega til að skemmta blaðamönnum.  Tounge


mbl.is Jón Baldvin ekki í formannsframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 818655

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband