Útreið Gríms Atlasonar.

Ég er hissa og þó ekki. Þetta er í sjálfu sér ekki prófkjör þar sem kjósendur hafa eitthvaða að segja. Þetta er röðun flokkseigendafélagins í sæti.

Ég var nú svo grunnhygginn að ég hélt að maður eins og Grímur Atlason gæti komið með ferska strauma inn í svona flokk sem er í sjálfu sér lítið annað en klíka í kringum flokkseigendafélag.

En VG er ekki á því að leyfa það og því fékk Grímur Atlason ótrúlega meðferð og hafnar í sjötta sæti. Ég mun líklega seint skilja hugsunarhátt VG þegar kemur að lýðræði og opnum umræðum og pólitík.

Þetta ætti aftur á móti að gefa Samfylkingunni í NV kjördæmi sóknarfæri því allt annar bragur er á þeim lista en þeim sem VG ætlar að stilla upp á þessu svæði.


mbl.is Jón Bjarnason leiðir í NV-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála þér um að ég vildi sjá Grím ofar, helst í öðru sæti, en svona fóru nú kosningarnar og þetta kemur ,,flokkseigendafélaginu" (hvað sem það nú er) ekkert við. Þetta eru tölulegar niðurstöður úr kosningu flokksbundinna VG félaga. Svo á eftir að sjá hvað kjördæmisráð gerir með þetta.

Þetta kemur því ekkert við hvað VG leyfir. Þetta eru úrslit kosninga í NV-kjördæmi VG.

Gústaf Gústafsson (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband