Pólitískt þrotabú.

Framsóknarflokkurinn er pólitískt þrotabú. Hann hefur mælst með 6-8% fylgi mjög lengi en lyftist aðeins við að fá nýjan formann. Enn hélt flokkurinn reisn meðan hann sýndi að hann var tilbúinn að axla ábyrgð og verja minnihlutastjórn falli til að hægt væri að koma steindauðum Sjálfstæðisflokknum frá þannig að hægt væri að vinna.

En því miður fyrir Framsóknarflokkinn hefur hann verið að sýna kjósendum að þarna er enn á ferð sama pólitíska þrotabúið á ferð þó svo skipt hafi verið um andlit. Hann hefur aftur og aftur reynt að hliðra sér hjá því að standa við loforðið að verja minnihlutastjórnina falli en vera að öðru leiti ekki við stjórnvölinn. Það hafa þeir svikið aftur og aftur og verið til nokkurra vandræða því þeir vildu líka stjórna, án þess að axla ábyrgð af stjórnarsetu sem þeim stóð til boða.

En kjósendur eru ekki með það smátt gullfiskaminni að þeir muni ekki Framsóknarflokkinn í stjórn með Sjálfstæðisflokknum í 12 ár og þjónkun þeirra við þá.

Nú sýnist mér að kjósendur hafi tekið þann pól í hæðina að Framsókn sé ekki treystandi þó svo skipt hafi verið um nafn og númer í brúnni. Flestir eru farnir að trúa því að Framsóknarflokkurinn noti fyrsta tækifæri til að stökkva í sæng með Sjálfstæðisflokknum og halda áfram þar sem frá var horfið 2007.

Nýjustu tillögur Framsóknarflokksins um flatan niðurskurð skulda í landinu sína að þeim er ekki treystandi fyrir efnahagsstjórn og hér örlar enn á flokknum sem lagði til 90% lánin 2003-4 og flokkinn sem setti einu sinni fram markmið.... fíkniefnalaust Ísland 2000.

Framsóknarflokkurinn er enn í yfirboðum og treystir því að gullfiskaminni kjósenda hafi gleymt.... en skellurinn var þjóðinni of stór til að hún gleymi Framsóknarflokknum sem ný siglir með breitt yfir nafn og númer og nytsaman sakleysingja í brúnni.


mbl.is Iðrast stuðnings við stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Sæll Jón,

Ég myndi gjarnan vilja fá eitt dæmi um það hvenær við höfum ekki staðið við okkar hluta af samkomulaginu, um að verja ríkisstjórnina vantrausti.  Við höfum hins vegar miklar áhyggjur af hvernig Samfylkingin hefur fært andvara- og aðgerðaleysi sitt úr fyrri ríkisstjórn í þá nýju.

Og hver er að treysta á gullfiskaminni kjósenda? Er það t.d. Samfylkingin í Suðurkjördæmi sem kaus Björgvin G. Sigurðsson í fyrsta sæti, manninn sem var ein helsta klappstýra útrásarinnar og sat á sellufundi með Jóni Ásgeir á meðan íslenska bankakerfið hrundi í kringum hann. 

Ég hvet þig einnig til að lesa pistil Sigmundur Davíðs á Eyjunni. Þar vitnar hann í í Dr. Roubini, sem hefur unnið m.a. við ráðgjöf hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, hjá Alþjóðabankanum og sem sérstakur ráðgjafi á skrifstofu forseta Bandaríkjanna í tíð Bill Clintons. Hann reyndist sannspár um efnahagshrunið á síðasta ári og hefur talað fyrir niðurfærsluleið skulda.

Tilvitnun í Dr. Roubini:
"So what can the government do? The easy part is lowering interest rates and buying toxic assets. The hard part, he says, will be tackling housing. Roubini says that the housing market, like a company restructuring in bankruptcy, needs to have “face value reduction of the debt.” Rather than go through mortgages one by one, he says reduction has to be “across the board…break every mortgage contract.”
 
"Hvað getur þá ríkisstjórnin gert? Auðveldi hlutinn er sá að lækka vexti og kaupa eitraðar (óseljanlegar) eignir. Það erfiða, segir hann, er að fást við húsnæðismálin. Roubini segir að húsnæðismarkaðurinn, rétt eins og fyrirtæki sem endurskipulagt er við gjaldþrot, þurfi „nafnverðslækkun skulda” Fremur en að skoða húsnæðislán hvert fyrir sig þarf ,,flata niðurfellingu…rjúfið hvern einasta húsnæðislánasamning.”
 
Sjá viðtal og fleiri tilvitnanir hér:

Nánari upplýsingar um Dr. Nouriel Roubini koma hér.

Ég lofa þér að dr. Roubini er ekkert tengdur Framsóknarflokknum á nokkurn máta :) og hefur væntanlega lítinn áhuga á einhvers konar "yfirboðum" heldur væntanlega hag heimilanna og efnahagslífsins í heiminum.

bkv. Eygló Harðar

Eygló Þóra Harðardóttir, 15.3.2009 kl. 12:21

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ég veit um fleiri flokka en Framsókn sem hafa tekið að sér að viðhalda íhaldstjórninni og ekkert orðið neitt óglatt við það. Ef mig misminnir ekki hrundi allt kerfið á vakt Sjálfsstæðisflokks og Samfylkinarinnar. Hafi veri illa komið fyrir okkur er víst að enginn var sendur út á dekk til að brjóta ísinn og því fór sem fór. Viðskiptaráðherra fyrrverandi sá ekki einu sinni ísinguna fyrr en skútan snéri kjölnum upp í loft. Utanríkisráðherran var á öðru skipi en það er önnur saga.

Víðir Benediktsson, 15.3.2009 kl. 12:40

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Víðir... stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks var mynduð um málefnasamning sem gerði ráð fyrir breytingum á íslensku samfélagi og megináherslum. Þegar á reyndi var Sjálfstæðisflokkurinn ekki tilbúinn að breyta ... þess vegna féll þessi ríkisstjórn. Víðr.. þú hefur sennilega misst af því að nú er staðan þannig í heiminum að tugir þjóða eru í sömu sporum og við og sumir verri... en ég nenni ekki að telja þær þjóðir upp fyrir þig... kíktu á fréttaveitur síðustu vikur.

Eygló... það hefur ekki komið fram vantraust á þessa ríkisstjórn og þess vegna hefur ekki á það reynt. Aftur á móti hefur ekki farið framhjá nokkrum manni að Framsóknarflokkurinn hefur gert ítrekaðar tilraunir til að hafa bein áhrif á vinnu ríkisstjórnarinnar... og stefnu í einstökum málum. Ef það var meiningin hefði Framsóknarflokkurinn einfaldlega átt að taka sæti og axla ábyrgð á þessum björgunarleiðangri..en kaus að gera það ekki.

Óréttlætið í þessum 20% afskriftartilllögum ykkar eru hverjum manni augljósar og ljóst að stærstur hluti þeirra fjármuna færu til þeirra sem ekki þurfa þeirra með og stór hluti í verkefni sem of seint er að bjarga.... flatur niðurskurður á einhverju er alltaf vondur... það þarf að forgangsraða..en stökkva ekki blindur út í djúpu laugina.

Jón Ingi Cæsarsson, 15.3.2009 kl. 12:59

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Jón Ingi.  Þú ert greinilega ekki að átta þig á því hvað þingmenn eiga að gera, eða hvað flokksstarf gengur út á.

"Aftur á móti hefur ekki farið framhjá nokkrum manni að Framsóknarflokkurinn hefur gert ítrekaðar tilraunir til að hafa bein áhrif á vinnu ríkisstjórnarinnar... og stefnu í einstökum málum." (JIC).

Menn eru í pólitík til þess að hafa áhrif, - er það ekki???.  En þér hentar það greinilega ekki í þessu tilfelli og villt að framsóknarflokkurinn sé nú, sú "drusla" fyrir minnihlutastjórn Samfylkingar og VG, sem þú einatt og stöðugt ert að gagnrýna Framsóknarflokkin fyrir í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. 

Þetta er ótrúlegt að sjá hvað Ragnar Reykás er lítill karakter við hliðina á þér í röksemdarfærslunni.

Benedikt V. Warén, 16.3.2009 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 818175

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband