Skrifast á reynsluleysi og sakleysi.

Ég held að Sigmundur hafi trúað í einlægni að hugmyndir þær sem Framsóknarsérfræðingarnir bjuggu til væri trúverðugar. Flestir aðrir hafa nú hafnað þeim sem óraunhæfum og nú síðast IMF.

Kannski voru þarna baklandssérfræðingar Framsóknarflokksins á ferð... Finnur Ingólfsson og Ólafur Ólafsson í björgunarleiðangri en það fáum við aldrei að vita.

Það verður að fyrirgefa nýjum formanni Framsóknarflokksins þessa skoðun að IMF sé handbendi Samfylkingar og VG.... það sýnir einfaldlega hversu mikið Sigmundur formaður á ólært í þessum fræðum öllum saman.

IMF er ekki handbendi ríkisstjórna ... eða annarra ... þeir eru fyrst og fremst aðstoðar og ráðgjafastofnun sem hættir fé sínu til hjálpar nauðstöddum þjóðum og taka ákvarðanir í samræmi við það.


mbl.is Þjónkun IMF við stjórnvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiðar Lind Hansson

"Kannski voru þarna baklandssérfræðingar Framsóknarflokksins á ferð... Finnur Ingólfsson og Ólafur Ólafsson í björgunarleiðangri en það fáum við aldrei að vita." Þetta er svo fyndið...

Mér skilst að Ólafur Ólafsson sé félagi í Samfylkingunni eftir allt saman, sei sei.

Nú þarftu að hressa við þinn kratahug með þessari lesningu og fræðast eilítið um þetta mál: http://www.cnbc.com/id/29598949

Heiðar Lind Hansson, 14.3.2009 kl. 14:41

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

IMF hjálpar ekki nauðstöddum þjóðum. IMF mergsýgur þær.

Villi Asgeirsson, 14.3.2009 kl. 15:19

3 identicon

„IMF er ekki handbendi ríkisstjórna ... eða annarra ... þeir eru fyrst og fremst aðstoðar og ráðgjafastofnun sem hættir fé sínu til hjálpar nauðstöddum þjóðum og taka ákvarðanir í samræmi við það.“

Mér þykir það leitt ef þú trúir þessu virkilega sjálfur

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 15:55

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Heiðar.... þú ert bara fyndinn... Ólafur auðgaðist í gegnum spilltan Framsóknarflokk ein og fleiri og það veistu vel.

Annars væri fínt að fá aðeins meiri rökstuðnig.. Rúnar og Villi svo þið verðið skiljanlegir.

Jón Ingi Cæsarsson, 15.3.2009 kl. 09:44

5 identicon

Ég get gefið dæmi: Jamaíka, Síle, Argentína, Ekvador, Líbería, Indónesía o.s.frv.

Hér er fínn, rökstuddur texti með góðum heimildum sem fjallar um þetta og sýnir hversu barnaleg trú þín er að IMF sé góð stofnun fyrir nauðstaddar þjóðir.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband