12.3.2009 | 12:27
Líflegt undir landinu.
Febrúar hefur verið nokkuð líflegur á jarðfræðisviðinu. Töluverð skjálftavirkni var undir Vatnajökli og virðist fara vaxandi. Bárðarbunga er að koma sterk inn og þar hafa orðið nokkrir atburðir þessu til viðbótar í marsmánuði.
Fyrir okkur leikmenn sem höfum áhuga á þessar þróun er margt að skoða og pæla í. Mér finnst afar merkilegt að fylgjast með samspili óróa undir Vatnajökli norðan og vestanverðum og óróa norðan jökuls, á Upptyppingasvæðinu, öskju og Herðubreiðartöglum. Allt vinnur þetta einhvernvegin saman og er stigvaxandi að manni sýnist.
Ég hef velt því fyrir mér síðustu daga hvort við erum að fá eldgos, jafnvel stóran atburð á Öskjusvæðinu eða sunnan þess. Askja er með líflegri eldstöðvum þó hún hafi haft hægt um sig síðustu áratugi. Á árunum frá 1875 til 1926 voru afar margir atburðir á þessu svæði og umhverfis. Gosin 1875 þar og norðar eru auðvitað með stærri atburðum í Íslandssögunni og þar ber hæst sprengigosið sem varð í Víti og síðan myndun Öskjuvatns í framhaldi af því.
Seinna urðu þarna ótal smágos, Bátshraun, Mývetningahraun, eyjan í Öskjuvatni og fleiri. Síðan hefur aðeins orðið þarna eitt gos... hraungosið í Vikraborgum í Öskjuopi 1961. Ef til vill styttist í að þarna vakni jarðeldur að nýju.
Askja er megineldstöð, það er Bárðarbunga líka auk þess sem mikið hólf er undir Kverkfjöllum. Allt þetta svæði virðist vera á hreyfingu og enginn veit hvað gerist i framhaldinu. Það virðist sem allar þessar eldstöðvar séu á hreyfingu með tilheyrandi sprunguhreyfingum til norðurs. Upptyppingar eru á sprungusveimnum frá Kverkfjöllum en Dyngjuháls og svæðið norðan hans tilheyrir líklega Bárðarbungusvæðinu. Áhrifasvæði Öskjumegineldstöðvarinnar nær allt norður á Mývatnsöræfi þar sem gaus á nokkrum stöðum 1875 t.d. í Sveinum. Þá rann Nýjahraun sem margir þekkja sem ekið hafa austur á land en lengi var ekið yfir enda þess hrauns.
Það sem mig vantar er að fræðimenn fjalli meira um þessa atburði og gaman væri að fá greinskrif og umfjöllun jarðfræðinga sem hafa eitthvað vit á því hvað þarna er að gerast og gætu spáð og spekúlerað í framhaldið. Við leikmenn erum svolítið þyrstir í fréttir.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er svona líka í pólitíkinni!
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 13:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.