Sennilega tala þeir af sér fylgið fram til kosninga.

VG er sérkennilegt stjórnmálaafl. Margt sem þeir hafa fram að færa er jákvætt og enginn efast um hugsjónir þeirra tengdar félagshyggju og umhyggju fyrir náttúrunni.

En sem stjórnmálaflokkur verður ósveigjanleiki og þröngsýni einstakra þingmanna og lítt ígrunduð nálgun þeim að falli. VG mælist oft vel í aðdraganda kosninga en þegar líður að því að kosningabaráttan hefst þá fara kjósendur að hlusta og þá hverfur af þeim fylgið á mettíma.

Mér sýnist að svo gæti farið nú.... enn á ný. VG hefur verið að dala hægt og bítandi og ef Álfheiður Ingadóttir, Jón Bjarnason, Kolbrún Halldórsdóttir og fleiri byrja að tala eins og venjulega er hætt við að VG verði komið niður í sín hefðbundnu 15% og Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur komnir í lykilstöðu eins og oft.

Það er erfitt fyrir kjósendur að hlusta á stjórnmálamenn fasta í sama einþykknisfarinu þó ástand í efnahagsmálum heimilanna og fyrirtækjanna sé hrikalegt.... þess vegna er hætt við að við fáum ekki félagshyggjustjórn eftir kosningar því VG verða búnir að tala af sér fylgið. Stjórnmálamenn eru kosnir til að hafa útsjónasemi og sveigjaleika til að stjórna málum. Þá verða þeir að láta af blindri og einstrengingslegri nálgun til mála ef fylgið á ekki að hverfa út í veður og vind.


mbl.is „Ótrúlegt ábyrgðarleysi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband