Fjölmiðlar á Íslandi.

Það er sérstaklega gaman að fylgjast með því hvernig fjölmiðlar í landinu stökkva upp til handa og fóta þegar gamlir, útbrunnir leiðtogar standa upp og gaspra. Mér finnst tími og rúm sem fer í það hjá fjölmiðlunum langt út fyrir efni og ástæður.

Jón Baldvin og Davíð Oddsson hafa átt sviðið í fjölmiðlum að undanförnu, mennirnir sem mynduðu Viðeyjarstjórnina fyrir næstum tveimur áratugum. Báðir löngu farnir úr pólitik og komnir á sjötugs og áttræðisaldur.

Auðvitað má Jón Baldvin bjóða sig fram gegn Ingibjörgu Sólrúnu. Það er lýðræðislegur réttur hans og kannski bara gott að hann fái á sig mælingu...

En í sjálfu sér er það ekkert nýtt að karlar á þessum aldri fyllist mikilmennsku og karlagrobbi. Það er þekkt. En að Jón Baldvin sé eitthvað andsvar við endurnýjun og nýliðun er í besta falli dálítið fyndið.

Maðurinn sem leiddi Davíð Oddsson til valda og Davíð síðan kastaði á haugana í kosningunum 1995 og nýfrjálshyggjan tók öll völd á ekki erindi í stjórnmál að nýju.

Hans tími er liðinn.


mbl.is Jón Baldvin fer fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Jóhannesson

Skilurðu ekki að Jón er rísa upp gegn einvaldinum af því að enginn annar þorir því? Þetta er eingöngu táknrænt hjá honum og mjög vel til fundið vegna þess að ISG er að tryggja fylgishrun Samfylkingarinnar með þessari valdafíkn sinni.

Ef ISG hefði áhuga á flokknum sínum og þjóðinni myndi hún láta Jóhönnu eftir sæti Formanns og þá dregur Jón Baldvins sitt framboð umsvifalaust til baka.

Ekki mjög flókið - nema fyrir þá sem eru blindaðir af ást á einræðisfrúnni. Að því leiti á Samfylkingin (sem ég var alverlega farinn að hugsa um að kjósa) það sameiginlegt með Sjálfstæðisflokknum - að sauðirnir elta foringjann úr í opin dauðann.

Þór Jóhannesson, 28.2.2009 kl. 13:49

2 Smámynd: Rannveig H

Rétt hjá Þór svo þar með eru farin tvö athvæði.

Rannveig H, 28.2.2009 kl. 13:59

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Jón að rísa gegn einvaldinum... grínari ertu Þór. Ég var í Alþýðuflokknum þegar hann var formaður þar ... þar var einræði ef slíkt er til.

Það er ekkert einræði í Samfylkingunni og þar verður bæði kosið í prófkjöri og síðan um forustu á landsfundi og þar fá menn sína lýðræðislegu mælingu.  Ég skil svo sem hræðslu ykkar við þessa framsetningu því hún er gríðarlega sterk og líkleg til árangurs.

Það ljóst að þið þekkið lítið til flokksins og hvernig hann er upp byggður.

Jón Ingi Cæsarsson, 28.2.2009 kl. 14:07

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Svo ég ljúki máli mínu.... maður kýs ekki eða kýs stjórnmálaflokka eftir því hvaða einstaklingar eru þar hverju sinni nema að hluta til. Málefni, stefna og framtíðarsýn hlýtur að skipta máli annars er maður með nokkuð einfaldaða útgáfu af skoðun sinni.

Að kjósa ekki flokk af þvi einhver er í einhverju tilteknu embætti er rosaleg einföldun og ber ekki vott um djúpa pælingu... með fullri virðingu fyrir þér Þór.

Jón Ingi Cæsarsson, 28.2.2009 kl. 14:11

5 Smámynd: Þór Jóhannesson

Merkileg þessi foringjahollusta - meira að segja þegar augljóst er að valdasýki ISG mun valda flokknum fylgishruni og þjóðina ennþá meiri eymd en ella.

Þór Jóhannesson, 28.2.2009 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband