28.2.2009 | 08:29
Sjálfstæðismenn reyna allt til tefja endurreisn.
Sjálfstæðisflokkurinn sló skaldborg um Davíð Oddsson í Seðlabankanum. Seðlabankinn og bankastjórarnir voru rúnir trausti og Samfylkingin gerði kröfu um að þar yrði hreinsað til og trúverðugleiki endurheimtur.
En Davíð Oddsson stjórnaði Geir Haarde þannig að ekkert gekk með það eins allir vita. Eitt af stóru málunum sem veltu síðustu ríkisstjórn.
Síðan lagði flokkurinn sig fram við að tefja seðlabankafrumvarpið og fékk meira að segja framsóknarmann í lið með sér við þá iðju um stund. Nú er frumvarpið orðið að lögum, Davíð og Eiríkur farnir og komin nýr seðlabankastjóri sem talinn er afar hæfur.
En hvað gerist. Sjálfstæðismenn eru enn tilbúnir til að tefja fyrir endurreisn íslensks efnhagslífs, nú með að gera tímabundna ráðningu að blóraböggli. Þó svo það eigi ekki að skipta máli hér er það samt umhugsunarvert að ekki megi skipa útlending sem seðlabankastjóra. Það má samkvæmt stjórnarskránni ráða óhæfan íslending en ekki erlendan sérfræðing en það er önnur saga.
Það sem máli skiptir og menn ættu að taka eftir. Sjálfstæðismenn hafa lagt sig fram af öllum mætti til að tefja að uppbygging efnahagslífs geti hafist. Það gera þeir af því flokkshagur er æðri þjóðarhag. Ég var lengi efins um að það ætti að slíta síðasta stjórnarsamstarfi en eftir að það gerðist og ég hef fylgst með vinnubrögðum og atferli Sjálfstæðismannanna á þingi er ég orðinn sannfærður um að það var rétt.
Það eru flokkshagsmunir og hagsmunir skjólstæðinga Sjálfstæðisflokksins sem ráða för á þeim bænum en ekki þjóðarhagur og þjóðarhagsmunir.
Þarf að skoða málið betur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sjálfstæðisflokkurinn er hópur landráðamanna sem hefur gert þjóðina
gjaldþrota. Fram á síðustu stund reyna þeir að valda sem mestum skaða og
eyðileggja framtíð þjóðarinnar.
David ‘de bankrover’ "bankaræninginn"
http://www.volkskrant.nl/economie/article1155890.ece/David_de_bankrover_moet_opstappen
http://www.icenews.is/index.php/2008/10/13/richard-portes-analyses-the-shocking-errors-of-icelands-meltdown/
Jón (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 08:37
Til hvers á að halda stjórnlagaþing núna? Það á hvort eð er ekkert að fara eftir stjórnarskránni virðist vera.
Gulli (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 12:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.