Sjálfskipaðir handhafar lýðræðisins ?

Eitthvað finnst mér að forsvarsmenn Radda fólkins vera komir á villigötur. Þeir láta eins og þeir einir hafi umboð og leyfi til að ákveða hvernig lýðræði verði á Íslandi og hverja kjósendur velja til að fara með það fyrir sig.

Það er búið að skipta um ríkisstjórn, það á að kjósa í apríl og það að skipta út embættismönnum í stofnunum sem hafa misst traust. Lengra verður ekki komist í lýðræðinu og menn eins og Hörður Torfason ætla að fara að segja kjósendum til hvernig lýðræði á að vera á Íslandi, hverjir og hvernig þeir fulltrúar sem við kjósum fulltrúa okkar eiga að vera... þá er hann og samtökin " Raddir fólksins" sem hvorki hafa stjórn eða hafa boðið almenningi upp að velja sér þar fólk til forustu komnir á villigötur.

Þeir einstaklingar sem þar ráða för hafa staðið sig að mörgu leiti vel en ef þeir ætla að halda þessu starfi áfram er eðlilegt samkvæmt leikreglum lýðræðisins að þeir boði til formlegs stofnfundar þar sem almenningi verði gefin kostur á að kjósa sér formannn og stjórn og skipa þessum samtökum lýðræðislegar leikreglur.

Þá hafa þau umboð og leyfi til að gefa út fréttatilkynningar eins og hér má sjá.


mbl.is Mótmælt eftir stjórnarskiptin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 818139

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband