7.1.2009 | 08:13
Valdabarátta og bræðravíg.
Hafin er harðvítug kosningabarátta innan Framsóknarflokksins. Ljóst er að þar munu takast á hagsmunahópar sem ætla sér að ná flokknum og áhrifum hans til sín. Þar ber fyrst að telja hóp auðmanna sem hafa þrifist á aðgengi sínu að stjórnmálaflokki til að auðgast persónulega fyrir sig og sín fyrirtæki. Ljóst er að sá hópur ætlar ekki að sleppa flokknum í hendur einhverra hugsjónamanna.
Margir hafa gefið kost á sér til formennsku í Framsókn og ekki gott að segja hvaða hópar standa á bak við hvern. Finnur Ingólfsson og þeir peningamenn eru sagðir hafa hvatt til framboðs Sigmundar og gamla flokksklíkan, Halldórsarmurinn mun ef til vill styðja Pál. Höskuldur er líklega hugsjónamaður sem heldur að þannig fólk gæti fengið framgang í Framsókn en það kæmi á óvart ef svo færi að Höskuldur næði árangri. Til þess eru flokksklíkuhagsmunasamtökin og sterk.
Baráttan gæti því helst staðið milli Sigmundar og Páls. Þessa sjást strax merki og átök hafin við kosningar á flokksþingið. Framsóknarflokkurinn er ekki það lýðræðisleg stofnun að þeir treystir almennum flokksmönnum fyrir að kjósa formann beinni kosningu eins og Samfylkingin gerir. Átökin eiga sér stað í félögunum þegar valið er á þingið því þeir einir sem þar eru hafa atvæðisrétt í formannskjöri.
Framsóknarflokkurinn er því í eðli sínu ólýðræðisleg stofnun sem erfitt er að nákgast til yfirtöku. Ekki ósvipað og sagt hefur verið um verklýðsfélög.
Það verður því fróðlegt að fylgjast með þeirri valdabaráttu sem framundan er og líklega enn fróðlegra að sjá hvernig þeir bregðast við sem verða undir. Framsóknarflokkurinn er hagsmunasamtök en ekki stjórnmálaflokkur eins og þeir eru venjulegastir. Starf þar og áherslur hafa fyrst og fremst verið hagsmuna og valdabarátta.
Hætt er við að þeir hugsjónamenn sem telja sig geta náð völdum og breytt þessum flokki í alvöru stjórnmálaafl með stefnu og hugsjónir verði fyrir sárum vonbrigðum þegar niðurstaðan liggur fyrir.
Hiti á fundi framsóknarmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.