6.1.2009 | 12:34
Guðmundur á leið í formannsslag ?
Ég heyrði góða kenningu í morgun. Góð kona sem hefur gjarnan nef í pólitík setti fram eftirfarandi.
Nokkrir hafa gefið kost á sér í formannskjör hjá Framsókn. Þeir eru flestir markaðir af óheppilegri fortíð flokksins í tengslum við spillingu og fyrirgreiðslu.
Sigmundur er sonur fyrrum þingmanns flokksins sem fékk æði vafasama fyrirgreiðslu flokksins í tengslum við Kögun og Ratsjárstofnun. Bak við framboð hans glittir í Finn Ingólfsson og kumpána hans.
Páll er fyrrum aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar og tengist fyrrum forustu með afar óþægilegum hætti.
Lúðvík er að stríða flokknum og tengsl hans við tvo fyrrum formenn flokksins er saga sem vakið hefur athygli... flestir líta á framboð hans sem stríðni.
Höskuldur er nýr og á ekki sögu eða bakgrunn í flokknum.
Líklegt má því telja að framboð Guðmundar til formanns eigi hljómgrunn í gamla ættarveldi flokksins sem tengist Hermanni Jónassyni afa hans og Steingrími Hermannssyni föður hans... báðir fyrrum forsætisráðherrar. Líklegt má telja að Siv sé tilbúin að taka þátt í slíku samfloti með Guðmundi og ef til vill er Þórhallur tilbúinn að færa sig úr formannskjöri í ritarakjör til að styrkja slíkt framboð.
Aðrir eiga ekki séns og þarf ekki að nefna hér.
Mér finnst þessi kenning skemmtileg og staðreyndin er sú að margir Framsóknarmenn hafa af því miklar áhyggjur að allt of margir séu komnir í framboð til formanns og enginn þeirra eigí möguleika á afgerandi sigri....
Kenningin stendur því þar til annað kemur í ljós.....
Guðmundur í Framsóknarflokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er bara algerlega rétt greining. Sigundur og Páll eru fulltrúar hinnar dökku fortíðar flokksins.
Guðmundur aftur á móti er hinn fullkomni kandídat. Hann er frjálslyndur umhverfissinni. Er uppalinn í hjá félagshyggjuumhverfinu í studentapólitíkinni og R-listasamstrfinu. Og hann er af formannsættum að langfeðgatali.
Jón Halldór Guðmundsson, 6.1.2009 kl. 13:27
Satt er það Jón Ingi, Framsóknarflokkurinn hefur sína fortíð og hefur staðið og fallið með henni.
Samfylkingin var stofnuð af Krötum, sem hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri. Ekkert nýtt er í stefnuskrá Samfylkingarinnar, allt stolið og stælt, - að mestu frá Framsókn. Spillinguna þurftu þeir þó enga fyrirmynd af, - þar eru kratar á heimavelli.
Íslensk fyrirtæki og einstaklingar hafa iðkað þann leik að skipta um kennitölu til að fela skítinn í slóðinni sinn. Það þótti einnig henta krötum vel þegar stofnað var til þess glapræðis að koma Samfylkingunni á kamarinn. Nú er lyktin að verða óbærileg og bara spurningin um hver heldur óþefinn lengst út.
Værir þú, Jón Ingi, sjálfur sér samkvæmur, mundir þú gera það sama og Guðmundur og koma þer út úr fnyknum í tíma.
Hvaða stjórnmálaafl bauð annars fram meði slagorðið "Fagra Ísland" og hvað er félagi Össur að brölta núna, - þvert á öll fögur fyrirheit?
Hvaða flokkur berst á móti öllum álverum, nema í nágrenni Reykjavíkur?
Ef þetta er ekki dæmi um tvískynnung spillingu, þá veit ég ekki hvað þau orð merkja!!
Benedikt V. Warén, 6.1.2009 kl. 13:30
Benedikt... legg til að þú kynnir þér málin betur áður en þú lætur ljós þitt skína um aðra flokka en þá sem þú þekkir...
Jón Ingi Cæsarsson, 6.1.2009 kl. 13:35
Þú segir það Jón minn!
Hvað með álverin? Hvað er Össur að bauka á bakvið alla?? Hvers vegna er Mörður ósáttur við vinnubrögð Össurar?? Hvað með umhverfisráðherran?? Hvers vegna gilda ekki sömu reglurnar vegna umhverfismat á Bakka og í Helguvík??
Samfylkingin kemst upp með það að vera stöðugt í andstöðu við talsmann ríkisstjórninnar, jafnvel nýkomnir af ríkisstjórnarfundi.
Dæmi, þegar Össur talaði við fréttamenn um að breski flugherinn væru óvelkominn að sjá um eftirlit í lofti núna í byrjun aðventu. Geir kom af sama fundi og sagði að það mál hefði ekki einu sinni verið rætt á fundinum. Þetta er dæmi um að gera eitthvað gegn betri vitund. Nú virðist vera ljóst að Geir var að segjai satt.
Eru þetta heiðarleg vinnubrögð??
Mér er til efs að þú vitir nokkuð um gömul og gild framsóknarstefnumál, kýst frekar að fara fram eins og Gróa á Leiti, með eitthvað sem þú hefur heyrt eða lesið eftir andstæðinga Framsóknarflokksins. Þar sem það hugnast þér vel, nýtir þú það sem "heilagan sannleik".
Skemmtilegt að lesa blogg örvæntingafullra flokksmanna þinna, vegna þess að Guðmundur kýs að hverfa annað. Hneysan er algjör að hann skuli af öllum flokkum velja sjálfan - Framslónarflokkinn.
Hvílík skömm!!
Benedikt V. Warén, 6.1.2009 kl. 14:12
".....velja sjálfan - Framsóknarflokkinn" á að sjalfsögðu að standa hérna að ofan.
Benedikt V. Warén, 6.1.2009 kl. 14:14
Jón lítur þú ekki má þetta sem verulegt áfall fyrir SF að missa þennan mæta mann, hvort sem hann ákvað að hætta vegna áónægju eða hugsaði bara um eigin hag og telur sig eiga meiri möguleika í smáflokknum spillta Framsókn ? ég sjálfur er mjög óhress með ISG að hafa hvorki hreinsað til í SÍ né hjá FME eða raunar gert neitt sem almenningur krefst, en samt ákveð ég ekki að hlaupa úr flokknum einn tveir og þrír.
Skarfurinn, 6.1.2009 kl. 15:20
Alltaf leitt að missa út fólk... hvort sem það er nýtt eða gamalt í flokksstarfi. Guðmundur er ekki búinn að vera lengi í Samfylkingunni og kemur ekkert sérstaklega á óvart að hann fari heim á ný.
Álver í Helguvík var komið af stað á síðasta kjörtímabili og ekki stóð til að stöðva það... en alls ekki á ráðast í nýjar framkvæmdir í framhaldi af þeim fyrr en búið væri að skilgreina nákvæmlega hvað ætti að vernda og hvað að nýta...og það hefur staðið.. og mun standa.
Þetta var nú bara svona kenning hjá mér Benedikt... er þetta eitthvað viðkvæmt mál ??
Jón Ingi Cæsarsson, 6.1.2009 kl. 15:33
Ég spái því að Páll Magnússon verði kosinn formaður flokksins. Finnur er í hverju horni.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 15:52
Mér sýndist þetta vera eins og þú kýst að fara fram með þetta eins og Gróa á Leiti, með eitthvað sem þú hefur heyrt. Bloggfærslan þín byrjar svona:
"Ég heyrði góða kenningu í morgun. Góð kona sem hefur gjarnan nef í pólitík setti fram eftirfarandi. "
Það eitt og annað sem er viðkvæmt hjá mér, t.d. þegar ekki fara saman orð og athafnir hjá fulltrúum fólksins, - þingmönnunum okkar.
Annað sem er viðkvæmt, er þegar menn fara í þann gírinn að vera pólitískir páfagaukar, sem að apa hver upp eftir öðrum. Það er varasamt að kasta skít úr eigin haughúsi, menn gætu óhreinskast sjálfir við þann gjörning.
Benedikt V. Warén, 6.1.2009 kl. 17:05
Jón, - hvað með ríkisábyrgina sem Össur kom með vegna álversins í Helguvík?
Var einhver spurður í flokknum um þann gjörning??
Varst þú spurður??
Benedikt V. Warén, 6.1.2009 kl. 17:13
Kenning Benedikt.... kenning.... það er svona vangaveltur um möguleika án ábyrgðar sjáðu til.
Auðvitað var ég spurður... og þegar málið snýst um 3000 störf á svæði þar sem mest atvinnuleysi á Íslandi er ..... hverju svarar maður þá.... sérstaklega af því samkvæmt samningar um stóriðju á þessu svæði lágu fyrir.
Þú ætlar kannski að sleppa því og þinn flokkur ??? ha ?
Jón Ingi Cæsarsson, 6.1.2009 kl. 17:57
Held mig það að kópavogsbúann Pál Magnússon verði kosinn formaður.
Með kveðju úr Kópavoginum
Óðinn Þórisson, 6.1.2009 kl. 17:58
Minni þig á það Jón, þegar Framsóknarflokkurinn lagði upp með það fyrir nokkrum árum, að koma þyrfti með 12000 störf sem þurfti að skapa á næstu árum, til að viðhalda ákveðinni velmegun. Þá var hlegið dátt í hinum flokkunum, þvílík fyrra, - að þeirra mati.
Nú sé ég ekki betur en félagi Össur sé að opinbera svipuð loforð.
Fljótur að gleyma? Gullfiskaminnið að hrjá þig? Man ekki betur Jón, en þú hafir haft horn í síðu þeirra framkvæmda, sem farið var í hér eystra og er Valgerði að þakka ("kenna" að sumra mati).
Ekki var Framsóknarflokkurinn að leggja stein í þá götu sveitarstjórnarmanna á Austurlandi, eins og Þórunn Sveinbjarnadóttir gerði gagnvart heimamönnum á Húsavík. Annað var uppi á teningunum hjá henni hvað varðar Helguvík.
En eins og Hörður Sigurbjarnarson ferðamálafrömuður sagði svo snyrtilega: "Tófan bítur sjaldan nálægt greni sínu".
Benedikt V. Warén, 6.1.2009 kl. 18:28
Benedikt ... ertu Framsóknarmaður ?
Þú tyggur upp ruglið og rangfærslunar um álver á Bakka og annað því tengt.
Það var á áætlun ... vinnsla átti ef til vill að hefjast ( eigandi var ekki búinn að gefa neitt út endanlega ,, þetta var viljayfirlýsing ) 2012 og fullum afköstum átti að ná 2015.´ Umhverfismat va ekkert að trufla það ferli og heildstætt mat er samkvæmt lögum.
Eigandi hefur nú ákveðið að setja málið á hold vegna ástands á álmörkuðum og ljóst að þarna gerist ekkert næstu árin. Það er líka nokkuð ljóst að Norðurorka og Landsvikjun hafa ekki bolmagn til að fara í virkjanir á næstunni vegna skorts á lánsfjármagin og bæði þessi fyrirtæki eru í vandræðum vegna ofurfjárfestinga undanfarin ár.... allt byggt á lánsfé í erlendri mynt.
Þessar offjárfestingar eru nú að koma með þungum og alvarlegum hætti á möguleikum þessara fyrirtækja
Þvaðrið í þér eru því barnalegar einfaldanir byggðar á þekkinar og upplýsingaskorti. Líklega ertu bara að tyggja það upp sem þú heyrir í fjölmiðlum.
Jón Ingi Cæsarsson, 7.1.2009 kl. 09:13
Ég biðst forláts á því Jón, ef þú telur að ég sé að fara inn á þitt sérsvið:
"Þú tyggur upp ruglið og rangfærslunar um álver á Bakka og annað því tengt."(JIC).
Benedikt V. Warén, 7.1.2009 kl. 10:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.