2.1.2009 | 13:00
Fylgið byrjað að aukast á ný.
Samkvæmt skoðanakönnun þjóðapúlsins er fylgisþróun ríkisstjórnarinnar á snúast. Fylgið hefur aukist um 4% síðan fyrir mánuði. Það hefur ekki gerst lengi. Þó er enn langt í land með að fyrri hæðum sé náð og að mínu mati mun það ekki gerast fyrr en ný stefna hefur verið mörkuð og endurnýjað í liðinu að hluta.
Þetta er niðurstaða sem kemur ekkert sérstaklega á óvart. Rykið er að setjast og fólk farið að sjá betur þann vígvöll sem við er að eiga í fjölþjóðlegu efnahagshruni og falls íslensku bankanna. Það eru hamfarir sem fæstir sáu fyrir ef þá nokkur þó svo sumir hafi séð fyrir hluta þessa.
Það hefði verið glórulaust að rjúfa þing og boða til kosninga við þær aðstæður sem hér hafa verið. Það sjá þeir sem horfa á mál af skynsemi og sjá enn betur nú.
Flokkafylgið er svipað... þó dala Samfylkingin og VG. VG virðist nú hafa náð hámarki sínu eins og stundum áður þegar þeir stíla upp á óánægjufylgi án þess að hafa nokkuð að bjóða. Þeir eru enn stærsti flokkurinn en það mun ekki verða þannig næst og ég spái því að eftir mánuð verði þeir komnir á sinn stað í þriðja sæti hvað stærð varðar. Menn geta í reiði og ójafnvægi sagt ætla að kjósa flokk eins og VG en ekki þegar jafnvægi er meira. Samfylkingin er yfir kjörfylgi sem er ótrúleg staða miðað við þau læti sem hafa verið í þjóðfélaginu og þær árásum sem flokkurinn hefur mátt sæta af hálfu VG og þeim líkum.
Framsóknarflokkurinn haggast ekki og Frjálslyndir virðast vera á útleið.
Sjálfstæðisflokkurinn sígur uppávið um 4%. Sameiginlegt fylgi stjórnarflokkanna er því farið að aukast á ný og stjórnarandstöðunnar að dala að sama skapi.
Janúarmánuður verður mikilvægur mánuður í stjórnmálasögunni. Líklegt er að tveir flokkar skipti um kúrs í stórum málum og eftir sitji einn eða tveir flokkar við sama heygarðshornið... halda í gamla gjaldmiðilinn og standa utan bandalaga... þá skoðun og stefnu mun sagan dæma eins og fleira sem systurflokkar þeirra hafa fengið í sögunni.
Ríkisstjórnin nýtur stuðnings 36% kjósenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, Jón Ingi, það er ótrúlegt að Samfylkingin skuli vera með yfir 5% fylgi í skoðannakönnun. Við vitum báðir, að Samfylkingin er ónýtur stjórnmálaflokkur, tilgangslaus og stofnun hans óskammfeilinn blekkingarleikur þar sem vinstrisinnar á Íslandi voru hafðir að fíflum.
Það er löngu ljóst, a.m.k. hjá þeim vita að 2+2 eru 4, að VG er eini vinstri flokkurinn á Íslandi þó að sá flokkur gangi ekki á öllum.
Þessu átt þú, Jón minn Ingi, að átta þig á á nýja árinu, svo að hægt verði að segja um þig í framtíðinni: Það var svo árið 2009 sem Jón Ingi Cæsarsson sá sig um hönd, áttaði sig á blekkingunni, og gekk í Vinstrihreyfinguna grænt framboð.
Jóhannes Ragnarsson, 2.1.2009 kl. 13:19
) Mikið kann ég vel að meta menn sem hafa kímigáfu.
Jón Ingi Cæsarsson, 2.1.2009 kl. 13:23
Æi, Jón Ingi. Þú ert alveg indæll!
Mér sýnist þessi aukning vera innan skekkjumarka :)
Hallur Magnússon, 2.1.2009 kl. 13:29
Held að 2009 verði mikið óróaár í pólitíkinni. Fjölmargir kjósendur virðast þeirrar skoðunar að VG eigi að fá tækifæri til að spreyta sig við stjórn landsins. Láta flokkinn axla ábyrgð, í stað þess að standa þusandi á hliðarlínunni. Þokkalegt tilhlökkunarefni fyrir VG að taka við rústunum, sem varla sést í fyrir reyk! Gæti orðið fróðlegt að sjá hvað VG þyrfti að slá af sínum ítrustu vinstri kröfum við sjórnarmyndun.
Steingrímur verður auðvitað forsætisráðherra, en hvort skyldi Geir eða Ingibjörg Sólrún verma flugsætið í utanríkisráðuneytinu?
Eða verður ef til vill ekkert kosið?
Björn Birgisson, 2.1.2009 kl. 15:16
Allt nema vg i ríkisstjórn.
Óðinn Þórisson, 3.1.2009 kl. 10:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.