31.12.2008 | 19:58
Ofbeldisárás að tjáningarfrelsinu.
Fámennur hópur öfgamanna gerði alvarlega atlögu að tjáningarfrelsinu og réttaríkinu. Ráðist var til inngöngu í sjónvarpsútsendingu þar sem kjörnir fulltrúar þjóðarinnar ræddu mál og tókust á um málefni líðandi stundar og framtíðarinnar.
Fyrir dyrum var samankominn hópur manna sem með ofbeldi kom í veg fyrir að forsætisráðherra Íslands kæmist til þáttar til að útskýra sín mál og sitja fyrir svörum. Slíkt er atlaga að tjáningarfrelsi og rétti þjóðarinnar til að heyra í kjörnum fulltrúum sínum.
Þegar svo hópurinn gerir atlögu að fjölmiðli og starfsmönnum hans, eyðileggur tækjabúnað og meiðir starfsmenn er það ljót árás á fjölmiðla og skyldur þeirra við landsmenn. Fámennur hópur sem telur sig útvalinn til að koma í veg fyrir að allir hinir heyri og sjái það sem þeir vilja hefur tekið lýðræðið í gíslingu með ofbeldisfullum hætti.
Þegar svo þessi sami hópur kastar múrsteinum að lögreglu sem reynir að verja líf, heilsu og eignir fólks eru hann kominn á það lægsta plan sem hægt er að hugsa sér og hefur ekki tíðkast í siðmenntuðu þjóðfélagi okkar hingað til.
Þetta er fámennur hópur sem leiðir þetta ferli og fyrir þeim vakir það eitt að skemma og nota sér ríkjandi ástand til að skapa óreirðir og ráðast að eignum og einstaklingum. Slíkt ber að fordæma.
Með fljóta síðan einstaklingar sem eru að mótmæla af góðum hug og ætla sér ekki ofbeldi en eru leiddir sem nytsamir sakleysingjar af þessum hópi sem saman stendur af rúmlega 50 manns og eru út um allan bæ að gera einhverjum skráveifur. Þetta eru ekki málefnaleg og lýðræðisleg mótmæli...... þetta eru skrílslæti.
Ég ber þá einlægu von í brjósti að við náum því að takast á... rökræða... mótmæla og tjá skoðanir okkar með lýðræðislegum og málefnalegum hætti á nýju ári. Öfga og ofbeldismenn mega ekki leiða slíkt í lýðræðissamfélagi.
Lögreglumaður kinnbeinsbrotinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég mæli því ekki bót að skemma eigur, hvorki skattpeninga vinnandi fólks upp á mörg hundruð milljarða, eins og þeir sem áttu að blaðra í kryddsíldinni hafa gert, né rúður eða rafmagnskapla, sem kosta í mesta lagi nokkur hundruð þúsund krónur.
Það er hinsvegar fáránlegt að kalla þetta árás á tjáningarfrelsið. Þessi árlega mont- og átveisla, studd af mesta glæpafyrirtæki heimsins, Rio Tinto, þar sem vanhæfir stjórnmálamenn ræða barnabörnin sín (hverra framtíð þeir eru nú að eyðileggja) er ekki annað en atvinnubótavinna fyrir starfsmenn handónýtrar málpípu fjárglæframanna, sem kallar sig fjölmiðil.
Theódór Norðkvist, 31.12.2008 kl. 20:12
Theódór, sá ágæti maður, segir hér það sem ég vildi sagt hafa.
Sigurður Þór Guðjónsson, 31.12.2008 kl. 20:35
Allstaðar í heiminum er það botninn að ráðast að fjölmiðlum eða hjúkrunarfólki... í þessu tilfelli var ráðist á fjölmiðil og ef Theódór telur það réttlætanlegt af því "hann" hefur ekki smekk fyrir því sem hann var að flytja þá stundina... er hann á grátlegum...eða ef til kátbroslegum villigötum.
Jón Ingi Cæsarsson, 31.12.2008 kl. 20:38
Lestu fyrstu málsgreinina í athugasemdinni hjá mér. Ég sagði að ég mældi ekki skemmdum bót. Ég hef samt meiri áhyggjur af brotum lögreglunnar á tjáningarfrelsi mótmælenda og skemmdum á heilsu fólks, en flest mannréttindasamtök hafa fordæmt notkun piparúða.
Af því hef ég meiri áhyggjur en að stöðvun útsendingar á flottræfilsþætti í boði auðhringja með fjárglæpi og mannréttindabrot á samviskunni.
Theódór Norðkvist, 31.12.2008 kl. 20:54
Jón Ingi og Gunnlaugur í Mosfellsbæ sýna okkur það sem koma skal í boði kratanna: Hin fullkomni undirlægjuháttur undir íhaldið.
Björgvin R. Leifsson, 31.12.2008 kl. 21:09
Kjánalega athugsemd hjá Björgvin... er það undirlægjuháttur að styðja ekki ofbeldi eins og þú virðist gera og skammast þín ekkert fyrir það..
Theódór... ég hef mestar áhyggjur af fólki eins og þér sem mælir svona hlutum bót...en tekur ekki þátt en hvetur aðra til ofbeldis með stuðningi sinum... er það ekki svolítið heigulslegt
Jón Ingi Cæsarsson, 31.12.2008 kl. 21:54
Ég spyr þig á móti, fordæmir þú skemmdir og þjófnað útrásarliðsins og ríkisstjórnarinnar á eigum skattgreiðenda á Íslandi?
Styður þú ofbeldi lögreglunnar gegn mótmælendum þegar þeir eru ekki að ögra lögreglu?
Theódór Norðkvist, 31.12.2008 kl. 22:00
Ofbeldi lögreglu þegar mótmælendur eru ekki að ögra lögreglu.... ???? Afsakið en hvar hefur slíkt átt sér stað? Einu skiptin sem ég hef orðið vör við "lögregluofbeldi" er þegar fólk ræðst að henni að fyrra bragði eða ræðst að öðrum einstaklingum sem henni er ætlað að vernda -lögum samkvæmt! Ég veit ekki hvort hið ofurlanga komment mitt, sem ég skrifaði fyrr í dag hefur farið persónulega fyrir eiganda þessarar síðu eða hvort það hefur hreinlega ekki komið inn (enda var tölvan með eindæmum leiðinleg fyrr í dag), en það sagði ég m.a. að skv. 106.gr. alm. hegningarlaga er óheimilt að ráðast gegn lögreglumönnum þegar þeir eru að sinna starfi sínu, en þeirra starf er aðallega að halda uppi lögum og reglu í landinu. Lögreglan er yfirvald í okkar samfélagi og þ.a.l. eðlilegt að þyngri refsing liggi við því að ráðast gegn henni.
Mótmæli og mótmæli eru ekki sami hluturinn, a.m.k. ekki í mínum augum. Það er hægt að mótmæla með mjög ákveðnum hætti -án þess að hlutirnir gangi út í einhverja vitleysu. þegar hlutunum er leyft að ganga svona langt, eins og í þessu tilviki að múrsteini var hent í andlitið á lögreglumanni (sem hefði hæglega getað banað honum, hefði steinninn lent á "réttum" stað), þá finnst mér mótmælin missa marks.
Þó hlutirnir séu skítir í þjóðfélaginu afsakar það ekki að fólk hegði sér eins og villimenn og láti lög, reglu og almenna skynsemi lönd og leið.
Það að gagnrýna hvernig sumir mótmælendur haga sér felur ekki í sér blessun á því hvernig "útrásarliðið" og ríkisstjórnin hefur komið fram, -ekki á neinn hátt. Það er hálf kjánalegt að reyna að setja það þannig saman, Theódór. Hlutirnir eru ekki bara svartir eða hvítir....
Birgitta (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 08:57
Þessi fyrirsögn er hlægileg. Þessir froðusnakkar hafa sannarlega ekki búið við nein höft á tjáningarfrelsi og að kalla það ofbeldisfulla árás að tjáningarfrelsi, þótt þeir séu í eitt skipti truflaðir í því að bera á borð fyrir okkur meira innihaldslaust kjaftæði og meiri tilgangslausar þrætur sín á milli, ber í skársta falli vott um dómgreindarskort.
Það var ekki hópur sem kastaði múrsteinum. Hafi múrsteini á annað borð verið kastað þá hefur það aðeins verið einn einstaklingur. Ég réttlæti ekki slík verk en eina ofbeldið sem ég varð vitni að var af hálfu lögreglu, sem í annað sinn á aðeins 6 vikum, notar það óþokkabragð að beita piparúða innan dyra og beina honum aukinheldur beint í andlit fólks.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 08:58
Það sést augljóslega á þessum myndum frá Helga Jóhanni Haukssyni að lögreglan ræðst aftan að mótmælendum með úðabrúsa að vopni þegar þeir eru á leið í burtu MEÐ HENDUR Á LOFTI.
Það ber vott um níðingshátt og hugleysi að ráðast aftan að fólki.
Theódór Norðkvist, 1.1.2009 kl. 09:24
Rangur tengill Theódór. Endilega lagaðu það.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 09:40
Afsakið, skil ekki hvernig þetta gerðist. Tengillinn er réttur hér.
Theódór Norðkvist, 1.1.2009 kl. 09:52
Þegar löggan missir sig eins og á gamlársdag situr eitt skítseiði afsíðis og hlakkar af því að hann er sjúkur valdbeitingar- og hernaðarfíkill og fasisti eins og hann á kyn til. Það er skoffínið í embætti dómsmálaráðherra.
corvus corax, 1.1.2009 kl. 12:40
Það er ömurlegt þegar fámennur öfgahópur kemst upp með að hindra forsætisráðherra í að komast í sjónvarpsþátt.
Þessi öfgahópur skemmir eigur fyrirtækis upp á milljónir, slasar starfsfólk þess, hendir múrsteini í lögreglumann með þeim afleiðingum að hann kjálkabrotnar.
Forstjóri 365 segir að lögreglan hafi brugðist of seint við.
Myndband á visir.is sýnir þegar starfsfólk 365 og Hótel Borgar reynir að verja sig fyrir öfgafólkinu.
Óðinn Þórisson, 1.1.2009 kl. 14:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.