Ótrúleg ummæli Jóns Magnússonar.

Þá er hafi flugeldasalan björgunarsveitanna og hvort sem okkur líkar betur eða verr er þetta helsta fjáröflun þeirra. Mér hefur alltaf þó það út í hött að björgunarsveitarmenn þurfi að standa í því myrkranna á milli að halda sveitunum gangandi með sjálfaflafé og fjárframlög ríkis og sveitarfélaga verið í skötulíki. Björgunarsveitarmenn eru ekki aðeins að gefa vinnu sína til bjargar landsmönnum heldur verða þeir líka að vinna myrkranna á milli við að afla fjár til að geta staðið undir því að hjálpa landsmönnum ókeypis allan ársins hring.

Í morgun mætti svo einn af þessum svokölluðu þingmönnum og lagði það til að fólk sparaði sér flugeldakaup. Jón Magnússon er ekki með dýpri þingmönnum, en að hann skuli með þessum hætti misnota sér aðastöðu sína og ráðast gegn björgunarsveitunum með þessum hætti er ótrúlegt. Lýsir líklega fullkomnu skilnings og þekkingarleysi þessa þingmanns á því sem hann er að tala um.

Einn forsvarsmanna sveitanna sagði á Visir.is.

,,Ég skil áhyggjur þingmannsins en mér fannst alveg út í hött að byrja á því að ráðast á flugeldanna sem er vitað að séu stærsta og mikilvægasta fjáröflun björgunarsveitanna og kjölfestan í gleði barna um áramótin," segir Kristinn. Nær hefði verið ef Jón hefði stungið upp á að fólk keypti minna af áfengi um áramótin. ,,Þetta eru náttúrulega kjánaleg ummæli hjá þingmanninum og alveg út í hött."

Ég er sammála björgunarsveitarmanninum. Þessi ummæli eru kjánaleg því ég ætla þingmanninum ekki að vera svo illgjarn að ráðast vísvitandi gegn þessum málstað. Ekki reikna ég með að hann vilji að sveitinar hætti starfssemi vegna fjárskorts.... en að því kæmi ef ekki væri hægt að afla fjár til reksturs þeirra. Jón Magnússon hefur ekki að mér vitandi lagt til að björgunarsveitir landsins væru fjármagnaðar úr ríkissjóði.

 


mbl.is Flugeldasalan hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig H

Alveg er ég viss um að Samfylking gengur í þau verk að leita nýra leiða til að fjármagna Björgunarsveitir. Eða kannski á þetta allt að  að snúast um að höfða til samvisku almennings. Við eigum að sprengja upp peninganna okkar til að Björgunarsveitir geta lifað, Við áttum að sjá um velferðina fyrir jól jú það þurftu 8000 þúsund manns að fá jólamatinn sinn. Hvenær heldur þú að þinn flokkur fari að forgangsraða rétt?

Rannveig H, 28.12.2008 kl. 16:45

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þú hjálpar honum örugglega við það með því að starfa þar og hafa áhrif trúi ég og hjálpir mér að breyta þessum 50 ára sið.

Jón Ingi Cæsarsson, 28.12.2008 kl. 18:57

3 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Það væri svo eftir öllu að menn sem deila skoðunum sínum með Jóni Magnússyni álpuðust augafullir á fjöll og þyrftu hjálp björgunarsveitar til að koma sér til byggða á ný.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 29.12.2008 kl. 00:15

4 Smámynd: Jón Magnússon

Það er alveg makalaust að lesa þetta Jón. Fjármögnun björgunarsveita er eitt en sparnaður á krepputímum er annað. Ég nefndi þetta sem sparnaðarleið í dæmaskyni ásamt öðru. Má ekki ráðleggja fólki að spara ef það er góður aðili sem selur eða andvirðið rennur til góðs málefnis. Ég vil styrkja starf björgunarsveita myndarlega þar erum við sammála það er eitt en kaup fjölskyldurnnar á nauðsynjum eða nauðsynjaleysi er annað.

Jón Magnússon, 29.12.2008 kl. 08:23

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þeir kaupa sem efni hafa á... og vonandi beina kaupum sínum til þeirra sem helst þurfa á því að halda... í þessu tilfelli björgunarsveitir.

Ég hef sjálfur starfað í björgunarsveit... og ég veit alveg hvað þessir menn leggja á sig til að fjármagna starf í þágu samfélagins.... það sem þeir þurfa síst á að halda er að þingmenn séu að tala þessa fjáröflunarleið þeirra niður á þessu augnabliki og ég veit að mögum sárnaði mikið það sem þú sagðir... En ef þér tekst að réttlæta það sem þú sagðir fyrir sálfum þér líður þér eflaust betur en það breytir ekki þeim álitshnekki sem þú hefur beðið sem þingmaður.

Jón Ingi Cæsarsson, 29.12.2008 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband