Bæjarfulltrúar á villigötum ?

Ég skil vel að skiptar skoðanir séu á skipulagsmálum. Bæjarfulltrúar greiða atkvæði samkvæmt samvisku sinni og bestu vitund.

En ég hef aldrei skilið þegar bæjarfulltrúar eru á móti því að auglýsa aðal eða deiliskipulagstillögur. Með því eru þeir að lýsa því yfir að þeir vilji ekki leyfa borgurunum að komast að með skoðanir sínar á viðkomandi tillögu. Þetta lýsir ólýðræðislegri hugsun og einræðistilburðum.

En ég held samt að það sé ekki hugsunin, miklu heldur einhver misskilningur.

Þetta gerðist eimitt á bæjarstjórnarfundi í vikunni þar sem tveir bæjarfulltrúar greiddu atkvæði gegn því að tillaga að deiliskipulagi á smábátasvæði væri auglýst. Þeir hafa sem sagt ekki áhuga á að fá skoðanir bæjarbúa á tillögunni.

6.          Sandgerðisbót - deiliskipulag - endurskoðun
2008120048
2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 10. desember 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að endurskoðuðu deiliskipulagi í Sandgerðisbót sbr. bókun nefndarinnar frá 23. júlí 2008. Tillöguna vann Gísli Kristinsson arkitekt dags. 1. desember 2008.
Skipulagsnefnd  leggur til við bæjarstjórn að tillagan  verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.  
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 9 atkvæðum gegn 2 atkvæðum Gerðar Jónsdóttur og Odds Helga Halldórssonar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Segja rétt frá Jón. Þetta snýst ekki um auglýsinguna sem slíka. Heldur hitt að tillagan er illa unnin og augljósir gallar í henni sem hefði verið nær að laga áður en hún er send í auglýsingu. Ég hugsa að þú yrðir lítt snortin ef auglýsing birtist þar sem almannaumferð væri beint yfir lóðina þína. Þetta er augljós galli og ekkert við þá að sakast sem sem setja út á þetta. Held að þú ættir að líta þér nær. Reyndar ótrúlegt að tillagan skuli ekki send til baka til lagfæringar þar sem mistökin eru svo augljós.

Víðir Benediktsson, 18.12.2008 kl. 08:08

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þessi athugasemd á fullan rétt á sér og kemur fram í athugsemdaferli ef rétt reynist og þá yrði þetta lagað.

Mörgum tillögum að deiliskipulagi er breytt og þær lagfærðar eftir auglýsingaferli.... til þess er það. Þessar upplýsingar lágu ekki fyrir við vinnslu á tillögunni mér vitnandi.

Jón Ingi Cæsarsson, 18.12.2008 kl. 08:31

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Held að við séum sammála um þetta og þetta verði bara lagað. Hvort það verður fyrir eða eftir auglýsingu skiptir kannski ekki höfuð máli. Að öðru leiti er ég mjög sáttur við tillöguna.

Víðir Benediktsson, 18.12.2008 kl. 08:41

4 identicon

Noh... eru menn komnir í jólaskap?...jólakveðjur strákar..gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 818237

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband