17.12.2008 | 13:15
Nátttröll fortíðar í íslenskri náttúru.
Íslenskar þjóðsögur eru gersemi og ófá eru þau ritsöfn sem þjóðin hefur eignast af slíkum. Margskonar fyrirbæri eru séríslensk og eiga rætur í þjóðsögunum. Marbendill, Skottur, Mórar, tröll og álfar.... huldufólk og margt annað. Þetta auður sem ekki má gleymast.
Eitt af þeim fyrirbærum sem rætur eiga í áðurnefndum þjóðsögum eru nátttröll. Það voru tröll sem urðu of sein að koma sér í skjól þegar nýr dagur reis og urðu að steini þar sem þau voru stödd. Frægt slíkt steintröll er Drangey á Skagafirði sem var kýr sú er karl og kerling voru að reka yfir Skagafjörð en kerlinginn stendur enn sem steindrangur en karlinn er hruninn. Mörg slík nátttröll erum í íslenskri náttúru.
Nátttröllin eru víða og hafa dagað uppi í hinu daglega núi. Þeim fækkar óðfluga en þó er nokkur áberandi og verja fortíðina og tala fyrir gömlum málum og hvetja til stöðnunar.
Eitt þessara nátttrölla er Styrmir Gunnarsson fyrrum ritstjóri Mogga. Hann berst enn báráttu Davíðs Oddssonar um að ESB og framtíðin séu ekki á dagskrá.
En framtíðin kemur þó svo sumir vilji leggja stein í götu hennar en þeim steinum fækkar og hindranir hverfa ein af annarri. Sjálfstæðisflokkurinn er að breytast og það er vel.
Formaður Sjálfstæðisflokks eyði misskilningi um landsfund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nátttröll eða ekki nátttröll. Mér er slétt sama um Styrmi og Davíð og Sjálfstæðisflokkinn. En mér er ekki sama um hvaða vinnubrögðum er beitt í svo stóru máli sem Evrópumálið er.
Ef einhver kallar á fagleg vinnubrögð, hvar í hinu pólitíska litrófi sem það nú er, þá er það réttmæt krafa. Ef litið er á hvað er sagt en ekki hver talar þá er heilmikið vit í þessu. Þetta er fyrst og fremst krafa um skipulögð vinnubrögð í stóru máli.
Haraldur Hansson, 17.12.2008 kl. 13:56
Jón Ingi, ESB er ekki framtíðin (fyrir Ísland) þrátt fyrir að margir trúi því. Það eru nefnilega margir (og þar á meðal þú) sem halda að það eitt að ganga í ESB þýði eilífa efnahagslega alsælu. Þetta er bara ekki rétt. Margir héldu líka á sínum tíma að það að ganga Sovétríkjunum á hönd (líkt og að ganga ESB á hönd núna) þýddi jöfnuð og velferð.
Það eru nefnilega að koma brestir í ESB og kreppan er rétt að byrja þar. Margt bendir til þess, t.d. óróleikinn í Grikklandi, vandræði Lettlands, Eistlands og Litháen. Ekki má gleyma efnahagsvandanum á Írlandi og Spáni. Þá mun renna upp fyrir mörgum að ESB er ekki það sæluríki sem margir halda.
Styrmi er einfaldlega að vara við of miklum væntingum til ESB. Ekkert annað. Því er óþarfi hjá þér úthrópa manninn "nátttröll" á háðuglegan hátt fyrir það eitt að viðra skoðanir sínar á ESB. Það sæmir þér ekki.
Grétar Páll Snorrason (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 14:11
Algjörlega sammála nafna mínum her á undan/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 17.12.2008 kl. 14:13
.... þetta er ekkert háðulegra en hvernig Styrmir hefur talað um þá sem vilja breytingar og hafa aðrar skoðanir... maður sem hefur skrifað Staksteina ætti að þola smávegis í sama dúr
Jón Ingi Cæsarsson, 17.12.2008 kl. 14:27
Sæll Jón Ingi.
Ja það er ekki að furða að ykkur ESB sinnunum í Samfylkingunni sjáist ekki fyrir í áróðri ykkar fyrir aðild þjóðarinnar að ESB þegar þetta er svo að þið trúið því að innganga okkar í ESB sé barátta við nátttröll og forynjur og að málstaður ykkar það er að ganga í þetta steinrunna skrifræðisbandalag sé hreinlega framtíðin. Er það furða að þið rekið áróður ykkar eins og hreint trúboð.
Þið hræðist nátttröll og forynjur en viljið svo ganga í þessa steinrunnu risaeðlu Evrópusambandið.
Ég er alveg viss að ykkur verður ekki að ósk ykkar, alveg eins og í Noregi þar sem ESB trúboðið rak gengdarlausan hræðsluáróður fyrir ESB aðild. Sigurvissi ESB sinna var mikil, fyrir þeim var það tómt formsatriði að hafa þessa þjóðaratkvæðagreiðslu, stuðningurinn í öllum skoðanakönnunum sýndi að mikill meirihluti þjóðarinnar virtist fylgjandi aðild, mun stærri hluti en nokkurn tíman hefur mælst hér. Allir helstu stjórnmálaflokkarnir lýstu yfir stuðning við aðild, aðeins 2 smáflokkar, annar til vinstri og hinn til hægri lýstu yfir andstöðu. Allt háskólasamfélgið mælti fyrir aðild, öll verkalýðsforystan og atvinnurekendasambandið lýstu mikilli aðdáun á ESB og allir fjölmiðlarnir sem alveg eins og hér hömuðust á þjóðini með aðild. Miklar umræður urðu í þjóðfélgainu síðustu vikurnar fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Nei andstöðunni ósk smám saman fiskur um hrygg og í sjálfri þjóðaratkvæðagreiðslunni var aðild hafnað af þjóðinni, öllum að óvörum ekki síst ESB liðinu sem var lengi að jafna sig. ESB trúboðið gerði svo aðra atlögu nokkrum árum seinna en allt fór á sömu leið. ESB aðild hafnað enn og aftur.
Nákvæmlega sama verður uppá teningnum hér. Islenska þjóðin mun hafna ESB.
Hverjir verða þá nátttröll Jón Ingi.
Ég skal segja þér það það verða sérstaklega forystumenn Samfylkingarinnar, sem verða þá með allt niðrum sig á berangri stjórnmálanna. Alveg eins og um kerlinguna í Skagafirði hvar skyldi þá kerlingin Ingibjörg Sólrún verða steindrangur, kanski í Borgarfirðinum með endemis Borgarnesræðurnar undir hendinni.
Trúboðið farið í vaskinn og flokkurinn rúinn öllu trausti og enginn stefna til að byggja á lengur því öll stefnan hafði einungis snúist um þessi heilögu trúarbrögð ykkar.
Nei þið í SF eigið alls ekki eftir að slá ykkur neitt uppá þessu, nema síður sé.
Ég var á sínum tíma stuðningsmaður ykkar og ég veit nú um mjög marga fleiri sem eru að átta sig á að þessum flokki sem nú hefur breytt sér í trúboðsamtök er alls ekki treystandi til að gæta hagsmuna lands og þjóðar. Einmitt vegna þessarar áköfu og glórulausu stefnu ykkar í ESB málunum. Góðar stundir.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 14:35
Jón Ingi, þó svo að Styrmir tali gegn ESB er hann ekki á móti breytingum. Þú heldur að það eitt að ganga í ESB sé breyting til batnaðar.
Sannleikurinn er sá að öll umræða um ESB hér á landi hefur verið í skötulíki. Áróðurinn fyrir ESB hefur verið á einn veg þ.e. að ESB-aðild er "Endlösung" á öllum efnahagvandræðum Íslands og það til frambúðar. Því er t.d. haldið fram að við inngöngu í ESB muni verðlag lækka hér, vextir lækka, verðtrygging heyri sögunni og að allt verði hér mjög gott í efnahagslegu tillit. En er þetta rétt??? Því er ekki farið í dýpri skoðun á þessu? Svarið er einfalt: Skoðanakúgun ESB sínna og Samfylkingarinnar. Það er nánast bannað að fjalla um neikvæðar hliðar á ESB. Einungis jákvæðu hliðarnar skulu upp á borðið.
Það eitt að hafa efasemdir um ESB er talið argasta guðlast hér á landi. Að leyfa sér að gagngrýna ESB á einhvern hátt er sömuleiðis talið helgispjöll. En þetta er bara eins og með Nýju Fötin Keisarans. Allir trúðu á þau og enginn mátti hafa efasemdir um þau. Þetta nákvæmlega það sem með ESB-trúboðið hér á landi. Allir sem hafa einhverjar efasemdir eru hafðir að háði og spotti líkt og Styrmir Gunnarsson.
Af hverju setur enginn spurningarmerki við ákefina á Olli Rehn á að fá okkur í ESB? Af hverjur er ESB svona skyndilega "jákvæðir" í okkar garð og gefa í skyn að við getum fengið hraðmeðferð inn í ESB? Þetta getur ekki verið út af einhverju góðmennsku af hálfu ESB. Hvað hangir á spýtunni hjá þeim? Mér vitanlega eru ESB engin góðgerðarsamtök, þó svo að Samfylkingin og ESB-fótgönguliðar haldi slíku fram. Allavegana er það ekki mín upplifun eftir að ESB tóku okkur í rassgatið út af IceSave-netsvindlinu.
Hvað gengur ESB eiginlega til með að fá okkur inn í ESB, einmitt þegar við erum með allt niður um okkur og samningsstaða okkar er vonlaus gagnvart ESB? Er það kannski þess vegna sem ESB vill fá okkur, svo þeir geti kúgað okkur meira?
P.s. Fyrirgefðu Jón Ingi, að ég skuli verða að guðlasta ESB. Ég hlýt að verað brenndur á báli fyrir þetta.
Grétar Páll Snorrason (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 15:05
Sjálfur bý ég nú í ESB landinu Spáni. Hér er allt í mikilli lægð og því er spáð að hún eigi enn eftir að dýpka. Atvinnuleysistölur eru nú komin yfir heil 13% og spár stefna í að fara allt uppundir 20%. Atvinnuleysi ungs fólks milli 20 og 30 ára er að fara uppí 30%. Hugsið ykkur sæluna fyrir þetta fólk.
Fjöldinn allur af ófyrirleitnum atvinnurekendum notfæra sér nú eymd fólks og eru að ráða fólk á þvílíkum skítalaunum, langt undir öllum töxtum og án nokkurra réttinda. Og þetta er að gerast hér undir ESB og Evrunni.
Byggingariðnaðurinn er helfrosinn og fjöldagjaldþrot á fullri ferð í greininni. Húsnæðisverð hefur fallið um tugi prósenta og bankageirinn er komin í vandræði. Hér tala margir hagfræðingar um að þessi hræðilegi vetur í Spænsku efnahagslífi sé einmitt enn harðari en ella einmitt vegna Evrunnar og peningamálastefnunnar.
Þetta vill ESB trúboðið á Íslandi ekki heyra á minnst.
Sumir eru orðnir svo heilaþvegnir af trúboði þeirra að þeir segjast ætla að styðja ESB aðild til þess að Íslenskir atvinnurekendur hætti að kúga Íslenskt verkafólk.
Fólk ætti að kynna sér betur hvernig þetta er í raun ESB löndunum.
Því segi ég, því betur sem ég kynnist reglum og skrifræði ESB því vænna þykir mér um landið mitt og fullveldi þess, án ESB aðildar. Þakka fyrir aðrar góðar athugasemdir sem hafa verið gerðar hér við greinina hans Jóns Inga. Hann mætti alveg fara að reyna að svara fyrir.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 16:41
Ég var á spjalli á örðrum þræði um þessi mál. Þar voru efasemdamennir kallaðir lygrarar, heimskingjar, fáfróðir, rökþrota og ýmislegt í þeim dúr. Þetta er svolítið dæmigerður málflutningur ESB sinna. Þegar ég nefndi að frjáls flutningur hrárra matvæla hefði ekki bara í för með sér lærgra matvöruverð heldur líka hærri tíðni matareitrunar var því svarað sú tölfræði ætti ekki við. Veit ekki hvort ESB sinnar trúa því sjálfir að bara góðu tölurnar eigi við ísland en ekki hinar. Ef tíðni matareitrunar á Íslandi væri hin sama og í ESB löndunum þýddi það 75.000 tilfelli á ári í stað 6000 eins og nú er. En þetta teljast víst ekki rök í umræðunni. En hvað eru nokkrir tugir þúsunda matareitrunarsjúklinga þegar hinn "heilagi" boðskapur er annars vegar?
Víðir Benediktsson, 17.12.2008 kl. 17:45
Víðir , þú kemur inn á mitt sérsvið með matareitrunina því ég hef unnið við matvæli í áratugi hér á landi og á norðurlöndunum. Í svíþjóð getur almenningur valið frá hvaða landi hann kaupir sitt kjöt því það er kryfilega merkt upprunalandi og mæli ég sérstaklega með írsku nautakjöti..
Ég man ekki eftir einni einustu frétt á þeim tæpu 10 árum sem ég bjó erlendis um matareitrun af völdum sýktra matvæla. Ég man hinsvegar vel eftir kristilegri skitu í Laugardalshöll fyrir um 20-25 árum síðan úr alíslensku hráefni. þar drulluðu á sig hundruðir manna sem mættir voru til þess að hlusta á boðskap guðs en telfdu við páfann við slæmar aðstæður í staðinn.
Óskar Þorkelsson, 17.12.2008 kl. 19:34
það er allstaðar hægt að fá matareitrun Óskar. Sumsstaðar er hættan bara meiri en annarsstaðar. En þetta eru opinberar tölur. 25% íbúa ESB fá matareitrun árlega en 2% íslendinga. Eins og ég sagði eru þetta sjálfssagt ekki rök frekar en annað sem efasemdar menn koma fram með.
Víðir Benediktsson, 17.12.2008 kl. 19:56
Víðir ég leyfi mér að draga þessar tölur í efa, gætiru sent mér link um þetta td á pm ?
Óskar Þorkelsson, 17.12.2008 kl. 20:22
Þú verður að fyrirgefa mér Óskar en ég man ekki hvar ég dró upp þessar tölur en ég man að ég gerði það því matvælafrumvarpið umdeilda kom allt í einu inn á bæjarstjórnarfund sem ég sat í sumar. Þú verður bara að treysta mér.
Víðir Benediktsson, 17.12.2008 kl. 20:38
Ég trúi þér alveg Víðir að þú hafir séð þessar tölur, ég vildi bara fá að sannreyna þær því svo mikið bull er í gangi á báða vegu að það hálfa væri nóg.
Líklegasta skýring á "matareitrun" í ESB er sú að fólk drekkur staðið vatn yfir sumartímann eða drekki bjór af stút á flösku sem hefur staðið úti og orðið fyrir utanaðkomandi mengun.
Matvæli hinsvegar í ESB eru að minnsta kosti jafntrygg og íslensk.
Óskar Þorkelsson, 17.12.2008 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.