Hverju var hótað ?

Sigurður Kári er stundum seinheppinn í sínum pólitísku greiningum. Ég heyrði Ingibjörgu ekki hóta neinu í umræddum útvarpsþætti.  Hún benti einungis á það með góðlátlegum og málefnalegum hætti að ef tveir stjórnmálaflokkar ætla ekki að ganga sameiginlega og í takt inn í framtíðina þá eiga þeir ekki samleið og ég sé ekkert óeðilegt við það.

Íslenskt fjármálakerfi er hrunið. Íslenskar krónan er ónýtur gjaldmiðill.  Vera okkar utan ESB skapar veikleika sem er óásættanleg til lengri tíma. Því verðum við að taka stórar ákvarðanir sem fleyta okkur fram veginn og nú dugar ekkert hik, afturhald eða fordómar. Nú þarf að taka skynsamlegar ákvarðanir sem skila okkur áfram.

Það sem Ingibjörg var að segja að ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að slá tjöldum og setjast að þar sem við nú erum stödd verður Samfylkingin ekki eftir í þeim tjaldbúðum og heldur áfram fram veginn. Ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að festast í foraði ónýtrar stefnu og sökkva þar til botns þá ætlar Samfylkingin ekki að sökkva með honum.

Í þessu er engin hótun... miklu fremur má kalla það hótun ef stjórnarflokkur lýsir því yfir að hann ætli ekki að þroskast og þróast fram veginn og þannig væri það ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að sitja fastur í arfi Davíðs Oddssonar.


mbl.is Hótaði formaður Samfylkingar stjórnarslitum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Ingibjörg Sólrún gerði bara rétt með því að skerpa línurnar

Ágreiningur stjórnarflokkanna í Evrópumálum lá fyrir og var marg undirstrikaður við myndun núverandi ríkisstjórnar. Það er öllum ljóst. Jafnframt er öllum nú ljóst að staðan er gjörbreytt. Samfylkingin var tilbúin að leggja sínar áherslur til hliðar, um stundarsakir, til að unnt væri að mynda sterka stjórn á Íslandi. Það tókst - en svo hrundi allt.

Mér finnst mjög eðlilegt að Ingibjörg Sólrún tali með skýrum hætti um það sem hún sér framundan. Annað hvort vill hún vinna með Geir og hans liði eða ekki. Hún er ekkert að stilla neinum upp við vegg. Það liggur einfaldlega fyrir nú að ef Sjálfstæðismenn halda afstöðu sinni til Evrópusambandsaðildar óbreyttri - þá vill Samfylkingin ekki vinna með þeim lengur. Skýr og eðlileg afstaða. Þá kjósum við að nýju og myndum aðra stjórn. Er það ekki það sem almenningur vill?

"Getur það verið að formanni Samfylkingarinnar þyki eðlilegt og málefnalegt að sjálfstæðismenn taki afstöðu til aðildar að Evrópusambandinu undir þeirri hótun að komist þeir ekki að niðurstöðu sem er öðrum stjórnmálaflokkum og stjórnmálamönnum sem ekkert hafa með málefni Sjálfstæðisflokksins að gera ekki þóknanleg þá sé ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sjálfhætt? Ég vona að formaður Samfylkingarinnar hafi sagt meira en hún ætlaði sér í viðtalinu í morgun," segir Sigurður Kári.

Þessi orð er skelfilega barnaleg. Sjálfstæðismenn taka bara sína afstöðu, hvort sem hún rýfur stjórnina eða ekki. Ef aðstaða þeirra leiðir til stjórnarslita, þá verður svo að vera. Geir segist ekki óttast dóm kjósenda. Fimmti hver kjósandi (20%) hallast að Sjálfstæðisflokknum um þessar mundir samkvæmt könnunum. Sem er frábær árangur eftir 17 ár í stjórn og öll helstu stefnu- og áhugamálin gjörsamlega hrunin.

Ingibjörg Sólrún gerði bara rétt með því að skerpa línurnar.

Björn Birgisson, 13.12.2008 kl. 22:07

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Mikið var Ingibjörg samt lengi að fatta þetta. Sjálfsstæðisflokkurinn er nákvæmlega sami flokkurinn og hann var í síðustu kosningum. Þetta stóð ekkert í Ingibjörgu þá. En samfylkingin er nú orðin fræg að endemum fyrir að vera svona út og suður flokkur. Hún á ekki sjö dagana sæla framundan.

Víðir Benediktsson, 13.12.2008 kl. 23:39

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég ætlast ekki til að þú vitir neitt um það hvað er að gerast Víðir

Jón Ingi Cæsarsson, 14.12.2008 kl. 01:03

4 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þú heldur það já. Þú ættir að sjá innboxið mitt.

Víðir Benediktsson, 14.12.2008 kl. 01:12

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Landsfundur mun taka afstöðu með tilliti til þess hvað er best fyrir hagsmuni Íslands og íslendinga en ekki hvað huggnast sf.
Ef sf gengur út, þá er komið pláss fyrir Framsókn - ég dreg það í efa að þeir hafi áhuga á kosningum á fyrri hluta næsta árs.
Hafðu í huga Jón að Geir hefur þingrofsréttinn ekki Ingibjörg.

Óðinn Þórisson, 14.12.2008 kl. 10:10

6 identicon

Að sjálfsögðu er þetta hótun sem er bara allt í lagi. Hvorugur þessara flokka hefur umboð til stjórnarsetu við þessar aðsæður þess vegna þarf að kjósa ekki seinna en í vor.

Guðni Sigurmundsson (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 818123

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband