14.11.2008 | 20:45
Nýir flokkar... um gælumál einstaklinga.
Þetta er leið sem margir hafa farið margoft. Ég hef hreinlega ekki tölu á því hversu margir flokkar hafa litið dagsins ljós frá því ég fór að fylgjast með stjórnmálum.
Sumir hafa náð inn einum og einum þingmanni, aðrir ekki. Flestir þeirra sem hafa náð inn manni eða mönnum hafa enst eitt eða tvö tímabil... oftast við hörmungar það síðara.
Framfaraflokkurinn... skemmtilega illa valið nafn. Þetta er nafn sem notað hefur verið á flokka í nágrannalöndum okkar. Þessir flokkar hafa oftar en ekki verið öfgaflokkar á einhvern málstað, td. kynþáttafordóma.
Að Sturla bílstjóri taki þátt í þessu gefur ef til vill einhverja hugmynd um stíl og stefnu þessa tilvonandi stjórnmálaafls.
Ég held satt að segja að það þurfi ekki fleiri stjórnmálaflokka á Íslandi. Nær væri þeim sem vilja hafa áhrif að ganga til liðs við þá flokka sem fyrir eru og breyta þeim innanfrá. Það væri mun skynsamlegri og skilvirkari aðferð en stofna enn eitt sérframboðið um þröng hagmunamál þeirra sem að þeim standa.
Framfaraflokkurinn stofnaður á næstu dögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þér þarna Jón Ingi. Algjörlega. Punktur.
Viðar Friðgeirsson (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 21:17
eitthvað verður að gera þegar stærsti vinstri flokkurinn stendur ekki vörð um fólkið í landinu...
Óskar Þorkelsson, 14.11.2008 kl. 21:52
Óskar... þú veist ekki hvað þú ert að segja núna... það er ljóst...mættu bara og kíktu á þetta
Jón Ingi Cæsarsson, 14.11.2008 kl. 22:13
hvað er samfó að gera í dag Jón ? ég sé ekki betur en að stýrisvextir séu 18 % vegna duttlunga Davíðs sem situr í skjóli samfó..
Ég sé ekki betur en að 35-50 % heimila í landinu séu orðin svo skuldsett að þau komast seint eða aldrei upp úr pyttnum..
Ég meina hvað er samfylkingin að gera í stjórn með þessu viðbjóðslegu sjálftektarmönnum ?
Ég meina ekki get ég séð að Samfó sé að stjórna einu eða neinu.. svo það er ekkert skrítið að nýtt afl myndist.. því Samfó er að svíkja fólkið í landinu.
Óskar Þorkelsson, 14.11.2008 kl. 22:24
margt óskar.. margt... en þú veist vonandi að þetta er langhlaup hjá okkur öllum
Jón Ingi Cæsarsson, 14.11.2008 kl. 22:29
svona svar fegnum við frá Sollu í dag... blaðamannafundur um ekkert.. bla bla bla.. fólk vill sjá árangur, fólk vill sjá aðgerðir jón, ekki undirlægjuhátt við breta sem solla hefur sýnt undanfarið og svo lygar varðandi bresku flugsveitina.
fylgi Samfó var gott í sl skoðanakönnunum.. en ekki halda í þá von að það fylgi haldist til lengdar.
Óskar Þorkelsson, 14.11.2008 kl. 22:34
Óskar... þjóðin er búinn að keyra sig á botninn og það eru engar patentlausnir á því. Þetta er margra ára vinna sem er greiðsla fyrir sukk síðustu ára... og við sitjum öll í þeirri súpu. Ég vildi ekki eiga það undir að Sturla vörubílsstjóri ætti að leiða þá endurreisn með fullri virðingu fyrir honum.
Jón Ingi Cæsarsson, 14.11.2008 kl. 22:40
afhverju segir Björgvin ekki af sér ? Hann er gersamlega óhæfur.. Árni sömuleiðis en Árni situr ekki á þingi vegna míns atkvæðis..
Hvar er ábyrgðin Jón ? afhverju gerir samfylkingin ekkert ? Það kemur bókstaflega EKKERT frá flokknum.. ekki bofs .. nada.. nothing..
Óskar Þorkelsson, 14.11.2008 kl. 22:48
sjáðu hvernig Solla laug að alþjóð í gær..
http://www.vg.no/nyheter/utenriks/artikkel.php?artid=524179
norðmenn segja það berum orðum að íslendingar frábáðu sér breskar flugvélar.. hvað sagði solla ? hún sagði að þetta hefði verið ákvörðun innan NATO.. sem var helber lýgi..
Ég fagna nýjum flokkum.. burt með spillingarliðið .. og SOLLU.
Óskar Þorkelsson, 14.11.2008 kl. 22:51
Það bara að Sturla er þarna ætla ég að gefa mér að þessi flokkur fær aldrei meira en 1% - ég vona reyndar að þessi flokkur verði að veruleika - stefnuskráin gæti orðið skemmtileg lesning
fleiri vinstriflokkar og meiri sundrung á vinstrivængnum
Óðinn Þórisson, 15.11.2008 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.