Loksins eitthvað af viti.

Þá er Sálfstæðisflokkurinn að hefja vinnu við mótum framtíðarstefnu og taka afstöðu til margra mála. Þetta er vinna sem Samfylkingin lauk fyrir all löngu og hefur ekki kvikað frá þeirri stefnumökun.

Sem betur fer eru stjórnmálamenn á Íslandi að vitkast. En dýrt var það drottinn minn.

Nú reynir á hvort Sjálfstæðisflokkurinn er að losna úr heljargreipum frjálshyggjunnar og mönnum eins og Davíð Oddssyni, Hannesi Hólmsteini og fleirum þeim líkum verði komið fyrir á safnhaug fortíðarinnar.

Ísland hefur fengið mikinn skell og ef okkur ber ekki gæfa til að vinna úr því þannig að framtíð barnanna okkar verði borgið í þessu landi fer illa.

Vonandi verður hér til samfélag sem metur manngildi ofar auðgildi og býr framtíðaríslendingum það skjól og umhverfi sem hæfir þroskaðri þjóð.


mbl.is Skipuð verði Evrópunefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Gunnarsson

Sæll Jón Ingi, í mínum huga er þetta bara ein ein blekkingin sem sjálfstæðisflokkurinn beitir, nú vegna þess að þetta er síðasta tækifæri þeirra til að halda lífi í íslenskri pólitík og ætla nú að selja sálu sína, eða leigja til skamms tíma, til að þurrkast ekki alveg út og geta haldið völdum áfram, og þá líklega með samfylkingu. Þetta kalla ég nú ekki að menn séu að vitkast, miklu frekar óþverrabragð sem er gert í þeim einum tilgangi að halda hugsanlega á veldissprotanum að loknum næstu kosningum. Sannaðu til Jón, ef þetta bragð heppnast þá verður sálarsölunni rift strax að loknum kosningum, og þeir fara í sama farið og hefur verið í gegn um tíðina. Ég bara spyr, er einhverjum treystandi í nútímapólitík, ég sé það ekki í fljótheitum

Ólafur Gunnarsson, 14.11.2008 kl. 20:18

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ef þú trúir ekki og hefur enga trú gerist ekki neitt.

Jón Ingi Cæsarsson, 14.11.2008 kl. 20:51

3 Smámynd: Ólafur Gunnarsson

Málið er bara það að ég hef ekki neina trú á þessum flokkum sem í boði eru. Það virka flestir pólitíkusar á mig sem hreinir eiginhagsmunapotarar. Það er til ágætis fólk í öllum flokkum, en þeim er bara ekki skipaður hærri sess í núverandi flokkakerfi. Ég bara trúi ekki á neinar breytingar hjá sjallanum undir forustu núverandi framvarðarsveitar, hef ekki séð neitt sem breytir trúverðugleika þeirra. Sama hef ég að segja um samfylkinguna, það vantar ekkert upp á yfirlýsingargleðina hjá þessum flokkum, á reyndar við um alla flokka þegar dregur að kosningum, en þegar kemur að efndum þá eru flest loforð gleymd eða sögð misskilin af kjósendum. Við látum þetta eða hitt ekki ganga yfir þjóðina er eitthvað sem við höfum oft heyrt undanfarið, en svo gengur þetta og hitt yfir okkur án þess að nokkuð sé að gert. Það þarf algera uppstokkun ef á að sjást til sólar með vorinu.

Ólafur Gunnarsson, 14.11.2008 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband