Ábyrðarhluti að vera forseti ASÍ

Ég tek þann pól í hæðina að nýr forseti ASÍ geri sér ekki grein fyrir stöðu sinni. Það er ábyrgðarhluti að forseti ASÍ sé að handvelja einhverja til að fórna vegna ókyrrðar í landinu.

Þetta er eins og leggja til að menn séu teknir af lífi án dóms og laga til að róa liðið.

Þessi mál verða rannsökuð og í ljósi niðurstaðna úr slíkri rannsókn verða menn dregnir til ábyrgðar.

En að forseti ASÍ leggi til órökstuddar tillögur um að handpikka fórnarlömb til að fórna .... er ekki í hans verkahring.

Það skiptir máli hvað forseti ASÍ segir og Gylfi verður að átta sig á því fyrr en seinna að sem slíkur þarf hann að haga sér með ábyrgum hætti.... ég legg honum til málsbóta að vera nýr og óreyndur í þessu hlutverki.


mbl.is Vegið ómaklega að ráðherrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alveg rétt hjá þér vonandi að allt þetta hrun verði rannsakað og það fyrr en seinna. Þá verður fundið út eins og hægt var, hverjir brugðust, hvenær og hvar.

En í öllum siðmenntuðum lýðræðisríkjum sem styðjast við réttarríkið er til svokölluð ráherraábyrgð sem er pólitísk ábyrgð viðkomandi ráðherra á því að regluverkið stofnanirnar og embættismennirnir sem þar vinna og heyra undir viðkomandi ráðherra virki rétt og bregðist rétt við.

Það er til dæmis algerlega ljóst að regluverkið í kringum fjármálafyrirtækin og eftirlitið svo sem Fjármálaeftirlitið brugðust gjörsamlega í þessu mesta efnahagshruni Íslandssögunnar. Það þarf enga rannsókn til þess, það er þegar augljóst !

Þar þýðir ekkert fyrir ráðherra að bera fyrir sig að þessar eða hinar stofnanir hafi ekki látið sig vita eða einhver embættismaður á hans vegum hafi gert lítið úr þessu og að hann hafi því lítið sem ekkert vitað og svo framvegis og svo framvegis.

Það er algerlega deginum ljósara að stofnunin Fjármaálaeftirlitið sem heyrir undir viðskiptaráðherra hefur steinsofið á verðinum og annað hvort ekki haft getu eða þekkingu til þess að greina eða sjá vandann fyrir, eða eitthvað þaðan af verra.

Vel getur verið að þegar rannsókn er lokið komi berlega í ljós að það megi hreinlega reka einhverja eftirlitsmenn þessarar stofnunar fyrir embættisafglöp og vanrækslu eða yfirhylmingar og mútuþægni. Þá má ákæruvaldið eftir atvikum kæra þá fyrir embættisafglöp og það annað sem útúr rannsókninni kemur.

Það gæti vel farið svo.

En það er og verður engu að síður viðskiptaráðherrann sem ber hina pólitísku ábyrgð á regluverkinu og gjörðum og eða aðgerðarleysi stofnunarinnar og embættsimanna hennar. 

Það er nú þegar og varð strax ljóst að regluverkið og kerfið brást algerlega í þessu hryllilega máli og á því ber auðvitað viðskiptaráðherran fulla pólitíska ábyrgð  og hefði í raun átt að segja strax af sér.

Hvað sem síðar kann að koma útúr þessari rannsókn.

Það er því mikill dómgreindarskortur og meðvirkni hjá þeim Ingibjörgu Sólrúnu og Geir Haarde að neita að sjá þetta og taka á sig þessa pólitísku ábyrgð og það ber hreinlega vott um dómgreindarskort og að þau séu ekki starfi sínu vaxin.

BURT MEÐ ÞESSA LIÐ ÓNÝTU OG RÁÐLAUSU RÍKISSTJÓRN !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 16:46

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Og síðan hvenær heldur þú að þetta regluverk sé ??

Jón Ingi Cæsarsson, 11.11.2008 kl. 16:54

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þetta regluverk er frá ESB

Víðir Benediktsson, 11.11.2008 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband