Hörður Torfa mannvinur að missa þetta í skrílslæti.

Mér hefur fundist þessa samkomur á Austurvelli eiga fullan rétt á sér og skilaboðin þörf. Í dag fór þetta úr böndunum og það var leitt að sjá hvað sumir þarna gerðu ekkert með það sem Hörður Torfason fundarstjóri bað um.

Það var ljóst að þarna var hópur manna, mest unglingar sem komu óorði og ljótum stimpli á þessi mótmæli sem ætlað er að vera friðsæl og almenningi til sóma.

En það er oft með svona uppákomur, þær eru vanmeðfarnar og oftar en ekki eru mættir einstaklingar sem nota tækifærið til að þjóna sinni lund.

Það er eiginlega sorglegt að heyra fólk gera hróp að mönnum sem leggja nótt við dag til að bjarga því sem bjargðað verður.

Að kasta eggjum í Alþingishúsið er sóðalegur gjörningur og okkur sem lýðræðiselskandi þjóð til skammar. Þetta er löggjafarsamkoman okkar og tákn lýðræðis. Lægra er varla hægt að leggjast.


mbl.is Geir Jón: Lítið má út af bregða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þú ert stundum eins og saklaus kerling að tuða jón.. það hefur ekkert komið fram í fjölmiðlum í dag sem er sannleikanum samkvæmt. 

Hörður Torfa er að gera gott verk og óþarfi að nefna hann í sömu andrá og einhverra ribbalda..  

Óskar Þorkelsson, 8.11.2008 kl. 22:40

2 identicon

Gott kvöld; Jón Ingi !

Jah; lítið leggst nú fyrir Eyfirðinga, fjarskylda frændur mína, andmæli þeir ekki þessum lítilmannlegu skrifum þínum, Jón Ingi.

Að minnsta kosti; er Hörður Torfason, og hans baráttufélagar meiri menn, en þú, Jón minn, og líkast til ekki pikkfastir, á einhverri jötunni sem þú, og þínir líkar margir, Jón Ingi.

Gerfi ''lýðræði'' það, sem Alþingi stendur fyrir, er einungis,, eitt fjölmargra valdatækja burgeisa stéttarinnar, sem þið ''jafnaðarmenn'' Samfylkingar látið ykkur sæma, að halda við kjötkatlana, meðan vandi mikill steðjar, að allri alþýðu, en,........ skítt með almenning, Jón minn, meðan þið kratar, og aðrir stofuhita verndaðir megið næðis njóta, og sitja til borðs, með þessum illu valdhöfum, hverjir eru að ganga, af almennilegu og skikkanlegu þjóðlífi dauðu, algjörlega.

Ætlar þú kannski; að vera einn þeirra, hverjir hæst hlægja, þá fækka tekur fólkinu, hvert búið hefir, við Eyjafjörð, og unnið sínu landi, allt það gagn, sem það hefir mátt, Jón minn ?

Með ærið þurrum kveðjum, úr Árnesþingi suður /

Óskar Helgi Helgason       

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 22:47

3 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Þótt egg og jógúrt séu sóðaleg, þá eru þau nú næsta sakleysisleg í samanburði við grjót eða handsprengjur. Ég er ekki hissa á að fólk sé reitt.

Vésteinn Valgarðsson, 9.11.2008 kl. 01:08

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég tek undir með Vésteini. Ég verð líka að taka það fram að mér finnst fátt minna á lýðræði af því sem fer fram á Alþingi um þessar mundir. Þingmenn hafa m.a.s. vakið athygli á þessari staðreynd sjálfir.

Ég er sjálf ekki fylgjandi eggja- og mjólkurafurðakasti en þykir fálæti ríkisstjórnarinnar gagnvart mótmælendum með ólíkindum. Þögn hennar elur á reiði meðal almennings þannig að meðlimir hennar geta svo sannarlega ekki vikist undan ábyrgðinni af því að alþingishúsið var grýtt í dag. Kannski verður þessi gjörningur til að ná athygli þeirra

Rakel Sigurgeirsdóttir, 9.11.2008 kl. 02:25

5 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Sóðaskapurinn hefur farið fram innindyra á Alþingi, sóðaskapur sem verður ekki vafn auðveldlega þrifin og egg og rotnir tómatar af veggjum. Innviðir Alþingis hafa fengið að fúna og þingmenn tala nú sjálfir um sig sem afgreiðslufólk á kassa í búð eða á færibandi með fullri virðingu fyrir þeim þörfu störfum. Egg, skyr og tómatar eru táknræn tjáning fyir sóðaskapinn sem viðgengst inni á Alþingi, ekki fyrirlitningu á Alþingi sem slíku og því sem það Á að standa fyrir. Það held ég allavegana þó að ég voni innilega að lætin í dag þýði ekki óeirðalögguna næstu helgi, megum alls ekki missa þetta út í líkamlegt ofbeldi.

Georg P Sveinbjörnsson, 9.11.2008 kl. 04:56

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Mér finnst menn vera að yfirdramatisera hér . Ég tók eftir að Hörður gerði ítrekaðar tilraunir til að  fá fólk til að mótmæla friðsamlega en hluti þess gerði ekkert með það.... því miður.

Það vinnast engir sigrar með að kasta mat í hús.... ég tala nú ekki um þann táknræna gjörning að eyðileggja mat þegar börn svelta og íslensk heimili þurfa að leita á náðir félagasamtaka til að eiga fyrir mat handa börnunum sínum.

Jón Ingi Cæsarsson, 9.11.2008 kl. 09:26

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það er stutt úr eggi yfir í grjót Jón.. hverjir eru í ríkisstjórn í dag ? 

Óskar Þorkelsson, 9.11.2008 kl. 10:25

8 Smámynd: Dorothea

Jæja, ég geri þá ráð fyrir því að þið, Óskar, Rakel Vésteinn og Georg mætið niður á Austurvöll í dag og þrífið upp sóðaskapinn sem liggur þarna eftir mótmælendur! Eða kannski þeir hafi bara manndóminn í sér til þess að gera það sjálfir! Neinei, hélt ekki, látum bara ríkisstarfsmennina gera þetta, þeir hafa líkegast ekkert annað að gera en að þrífa upp ruslið eftir fólk.

Verð bara fyrir mitt leiti að vera sammála honum Jóni, hvaða sigrar vinnast með því að kasta matvælum í hús þegar hluti þjóðarinnar er að svelta?

Dorothea, 9.11.2008 kl. 12:07

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Dorothea.. þetta er sennilega grátbroslegasta komment sem ég hef séð lengi.. og hef ég séð þau mörg afspyrnu heimskuleg í gegnum tíðina.. 

Dorothea.. hver á að þrífa upp skítinn eftir ráðamennina ?  

Óskar Þorkelsson, 9.11.2008 kl. 12:25

10 Smámynd: Dorothea

Bíddu, eru þeir ekki bara í því akkúrat þessa dagana að þrífa upp skítinn eftir okkur, þig OG mig? Ekki sá ég mótmælendur niðri á Austurvelli í góðærinu að mótmæla því hvað það væri gott að búa á Íslandi. Þú hefur þá líklegast staðið þar einn eða hvað?

Auðvelt er að kasta steinum í glerhúsi en er það viturlegt?

Dorothea, 9.11.2008 kl. 12:33

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég skil þig ekki dorothea.. 

Óskar Þorkelsson, 9.11.2008 kl. 13:06

12 Smámynd: Dorothea

Og ég ekki þig Óskar. Og þá getum við líklegast bara verið sammála um að skilja ekki hvort annað.

 Það er kreppa allsstaðar í heiminum, ekki bara á Íslandi. Við skulum gera fastlega ráð fyrir því að íslenskir ráðamenn eigi ekki sök á heimskreppunni. Finnst það líklegt frekar en eitthvað annað að fleiri tugi manna, hagfræðingar meðal annars, séu að aðstoða við að endureisa efnahaginn hér á landi. Og hvurslags vinnuaðstæður eru það að þurfa að horfa uppá skríl (þótt meirihluti mótmælenda í gær hafi verið friðsamir þá voru samt sem áður nokkur rotin egg inná milli sem voru þarna einfaldlega til þess að skemma fyrir, og þú skalt ekki reyna að þræta fyrir það Óskar) vandelasera vinnustaðinn?

Við komum okkur sjálf í þennan skít, við og enginn annar! Með því að eyða umfram efnum og taka endalaus lán til þess að halda okkur uppi. Hvar voru mótmælendur þegar útrásarmennirnir fóru að spila með peningana þeirra? Það er rosalega einfalt að skella skuldinni alfarið á ríkisstjórnina en það er engan vegin sanngjarnt. Held það sé komin tími til þess að fólk líti í eigin barm.

Dorothea, 9.11.2008 kl. 13:21

13 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Það er rosalega einfalt að skella skuldinni alfarið á ríkisstjórnina en það er engan vegin sanngjarnt.

Jahérna.. ef ekki á að skella skuldinni á yfirvöld.. hverjum ætlaru þá að kenna um ? Pylsusalanum á ráðhústorgi ? 

Óskar Þorkelsson, 9.11.2008 kl. 13:39

14 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Óskar... ég hef tekið þá upplýstu ákvörðun að kenna engum einum umfram annan. Rannsókn þessara mál er nauðsynleg og boðuð og þegar niðurstaða liggur fyrir skulum við tala saman.. fram að því getum við alveg kennt pylsusalanum eins og hverjum öðrum... nema það er víst enginn eins og er .

Jón Ingi Cæsarsson, 9.11.2008 kl. 13:48

15 Smámynd: Dorothea

Jæja, á ég að þurfa að segja það í þriðja skiptið semsagt? Allt í lagi, þá skal ég gera það Óskar minn, því að þú ert greinilega ekki að átta þig á því.

Þótt að ríkisstjórnin eigi vissulega einhvern þátt í þessu glapræði, því getur enginn neitað, ekki einu sinni ég, þá er allt í lagi að lýta í eigin barm og sjá hvaða þátt maður sjálfur á í þessum hörmungum! ÉG OG ÞÚ og allir hinir sem eru búnir að lifa við þetta blessaða góðæri, neituðum að sjá í hvað stefndi, vegna eigin þröngsýni og stjórnmálaskoðana. Ég og þú og allir hinir sem eyddu langt umfram efnum og tókum lán til þess að halda því uppi. Ég og þú og allir hinir sem trúðum því að útrásarvíkingarnir væru gáfaðir menn og vissu hvað þeir væru að gera!

Þetta er lengi búið að vera í bígerð og engan vegin hægt að halda því fram að ekki hafi verið búið að vara okkur við. Pylsusalinn á ráðhústorgi á jafn mikinn þátt í þessu eins og ég og þú, þrátt fyrir að vera örugglega mjög góður og ráðvandur maður, rétt eins og flestir aðrir íslendingar.

Dorothea, 9.11.2008 kl. 13:55

16 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Dorothea segir; "ÉG OG ÞÚ og allir hinir sem eru búnir að lifa við þetta blessaða góðæri, neituðum að sjá í hvað stefndi, vegna eigin þröngsýni og stjórnmálaskoðana. Ég og þú og allir hinir sem eyddu langt umfram efnum og tókum lán til þess að halda því uppi. Ég og þú og allir hinir sem trúðum því að útrásarvíkingarnir væru gáfaðir menn og vissu hvað þeir væru að gera!"

Ég neita að eiga nokkurn þátt í því hvernig fór, ég hef lifgað spart í áratugi, hef ekki tekið lán í 20 ár eða meira og kaupi ekkert nema eiga fyrir því, sama á við um flesta sem ég þekki, (á enga vini í hópi jet-settsins og flottræfilsfólksins, finnst það ekki áhugavert fólk), fólk sem hefur þurft að velta hverri krónu fyrir sér í þessu svokallaða góðæri (lesist-þenslu), æði margir sem fundu lítið fyrir því og máttu hafa sig alla við með mikilli vinnu og hagsýni að hafa mat á borðum allann mánuðinn og eiga fyrir svimandi hárri leigu. Vegna þessa hefur svo sem ekki margt breyst fyrir mig, ég er blankur eins og ég hef verið síðan ég hætti á sjónum fyrir tæpum tuttugu árum og fór að vinna í landi. Ég er búinn að vera að vara við hruninu í mörg ár og það kom töluvert seinna en ég átti von á, blaðran var orðin ýskyggilega úttútnuð strax 2004, aðvörunarorð mín og annarra voru afskrifuð sem öfundar og úrtöluhjal!

Þannig að ég frábið mér að vera bendlaður við sukkið vinsamlegast

Georg P Sveinbjörnsson, 9.11.2008 kl. 14:59

17 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég tilheyri sama liði og Georg. Skrýtið hvernig margir hafa alveg misst af því að það voru alltaf raddir sem höfðu áhyggjur af þessari ofþenslu og annaðhvort kusu að halda sig fyrir utan góðærið eða höfðu bara hreinlega ekki efni á að taka þátt í því

Mér finnst það líka furðuleg oftúlkun að eitthvert okkar sem Dóróteha nefnir í færslu nr. 8 séum að mæla með eggja- og mjólkurvörukasti í alþingishúsið. Ég tek t.d. sérstaklega fram að ég sé „ekki fylgjandi“ því (sjá færslu nr. 4) en bendi á að framkoma ráðherranna í ríkisstjórninni ali á reiði almennings sem brjótist þannig út. Lygin og þögnin sem þeir hafa ástundað er mjög heppilegt eldsneyti til að næra og efla reiði almennings þeir geta þess vegna ekki vikist undan ábyrgðinni á því hvernig hún brýst út.

Það að ætla mér eða öðrum, sem finna sig ekki knúna til að fordæma reiði sem brýst út á umtalaðan hátt, að þrífa ósómann upp er svona álíka óraunsæ tillaga eins og ef það væri ætlast til að þeir sem sjá ekkert athugavert við störf núvernandi ráðamanna þrifu ósómann upp eftir þá.

Að lokum langar mig til að benda á að alþingishúsið var þrifið að utan strax eftir aðgerðirnar. Samkvæmt mínum heimildum er ekki byrjað á hinum sem var verið að mótmæla...

Rakel Sigurgeirsdóttir, 9.11.2008 kl. 15:25

18 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Hin stóru þrif þurfa að fara fram inná Alþingi sem hefur verið útbíað af gráðugum og spilltum stjónmálamönnum í vasa auð og fjárglæframanna, þar þarf að spúla rækilega út og fjarlægja skúm sem hefur sest á innviðina og rotnun daunilla.

Georg P Sveinbjörnsson, 9.11.2008 kl. 15:41

19 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Dorothea.. talaðu fyrir sjálfan þig því ÉG TÓK EKKI ÞÁTT Í ÞESSU GÓÐÆRI

ANNAÐ EINS YFIRLÆTI EINNI MANNESKJU ER ÓTRÚLEGT..

Ég á ekki hús, ég á ekki bíl.. ég barðist í bökkum í þessu svokallaða góðæri sem ÉG TÓK EKKI ÞÁTT Í ! 

En þar sem þetta er þér að kenna Dorothea og þinni fjölskyldu og þinni græðgi í góðærinu skaltu byrja að taka til ! og það strax 

Óskar Þorkelsson, 9.11.2008 kl. 16:42

20 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Elsku karlinn minn, Jón Ingi,  Þú mátt ekki láta það fara fyrir brjóstið á þér þó ekki séu allir vinir ríkisstjórnarinnar. Það er í hæsta máta óviðeigandi að vitna í matarleysi fátæks fólks, eins og þú gerir í þínum færslum.  Ég er alveg sammála Herði Torfasyni með það að mótmæli mega vera friðsæl.  Þau voru það líka.  Ég sá í fréttum hvar nokkrir menn köstuðu eggjum í Alþingishúsið og þeir gerðu það án alls æsings.  Menn eru reiðir og þetta er falleg aðferð og friðsöm til að fá útrás.  Enda er skíturinn meiri innan veggja Alþingis en utan og ekki verk almennings að moka þann yfirfulla flór sem þar er.  Þó að þessar aðgerðir sem nú eru í gangi séu e.t.v. af öðrum toga en þær sem baráttumenn verkalýðsins háðu um miðbik síðustu aldar, stefnir hratt í álíka ástand, fátækt og volæði, verði ekkert að gert.  Ég minni á að þú þekktir baráttufólk frá þeim tíma sem átti vart til hnífs og skeiðar og lagði sig jafnvel í hættu fyrir málstaðinn.  Það barðist samt og þurfti mörgu að fórna.  Þannig vinnast sigrarnir oft.

Ég er ekki sammála Dorotheu þar sem hún segir að ÉG OG ÞÚ OG ALLIR HINIR hafi verið glaðir með útrásarvíkingana og verkin þeirra.  Dorothea, hvernig getur þú fullyrt að við höfum öll verið svona gráðug og heimsk ?  Það má lesa út úr færslum þínum að þú hafir verið það, en að bera það upp á Óskar og mig og alla hina, er nú einum of.  Ég þekki marga sem hafa alla tíð varað við þenslu og fégræðgi og hafa ekki tekið þátt í kapphlaupinu.  Bróðurparti þjóðarinnar var ekki boðið í veisluna og fæstir hafa haft áhuga eða getu til að vera með.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 9.11.2008 kl. 16:48

21 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég er ósammála þér Anna Dóra... ég mæli óeirðum td eggjakasti í löggjafarsamkunduna sem er tákn okkar um lýðræði. Þó svo þú mælir óeirðum bót geri ég það ekki.. það er ekkert fallegt við að skemma verðmæti... hvort sem það er matur eða hús.

Jón Ingi Cæsarsson, 9.11.2008 kl. 17:57

22 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Gleymdi aðeins.... núna voru það egg... kannski verður það grjót næst... og svo molotovkokteilar þarnæst.... þetta heitir stigmögnun og leiðir aðeins til sundrungar.

Jón Ingi Cæsarsson, 9.11.2008 kl. 18:00

23 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það er sundrung í þjóðfélaginu Jón,  ríkistjórnin og lýðurinn.. 

Segi það enn og aftur á þinni síðu.. ÞETTA ER ÖMURLEGASTA RÍKISSTJÓRN FRÁ STOFNUN LÝÐVELDISSINS.

Óskar Þorkelsson, 9.11.2008 kl. 18:05

24 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ég hef áhyggur af ástandinu en það er mikilvægt að halda ró sinni og treysta ríkisstjórninni og að þeir séu að gera sitt besta.
Vonandi komumst við af stað sem fyrst og því fyrr sem við sendum frá okkur skilaboð um að við ætlum í ESB og taka upp Evru því betra.
Las viðal við einhvern hagfræðinginn að best væri að nota peningana í að skipta um gjaldmiðil einhliða og það strax fyrir jól - veit ekki en  Óskar við verðum að treysta ríkisstjórninni svo verða væntanlega kosningar í vor og þá merkir þú væntanlega x við D.
Ég held að þessi mótmæli trufli ekki Geir og Ingibjörgu í því sem þau eru að reyna að gera fyrir okkur.

Óðinn Þórisson, 9.11.2008 kl. 18:32

25 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 9.11.2008 kl. 18:53

26 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Ætlarðu mönnum svo illt ?  Ekki ætlarðu ríkisstjórn annað en gott.....

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 9.11.2008 kl. 18:54

27 Smámynd: Dorothea

Jæja Óskar, fyrst eins og þú segir, að þú eigir engan bíl, ekkert hús og tókst ekki þátt í þessu blessaða góðæri, hverju ert þú þá að mótmæla? Ég geri þá ráð fyrir því að lánin þín séu ekki að hækka og að þessi kreppa hafi lítil áhrif á fjárhaginn að því leitinu til? Jet-settings og flottræfilsfólkið sem þú talar um er ekki eina fólkið sem tók lán, heldur t.d. ungt fólk sem var að stofna fjölskyldur og aðrir sem bara einfaldlega lifðu umfram efnum, vissulega þar á meðal á tímum ég og mín fjölskylda. Ég segi allir hinir sem tóku þátt í þessu, fullyrði aldrei að ég sé að tala um alla Íslendinga. Ég og mín fjölskylda lifum ekki í neinu ríkidæmi og höfum aldrei gert. Höfum barist við það líkt og margir íslendingar í fleiri ár að koma mat á borðið. Við hinsvegar tókum húsnæðislán til þess að koma þaki yfir höfuðið á okkur sem og margir aðrir í þjóðfélaginu! Lögðum okkar traust á banka til þess að passa uppá sparifé okkar (sem nú er horfið og samt er ég nú ekki að ráðast á hús með eggjum enda lítill tilgangur í því, ekki það að eins og ég segi hér að ofan að þótt flestir við þessi mótmæli hafi hagað sér eins og fullorðið fólk voru aðrir sem gerðu það ekki). Bíð persónulega þó eftir því að einhver grýti eggi í hausinn á Jóni Ásgeiri, ég er kannski bara ein um það.

Hvort sem ykkur finnst ríkisstjórnin óhæf eður ei til þess að þrífa upp ósómann þá er það nú samt sem áður þannig að verið er að vinna í því að koma landinu aftur á kjöl, þar fremstir í flokkir eru meðal annars "skítseiðin" og "rotnu eplin" sem kosnir voru á þing í seinustu kosningum. En ef ykkur finnst þið hæf til þess að gera þetta betur, þá bendi ég ykkur á að skella ykkur í framboð í næstu Alþingiskosningum. Hver veit, kannski ég kjósi ykkur bara ef þið hafið eitthvað málefnalegt fram að færa.

Dorothea, 9.11.2008 kl. 19:16

28 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Jæja Óskar, fyrst eins og þú segir, að þú eigir engan bíl, ekkert hús og tókst ekki þátt í þessu blessaða góðæri, hverju ert þú þá að mótmæla? 

Þú hættir ekki að koma á óvart Dorothea en heldur áfram í bullinu.. Ég mótmæli vegna þess að mér er ekki sama um landið mitt og ég hugsa um fleira en rassgatið á sjálfum mér.. kannski ættir þú að taka það þér til fyrirmyndar.  Yfirlætið í þér er ótrúlegt.

Óskar Þorkelsson, 9.11.2008 kl. 19:30

29 Smámynd: Dorothea

Þakka þér fyrir að sýna mér ljósið Óskar, þú hefur beygt mig og ég mun hér með henda skoðunum mínum út um gluggann. Að hugsa sér að vera svona hrokafull og bullukollur. Þá er nú gott að hafa réttsýna og gáfaða einstaklinga sem sýna mér fram á ruglið og til þess að vernda litla manninn.

Var hinsvegar ekki að reyna að sýna neinn hroka þegar ég sagði að ef þú telur þig geta gert þetta betur og hefur eitthvað málefnalegt fram að færa þá skal ég mæta fyrst á kjörstað og kjósa þig í næstu kosningum. 

Dorothea, 9.11.2008 kl. 20:13

30 Smámynd: Ólafur Gunnarsson

Jón Ingi. trúir þú í alvöru að ríkisstjórninni sem kom okkur í þennan vanda takist að koma okkur aftur á réttan kjöl. Ráðamenn þjóðarinnar vissu fyrir löngu í hvaða vanda stefndi en höfðu hvorki kjark né þor til að takast á við hann í tíma. Hversvegna ætti almenningur að treysta þessu stjórnarliði sem vill ekki kannast við eigin mistök til að snúa blaðinu við. Ég sé núna og viðurkenni fúslega að ég gerði mikil mistök þegar ég kaus síðast, því þá kaus ég samfylkinguna sem mér sýnist nú vera viljalaust verkfæri sjallana. Og þetta með mótmælin, auðvitað er sjálfsagt að fólk mótmæli þessu ástandi sem nú er komið upp, og kæmi mér ekki á óvart þótt við ættum eftir að sjá mann og annan höggvin á Austurvelli sem verður öllu sóðalegra en eggjakast. Ég botna ekkert í skoðanakönnunum sem sýna fylgisaukningu ykkar sem eruð  í ríkisstjórn sem er gjörónýt og vanhæf. Það þíðir ekkert fyrir ykkur að kenna alheimskreppu um hvernig komið er fyrir peningamálum þjóðarinnar, kjarkur þor og stjórnmálakunnátta hefði sparað þjóðinni hundruði milljarða, en svo virðist sem ekkert af þessu þrennu hafi verið til staðar hjá ráðamönnum.Ég verð fyrir sunnan annan laugardag og tek kannski með mér einn eggjabakka,læt handsprengjurnar bíða og vona að það verði tekið á málum af einhverri ábirgð, annars ja hver veit hvar þolmörkin eru.

Ólafur Gunnarsson, 10.11.2008 kl. 01:25

31 identicon

Áttu ekki gamlan hrefnuskutul, Óli ?

mosi (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 15:19

32 Smámynd: Ólafur Gunnarsson

jú jú ég á þá til, en það má ekki nota þá í dag þar sem þetta eru svokallaðir kaldir skutlar, en það má kannski nota þá í mótmælaaðgerðum ætti kannski að athuga það..

Ólafur Gunnarsson, 10.11.2008 kl. 16:06

33 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Jón, þú áttar þig vonandi á því að það er ekki stigsmunur heldur eðlismunur á því að henda eggi í steinhús og að henda grjóti í manneskju. Ég ætla rétt að vona að þú skiljir muninn á því.

Vésteinn Valgarðsson, 11.11.2008 kl. 03:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 818139

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband