Veit Ögmundur þetta ?

Áhugavert að VG sé komið á skrið með þessa umræðu. Í könnun um daginn voru 72% kjósenda VG á því að hefja skyldi viðræður við ESB. Það er þingflokkurinn sem er einangaður í sinni blindu þjóðerniskennd.

En veit Ögmundur þetta ? Hann beitti sér persónulega gegn tillögu minni og félaga minna á þingi BSRB fyrir nokkrum árum, þar sem við lögðum það til að BSRB færi í innri skoðun á þessum málum og mótaði sér stefnu.

Formaðurinn mætti sjálfur í pontu og lagði til leið sem drap þessa umræðu í fæðingu. Það kom mér ekki sérstaklega á óvart því Ögmundur er forpokaður í afstöðu sinni til þessar mála.

En það er vel að almennir VG liðar láta ekki þröngsýna og afturhaldsama forustumenn flokksins drepa þessi mál í dróma.


mbl.is Nýr tónn í Evrópuumræðu VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísleifur Egill Hjaltason

Svo skemmtilega vill til að hann Ögmundur veit þetta ekki bara heldur er hann að fara að spjalla við okkur í UVG næstkomandi miðvikudag um afstöðu móðurflokksins til ESB. Fundurinn verður á Suðurgötu 3 kl. 20 ef þú hefur áhuga.

Ísleifur Egill Hjaltason, 7.11.2008 kl. 09:09

2 identicon

Nú væri gaman að vera ung fluga á Vg vegg á Suðurgötu. Er von á Ömma norður?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 09:38

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Takk fyrir boðið... ég kannski tek með mér BSRB - ESB plötuna hans Ögmundar og spila hana fyrir ykkur í leiðinni.

Jón Ingi Cæsarsson, 7.11.2008 kl. 10:12

4 identicon

Sæll Jón.

Ég sá áhugaverða athugasemd í athugasemdunum á færslu sem þú gerðir hérna fyrir nokkrum dögum og er forvitinn. Það væri gaman að heyra þitt svar.

"Sæll aftur Jón,

Ég spurði þig nokkurra spurninga fyrir nokkrum dögum á einni færslunni þinni, aldrei kom svar. En jafn vel upplýstur og þú virðist vera í þessum málum þá held ég bara að þú hafir ekki séð þær þannig að ég spyr bara aftur.

Hvað finnst þér um það að í 14 ár hafi bókhald ESB ekki verið samþykkt af endurskoðendum þess og segja þeir að ekki  sé hægt að segja með vissu hvert 93% fjármagnsins hefur farið?

Hvað myndir þú segja ef þetta væri staðreynd með bókhald íslenska ríkisins síðustu 14 ár?

Af hverju viltu færa vald fólksins í landinu frá 63 af 63 þingmönnum til ca. 5 af 732?

Hvað finnst þér um það að ESB vilji hunsa þjóðaratkvæðagreiðslu Íra um stjórnarskrá ESB? 

Hvað finnst þér um að samkvæmt nýju stjórnarskrá ESB verði löggjafarvald fært til manna sem eru skipaðir í þingsölum en ekki kosnir af fólkinu? 

Hvað finnst þér um það að gangi Ísland í ESB getur verið að við verðum látin lúta stjórnarskrá ESB en ekki okkar eigin?

Hvað finnst þér um þá tillögu að ESB stofni sinn eigin her og Ísland sé þá orðinn þáttakandi í stríðsrekstri og skattpeningur okkar fari að renna í það? 

Björn K (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 18:15"

Kv. Árni

Árni (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 10:41

5 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Varpað er fram í umræðuna nokkrum spurningum, sem gaman er að ræða. Ég skal byrja á að taka eina.  Reyndar efast ég um að staðreyndir sem kynntar eru í sumum spurningum séu réttar, en hvað um það.

Af hverju viltu færa vald fólksins í landinu frá 63 af 63 þingmönnum til ca. 5 af 732?

Vegna þess að eins og þessi hlutföll eru í dag höfum við 0 af 732.  Sá vettvangur sem Evrópusambandið er ákveður ýmis ákvæði um félagsleg efni á Íslandi, margar hliðar viðskipta og svo framvegis. Það er ágætt að hafa eitthvað um það að segja.

Jón Halldór Guðmundsson, 7.11.2008 kl. 11:23

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Árni...hafði ekki séð þetta frá þér.

Ég ætla ekki að ræða einstök álitamál á þessum tímapunkti. Ég er þeirrar skoðunar að þegar eigi að fara í viðræður um ESB aðild.... taka afstöðu til niðurstöðu þeirra viðræðna og setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu ef menn telja að ásættanlegur árangur hefur náðst í þeim.

Hvorki ég né þú... eða nokkur annar hefur nokkra glóru um hver staða okkar verður fyrr en við förum að skoða mál í stað þess að mæta með órökstuddar fullyrðingar um hitt og þetta.

Það hefur úrtöluliðið gert árum saman og kominn tími til að vinna faglega í stað þess að kjafta málið út og suður.

Nú þegar tökuð við upp 80% af lögum og tilskipunum ESB..... en eigum 0 fulltrúa þar inni til að halda fram og verja okkar sjónarmið. 5 ef svo er ... má segja að sé 500 % aukning á aðkomu okkar til áhrifa.

Jón Ingi Cæsarsson, 7.11.2008 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband