Grimmileg sjálftaka ??

Árið 2003 voru ríkisbankarnir seldir einkaaðilum að fullu. Upp úr því hófst tryllingsleg skuldasöfnun í nafni Íslands á erlendum vettvangi. Eins og okkur var sýnt í Silfri Egils á sunnudaginn var, fór skuldakúrfan beint upp í loftið þegar einkavæddir bankarnir hófu miklar lántökur í erlendi mynt.

Þetta var kölluð útrás og þjóðin fór á sjá óskiljanlegar launatölur hjá stjórnendum og eigendum þessara nýeinkavæddu (nýgefnu) banka.

Mér fannst umræðan á þessum árum frekar í þá átt að almenningur dásamaði þessa menn fyrir dugnað og helst hafði maður það á tilfinningunni að gömlu frumvinnslugreinarnar væru hallærislegar og gamaldags. Umsýsla með pappír var framtíðin.

En svo hrundi spilaborgin og þegar slíkt gerist kemur margt í ljós. Ef rétt er. þó þar væri ekki nema að hluta, hefur verið mikil spilling innan bankakerfisins og stjórnendur þar virðast hafa makað krókinn ótæpilega á kostnað lántakenda og hluthafa.

Menn sem flestir treystu eru nú orðnir að skúrkum og margt bendir til að ekki hafi verið allt með felldu. Þessi mál verður að rannsaka ofan í kjölinn og ef þarna hefur þrifist sjálftaka fjármuna og spilling ber að taka á því með viðeigandi hætti. Menn ættu aðeins að spara upphrópanir og ásakanir meðan mál eru rannsökuð því grundvallarregla réttarríkja er að menn eru saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð.

Ef það aftur á móti staðfestist sem að mörgu leiti virðist eiga við einhver rök að styðjast ber að dæma og refsa og menn skili þeim fjármunum sem þeir hafa komist yfir á óeðlilegan hátt.

Það er þung fyrir fólkið í landinu að horfa upp á hrun gullkálfanna sinna sem svo margir dáðu og dásömuðu og fylltu síður Séð og heyrt ef þeir svo mikið sem leystu vind. Þess vegna eru svona margir svona reiðir.


mbl.is Yfirlýsingin kom frá forstjóra Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr, heyr 

Anna (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 08:20

2 identicon

Þessi sjálftaka er af þeirri stærðargráðu að hana hefði átt að þurfa að bera undir hluthafafund,, Efnistök afgreiðslunar er verðmyndandi á hlutabréfaeign,,Hefði því þurft að berast undir hluthafafund,,Gjörningurinn heyrir undir Vanhæfi vegna eigin ítaka og má eðlinu samkvæmt einungis öðlast gildi samkv. niðurstöðu hluthafa fundar,, Niðurstaðan er að hópur starfsmanna ákvað að ræna bankann með samþykki stjórnenda , án samþykkis eigenda,,

bimbó (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 11:22

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Í Fréttablaðinu í dag, fimmtudag er birt nokkuð löng grein eftir tvo erlenda hagfræðinga sem kynnt hafa sér þessi vandræði á Íslandi. Þar er getið um það að kannski kunna menn að reka þokkalega skipafélag eða bruggverksmiðju í Rússlandi. En að stýra banka er mjög vandasamt enda samkeppnin mikil og í mörg horn að líta til að ná árangri.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 6.11.2008 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband