2.11.2008 | 11:50
Davíð Oddsson er ekki stjórnarslita virði.
Sjálfstæðisflokkurinn ræður stjórn seðlabanka. Forsætisráðherra fer með málefni bankans og ræður og rekur þá sem þar vinna. Geir Haarde hefur lýst því yfir að hann ætli ekki að gera neitt í þeim málum að sinni. Það er hans ákvörðun þó svo ég reikni með að hann fái útleið úr því máli fljótlega.
Þeir sem kalla á að Samfylkingin láti brjóta á þessu máli verða að vita hvað það gæti þýtt. Það gæti td þýtt það að í stað Samfylkingarinnar tæki Geir Haarde Framsóknarflokkinn inn í ríkisstjórn með eins manns meirihluta á þingi og kallaði það neyðarstjórn. Enginn þrýstingur hefur verið frá Framsókn að Davíð víki enda var hann settur þangað með fullu samþykki þeirra á sínum tíma.
Þingrofsrétturinn liggur hjá forsætisráðherra og hvergi annarsstaðar.
Menn hlaupa ekki frá stjórn Íslands á óvissu og umbrotatímum fyrir einn mann sem er að komast á eftirlaun.... það væri glórulaust ábyrgðarleysi og heimska. Mig hryllir við því að Framsóknarflokkurinn gæti flotið inn í ríkisstjórn á ný ef Samfylkingin færi á taugum. Það verður ekki.
Davíð Oddsson er ekki stjórnarslita virði. Að hlaupast frá þeim verkum sem bíða úrlausnar á þessum tímapunkti væri óðs manns æði. Þess vegna slítur Samfylkingin ekki stjórnarsamstarfi út af Davíð Oddssyni.
Það þarf aðeins að lágmarka skaða af veru hans þarna á næstunni sem ég hef ekki trú á að verði mjög lengi úr þessu.
Samfylking afneitar Davíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Davíð Oddson er víst stjórnarslita viðri.. því ef Sjálftektin ætlar að hanga á sauðnum fram í rauðan dauðan, þá verði það svo og stjórnin fellur !!
Þetta er btw aumasta ríkisstjórn í sögu lýðveldisins.
Óskar Þorkelsson, 2.11.2008 kl. 11:59
Hvaða gagn getur ríkistjórn gert í þessari pattstöðu ? Þótt svo að þjóðin sé orðin hin fátækasta og skuldsettast í a.mk Evrópu... þá munar gríðarlega um hver mistök sem gerast í þeim litlu fjármálum sem eftir eru. Seðalabankastjórinn fer sína eigin leiðir og er engum háður í skjóli Geirs forsætis. Hann er orðinn að algjöru viðundri um heim allan og Ísland þar með - við erum jú með manninn í vinnu. Hann gefur út yfirlýsingar villt og galið- aðalega galið sem síðan fara á örskotsstundu um heiminn...án þess að hafa heimild sem embættismaður.
Ég bara spyr : Hvenær sýður endanlega uppúr hjá þjóðinni ????
Sævar Helgason, 2.11.2008 kl. 12:19
Sjálfstæðismenn ættu að sjá það núna. Samfylkingin getur aðeins hagnast, Sjáfstæðismenn þura að ákveða sig. Losa sig við Davið (og nokkra aðra) eða skaða flokkinn.
Nú þurfa menn að standa þétt að þessu. Davíð út eða kostningar.
Jón (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 14:02
Óskar minn... þú þekkir greinilega ekki sögu ýmissa ríkisstjórna í sögu lýðveldisins.
http://www.stjornarrad.is/Rikisstjornartal/
þessi ríkisstjórn kæmist í hóp þeirra aumustu ef hún hlypi frá verkum á þessum tímapunkti.. og það munu menn skilja betur þegar rykið fer að setjast.
Óskar.... þú færir ekki úr bíl í stórhríð uppi á heiði af því bílstjórinn notaði Old Spice eða er það nokkuð ;-) ?
Jón Ingi Cæsarsson, 2.11.2008 kl. 17:41
nei ég mundi henda bílstjóranum út.. eða réttara, ég hefði aldrei lagt af stað með honum.
Óskar Þorkelsson, 2.11.2008 kl. 17:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.