Góð tíðindi fyrir Samfylkinguna en...

Ég er ekkert sérstaklega uppveðraður yfir skoðankönnunum núna. Ég er líka hissa á þeim sem kalla á stjórnarrof og kosningar núna. Ef eitthvað er nauðsynlegt þessa dagana er að sigla í gegnum þennan storm af eins miklu öryggi og festu og hægt er. Það næst ekki með að rjúfa þing og boða til kosninga. Það væri ávísun á að allt færi á hliðina og landið yrði stjórnlaust í marga mánuði.

En það er ekki undarlegt þó fólk kalli á þetta eins og er. Margir eru í tilfinningalegu uppnámi og þegar þannig stendur á segja menn marg lítt ígrundað.

Hverju ætla menn að ná fram með kosningum ?

Í fyrsta lagi væri tæknilega ekki hægt að kjósa fyrr en eftir áramót. Þó svo ríkisstjórnarsamstarfinu yrði slitið væri ekki hægt að mynda hér ríkisstjórn öðru vísi en með þátttöku Sjálfstæðisflokks eða Samfylkingar. Framsókn er í molum og ekki stjórntæk frekar en fyrir 17 mánuðum síðan... og jafnvel enn síður. Frjálslyndir eru rústir einar eftir löng og erfið innanflokksátök. Éftir kosningar gæti síðan orðið langvarandi stjórnarkreppa því enginn veit fyrir hvernig landslag yrði að loknum kosningum þegar þjóðin væri í tilfinningalegu uppnámi.

Við megum og getum ekki tekið slíka óyndisáhættu.... slíkt væri hrikalegt ábyrgðarleysi.

Það sem er stærsti vandinn núna er trúnaðarbrestur þjóðar og Seðlabanka. Geir Haarde hefur verið afar ögrandi þegar hann neitar því staðfastlega að gera eitthvað í málinu. Því þarf að breyta og skipa þarf nýja seðlabankastjórn til að vinna að málum.

Ef hér brysti á með stjórnarkreppu og upplausn yrði í stjórnmálum hér á landi er ég hræddur um að áhugi þjóða hyrfi eins og dögg fyrir sólu að aðstoða okkur. Forsenda þess að ná árangri er pólitíkskur stöðugleiki og við völd er ríkisstjórn sem hefur á bak við sig gríðarlegan þingmeirihluta. Það er meðal annars ástæðan fyrir að alþjóðagjaldeyrissjóðurinn var fús til að koma að málum án þess að setja afarkosti.


mbl.is Samfylking með langmest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband